Skák - 15.02.1985, Qupperneq 34
viljandi snert
(a) einn eða fleiri menn sama litar, verður hann að
færa (leika) eða drepa fyrsta mann sem snertur
var, og sem hægt er að færa eða drepa; eða
(b) einn sinna manna og einn mann andstæðings-
ins, skal hann drepa mann andstæðingsins með
sínum manni; eða, sé það ekki löglegt, færa eða
drepa fyrri manninn sem hann snerti og hægt er
að færa eða drepa.
7.3. Sé ekki hægt að leika neinum þeirra manna er
snertir hafa verið né drepa hann, á löglegan hátt, er
teflandanum heimilt að leika hvern þann löglegan
leik sem hann kýs.
7.4. Vilji teflandi kæra andstæðing sinn fyrir að hafa
brotið gegn grein 7.2. verður hann að gera það áður
en hann snertir sjálfur mann.
Grein 8. Ólögleg staða
8.1. Nú er verið að tefla og komist að raun um að leikið
hefur verið ólöglegum Ieik. Skal þá setja stöðuna
upp aftur, eins og hún var áður en ólöglega leiknum
varleikið. Síðan skal skákinni haldið áfram með því
að beita ákvæðum gr. 7 að því er varðar leikinn sem
kemur í stað ólöglega leiksins. Sé ekki hægt að setja
stöðunaupp aftur, skal ógilda skákina og tefla aðra.
Þetta á við hvenær sem setið er að tafli og einnig um
skák er bíður dóms.
8.2. Nú er verið að tefla, og einn eða fleiri menn hafa
færst úr stað af tilviljun og ekki verið settir aftur á
réttan stað. Skal þá setja stöðuna aftur upp, eins og
hún var, áður en ruglingurinn kom til, og skákinni
haldið áfram. Nú er ekki unnt að setja stöðuna upp,
og skal þá skákin ógilt og tefld ný skák.
8.3. Ef teflandi veltir óvilj andi manni eða mönnum þeg-
ar hann er að leika, þá má hann ekki stöðva klukk-
una fyrr en búið er að færa taflstöðuna í lag.
8.4. Ef staða er sett ranglega upp eftir bið, skal setja
hana aftur upp eins og hún var þegar skákin fór í
bið, og skákin tefld áfram.
8.5. Nú er verið að tefla og komist að raun um að upp-
hafsstaða mannanna var röng, eða teflt var með
öfugum lit. Skal þá skákin ógilt og tefld ný skák.
8.6. Nú er verið að tefla og kemur í ljós að skákborðið
snýr ekki rétt. Skal þá flytja þá stöðu sem upp er
komin á skákborð sem snýr rétt og halda skákinni
áfram.
Grein 9. Skák
9.1. Kóngur stendur í skák, ef maður eða menn and-
stæðingsins hafa völd á þeim reit sem hann stendur
á. Þá er kallað'að þessir menn „skáki kónginum“.
9.2. Skák skal verjast þegar í næsta leik. Verði því ekki
við komið er sagt að kóngurinn sé mát (Sjá gr. 10.1)
9.3. Ekki er skylda að tilkynna skák.
Grein 10. Lok skákar
10.1. Máti teflandi andstæðing sinn, hefur hann unnið
skákina. Mátleikur lýkur skákinni þegar í stað.
10.2. Gefist annar teflandinn upp, hefur andstæðingur
hans unnið skákina. Uppgjöf lýkur skákinni þegar
í stað.
10.3. Skák er jafntefli ef keppandi á Ieik en getur ekki leik-
ið neinum löglegum Ieik, og kóngur hans stendur
ekki í skák. Þá er sagt að teflandinn sé , ,patt“. Patt
lýkur skákinni þegar í stað.
10.4. Skák er jafntefli ef báðir teflendur koma sér saman
um það. Slíkt samkomulag lýkur skákinni þegar í
stað.
10.5. Skák er jafntefli, ef sá teflandinn sem á leik krefst
þess og sama staða:
(a) er að koma upp; eða
(b) er komin upp, í þriðja sinn, þannig að sami aðili
eigi leik í öll skiptin. Staðan er talin hin sama ef
samskonar menn sama litar standa á sömu reit-
um og mögulegir leikir eru hinir sömu, þar með
talinn hrókunarréttur og réttur til þess að drepa
peð í framhjáhlaupi.
10.6. Leiki teflandi leik án þess að krefjast jafnteflis sam-
kvæmt skilyrðum í 10.5, missir hann réttinn til að
krefjast jafnteflis. En hann endurheimtir réttinn,
komi sama staðan upp að nýju, og hann á leikinn.
10.7. Skák er jafntefli ef eitt þessara endatafla kemur
fram, þar sem greinilegt er að hvorugur getur unn-
ið:
(a) Kóngarnir standa einir eftir,
(b) Kóngur stendur einn eftir gegn kóngi og biskupi
eða kóngi og riddara,
(c) Kóngur og biskup standa gegn kóngi og biskup,
og biskuparnir ganga á samlitum reitum.
10.8. Skák er jafntefli, ef sá teflandi sem á leik krefst þess
og sýnir fram á að síðustu fimmtíu leikina að
minnsta kosti hafi enginn maður verið drepinn og
engu peði leikið. Þennan fjölda, fimmtíu leiki, má
auka þegar um er að ræða vissar taflstöður, að því
tilskildu að aukningin og stöðurnar séu nákvæm-
lega tilgreindar í skáklögunum (grein 10.9)
10.9. Fimmtíu leikja fjöldann sem nefndur er í grein 10.8
skal auka í eitt hundrað í þessum tilvikum:
(a) Kóngur, hrókur og biskup gegn kóngi og hrók;
(b) kóngur og tveir riddarar gegn kóngi og peði, ef
eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:
(1) riddari heftir örugglega framgang peðsins,
(2) peðið er ekki komið lengra en: fyrir svart:
a4, b6, c5, d4, e4, f5, g6, eða h4; fyrir hvít:
a5, b3, c4, d5, e5, f4, g3 eða h5.
(c) Kóngur hrókur og peð gegn kóngi, biskupi og
peði, ef:
(1) hvítur á peð á a2, svartur peð á a3 og svart-
reita biskup, eða
(2) hvítur á peð á h2, svartur peð á h3 og hvít-
58 SKÁK