Skák


Skák - 15.02.1985, Blaðsíða 28

Skák - 15.02.1985, Blaðsíða 28
Garrí Kasparov, stórmeistari í skák: Krókur á móti bragði Bragi Halldórsson íslenskaði Skák nr. 5431 SVEITAKEPPNI SOVÉTRÍKJANNA 1983 Hvítt: G. Kasparov Svart: M. Tal Slavnesk vörn Mótbragð gegn Meranbragði Afbrigðið sem M. Botvinnik fyrr- verandi heimsmeistari þróaði upp- haflega og beitti er óhætt að telja eitt allra hvassasta og flóknasta byrjunarafbrigðið sem til er. Síð- ustu þrjú árin hefur þetta afbrigði verið rannsakað mikið og hvíti tek- ist að afhjúpa veilur í afbrigðunum og fyrir bragðið unnið allmargar skákir á sannfærandi hátt. Viður- eignir mínar við Timoshenko og Dorfman hafa verið framlag mitt í sannleiksleitinni í skáklistinni. I skýringum mínum við þessar skákir hef ég komist að þeirri nið- urstöðu að enn sé of snemmt að leggja afbirgðið á hilluna þrátt fyrir góða útkomu hvíts. Samt renndi mig ekki grun í að kvikna mundi aftur í gömlum glæðum þessa afbrigðis þegar ég settist nið- ur til þess að tefla gegn Mikhail Tal á Spörtuleikunum 1983 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c6 5. Bg5 Núna velti ég því fyrir mér eitt auglablik hvort heimsmeistarinn fyrrverandi lumaði á endurbót á tiltölulega lítt rannsökuðu afbrigði með peðsfórn frá skák okkar á millisvæðamótinu í Moskvu 1982 (5. - h6 6. Bh4!? dxc4 7. e4 g5 8. Bg3 b5). En að þessu sinni kaus Tal að drepa strax á c4 5. — dxc4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 9. Rxg5 hxg5 10. Bxg5 Rbd7 11. exf6 Bb7 12. g3 c5 13. d5 Db6 Svartur teílir algengustu leið af- brigðisins en forðast 13. - Bh6 sem er í tísku um þessar mundir. Hve- nær fæ ég að sjá nýjunguna? 14. Bg2 O—O—O 15. 0—0 b4 16. Ra4 Db5 17. a3 Rb8 Þetta er alveg sama framhaldið og það sem leiddi Timoshenko og Dorfman út í ógöngur. Upp á síð- kastið hafa verið gerðar árangurs- lausar tilraunir til þess að endur- bæta afbrigðið með 17. - exd5 18. axb4 cxb4 Núna eyddi ég um það bil tuttugu mínútum í að rifja upp atburða- ráðina í áðurnefndum skákum. Allt virtist í stakasta lagi og þess vegna lék ég næstu leiki fljótt og örugglega 19. Be3 Bxd5 20. Bxd5 Hxd5 21. Dc2 Rc6 22. Hfcl Re5! Loksins kom Tal með nýjunguna: Timoshenko og Dorfman Iéku báðir 22. - Ra5 til þess að hafa riddarann í vörninni á drottning- arvængnum og eiga líka kost á að leika - Rb3. En það kom á daginn að riddarinn stóð illa á a5 og var reyndar skotmark líka þar sem hann er hins vegar afar virkur á e5 og stendur hvorutveggja vel til sóknar og varnar. Næsti leikur lét standa á sér. Hinn nærtæki leikur 23. f4 leiðir til tafl- jöfnunar vegna afbrigðisins 23. - Rd3 24. Hxc4t Dxc4 25. Hcl Dxclt 26. Bxcl Rxcl 27. Dc4t Kb7 28. Dxcl Bd6 því að riddar- inn á a4 stendur illa. Það var erfitt að gera upp við sig hvort hægt væri að leika 23. Bxa7 því að þá fær riddarinn tækifæri til þess að láta að sér kveða — en eftir 23. - Kb7 verður biskupinn að hörfa (ekki 24. Rb6 vegna 24. - c3!) og það var of hættulegt að tapa leik í svona stöðu. Þetta er ástæðan fyrir því að ég kaus að tefla þekkta leið þrátt fyrir að ég hefði á tilfinningunni að talsverð hætta væri samfara stöðu riddarans á e5 23. b3! ? c3 24. Rxc3 bxc3 25. Hxc3t Kb8 I raun og veru var ekki hættulegt fyrir svart að leika 25. - Kb7 en endataflið sem þá kemur upp er aðeins betra á hvítt eftir 26. Hxa7t Kb8 27. Dxb5t Hxb5 28. Kg2. Leikurinn 25. - Kd8 gefur hvíti frábær sóknarfæri eftir 26. Dxb5 52 SKÁK

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.