Skák


Skák - 15.02.1985, Blaðsíða 32

Skák - 15.02.1985, Blaðsíða 32
SKÁKLÖG F.I.D.E. Samþykkt af laganefnd F.I.D.E. á þingi í Þessalóníleu 1984 Lögin taka gildi 1. janúar 1985. Formáli Skáklögin geta ekki og eiga ekki að ná til allra hugsan- legra aðstæðna er upp kunna að koma við skákborðið, og þau fjalla heldur ekki um hvert atriði skipulagningar. I flest- um þeim tilvikum sem lögin fjalla ekki um, ætti að vera unnt að komast að réttum úrskurði með því að leita að hlið- stæðum í lögunum. Gera verður ráð fyrir því að skákdómar- ar hafi almennt til að bera þá hæfni, dómgreind og hlut- lægni sem nauðsynlegt er. Væru lögin of nákvæm mundu þau takmarka frelsi dómarans til mats á aðstæðum og gætu komið í veg fyrir það að hann fyndi þá úrlausn sem rökrétt- ust er og sanngjörnust. FIDE telur að lögin eigi að vera eins stuttorð og skýr og unnt er, og að öll lítilvæg atriði ættu að vera á valdi dómar- ans. Komi til sundurþykkis eða deilu, á dómarinn að hafa tækifæri til þess að meta sjálfur alla málavexti og aðstæður án þess að vera um of bundinn af smásmugulegum reglum sem óvíst er að eigi að öllu leyti við. FIDE skorar á öll skáksambönd að fallast á þetta sjónar- mið, því að það er hollast leikmönnum sem dómurum. En hafi eitthvert skáksamband eða óski að hafa nákvæmari reglur, er það að sjálfsögðu heimilt, svo fremi sem — (a) þær stangist á engan hátt við lög FIDE; (b) þær séu takmarkaðar við umráðasvæði þess skáksambands sem um er að ræða; og (c) þær gildi ekki um nein mót er varða FIDE: ein- vígi, meistaramót né réttindamót af neinu tagi. Þar sem í lögum þessum er skrifað „hann, honum, hans“ gæti allt eins staðið „hún, hana, henni, hennar“ Grein 1. skákborðið 1.1 . Skákborðið er 64 ferningslaga reitirjafnstórir, ljósir („hvítu reitirnir“) og dökkir („svörtu reitirnir“) á víxl. 1.2 . Skákborðinu er þannig komið fyrir milli keppenda, að hornreiturinn til hægri handar hvors þeirra er hvítur. 1.3 . Reitaraðirnar átta, sem liggja frá þeirri borðrönd, sem næst er öðrum keppandanum, að röndinni, sem næst er hinum keppandanum, kallast línur. 1.4 . Reitaraðirnar átta, sem liggja þvert yfir skákborðið hornrétt á línurnar, kallast raðir. 1.5 . Beinar raðir samlitra reita, þar sem hornin snert- ast, eru kallaðar skálínur. Grein 2. menn skákborðsins 2.1 . í upphafi leiks ræður annar keppandinn 16 ljósum mönnum („hvítu“ mönnunum), en hinn 16 dökk- um mönnum (,,svörtu“ mönnunum). 2.2 . Mennirnir eru þessir: Hvítur kóngur venjulega táknað svo Hvít drottning Tveir hvítir hrókar Tveir hvítir biskupar Tveir hvítir riddarar Atta hvít peð Svartur kóngur venjulega táknað svo Svört drottning Tveir svartir hrókar Tveir svartir biskupar Tveir svartir riddarar Atta svört peð Staða mannanna á skákborðinu í upphafi leiks er þessi: Grein 3. Rétturinn til að leika 3.1 . Sá teflandi sem hefur hvítt byrjar taflið. Teflend- urnir leika til skiptis þar til skákinni er lokið. 3.2 . Teflandi er sagður „eiga leik“ þegar andstæðingur hans hefur lokið við leik sinn. Grein 4. Almenn skýrgreining leiks 4.1 . Ef hrókun er undanskilin, er leikur í því fólginn að flytja mann af einum reit á annan, sem annaðhvort er auður eða ber mann andstæðingsins. 4.2 . Enginn maður skákborðsins má fara yfir reit sem annar maður stendur á, nema hrókur þegar hrókað er (gr. 5.1b) og riddari (gr. 5.5) 4.3 . Standi maður andstæðingsins á reit sem manni er Ieikið á, er sá maður drepinn, og telst það hluti af leiknum. Sá keppandi sem drap skal þegar í stað fjarlægja manninn af borðinu. (Sjá ennfr. um dráp „í framhjáhlaupi“ í grein 5.6.c) Grein 5. Manngangurinn 5.1 . Kóngur (a) Ef frá er talin hrókun, má leika kóngi á hvaða næsta reit við þann sem hann stendur á, enda sé sá reitur ekki valdaður af manni úr liði andstæð- ingsins. (b) Hrókun er leikur kóngsins og annarshvors hróksins, talinn einn leikur kóngsins og fram- kvæmdur sem hér segir: Kóngurinn er fluttur 56 SKÁK ► * i®- k d) d- o 1®- w »8

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.