Skák - 15.02.1985, Page 35
reita biskup, eða
(3) sömu skilyrði með breyttum lit: svart peð á
h7 eða a7, en hvítur með peð á h6 (og svart-
reita biskup) eða a6 (með hvítreita biskup)
10.10. Tilboð um jafntefli samkvæmt grein 10.4 má tefl-
andi einungis setja fram þegar hann hefur rétt lokið
við að leika manni. Um leið og hann býður jafntefli
setur hann klukku andstæðingsins í gagn. And-
stæðingurinn getur tekið boðinu eða hafnað því,
annaðhvort munnlega eða með því að leika, en sá
sem bauð jafnteflið getur ekki dregið tilboð sitt til
baka fyrr en eitthvað af þessu þrennu hefur gerst.
(a) Bjóði teflandi jafntefli meðan klukka andstæð-
ings hans er í gangi, er andstæðingnum heimilt
að taka boðinu eða hafna því. En dómarinn skal
aðvara teflanda sem býður jafntefli á þennan
hátt (15.1 (d)).
(b) Bjóði teflandi jafntefli rneðan klukka hans sjálfs
er í gangi, er andstæðingi hans heimift að taka
boðinu eða hafna því, eða fresta ákvörðun þar
til hann hefur séð leik teflandans. Sé leikurinn
biðleikur, má fresta ákvörðun þar til biðleiks-
umslagið er opnað og leikurinn leikinn á borð-
inu.
(c) I þessum tilvikum getur teflandinn hafnað boð-
inu munnlega eða með því að leika sjálfur jafn-
skjótt og hann hefur tækifæri til. Sá sem bauð
jafnteflið getur ekki dregið tilboð sitt til baka
fyrr en andstæðingurinn hefur svarað því á
þann hátt sem hér hefur verið lýst.
10.11.1 Rétt til að krefjast jafnteflis samkvæmt grein 10.5
á teflandi þá og því aðeins að —
(a) hann sé í þann veginn að leika leik sem leiðir til
þess að staðan komi upp í þriðja sinn og hann
tilkynni dómara að hann ætli að leika þennan
leik og skrifi hann á skákblað sitt; eða
(b) hann eigi að svara leik sem kom stöðunni upp í
þriðja sinn.
10.11.2 Teflandi á rétt á að krefjast jafnteflis áður en hann
fer yfir tímamörkin, eigi andstæðingur hans kóng-
inn einan eftir.
10.12. Krefjist teflandi jafnteflis samkvæmt greinun-
um 10.8 og 10.11, skal dómarinn stöðva klukkuna
meðan málið er athugað.
(a) Komi í ljós að krafan sé rétt, er skákin jafntefli.
(b) Komi í ljós að krafan eigi ekki við rök að styðj-
ast, skal dómarinn bæta fimm mínútum við
þann tíma sem sá sem krafðist jafnteflisins hefur
notað. Leiði það til þess að hann fari yfir tíma-
mörkin, hefur hann tapað skákinni. Ella er
skákin tefld áfram, og sá teflandi sem tilkynnti
leik samkvæmt 10.1 l(a), er skyldur til að leika
þennan leik á skákborðinu.
(c) Teflandi sem sett hefur fram kröfu samkvæmt
þessari grein getur ekki dregið þá kröfu til baka.
10.13. Teflandi sem ekki lýkur dlskildum leikjafjölda á til-
skildum tíma hefur tapað skákinni.
10.14. Teflandi hefur tapað skák, ef hann kemur meira en
klukkustund of seint, þegar skákin skal hafin eða
biðskák tefld. Tíminn er þá talinn frá upphafi setu.
En sé um biðskák að ræða og sá kemur of seint sem
lék biðleik, verður úrskurður annar, ef:
(a) sá sem ekki er kominn hefur unnið skákina með
því að máta í biðleiknum; eða
(b) sá sem ekki er kominn hefur gert jafntefli með
því að leika leik sem leiðir til patts eða til einnar
af þeim jafnteflisstöðum sem nefndar eru í grein
10.7; eða
(c) sá teflandinn sem viðstaddur er hefur tapað
skákinni samkvæmt grein 10.13 með því að fara
yfir tímamörkin.
10.15. Skák er töpuð þeim teflanda sem skrifar ólöglegan
biðleik, eða svo ógreinilegan að ókleift er að ákveða
hvað hann táknar.
10.16. Skák er töpuð þeim teflanda sem neitar að hlýða
skáklögum meðan á skák stendur. Neiti báðir tefl-
endur að hlýða lögunum eða komi báðir meira en
klukkustund of seint skal skákin teljast báðum töp-
uð.
Grein 11. Ritun skáka
11.1. Meðan á skák stendur skal hvor keppandi skrá
skákina (leiki sína og leiki andstæðingsins), leik
fyrir leik, eins skýrt og læsilega og unnt er á eyðu-
blað það sem til þess er ætlað í keppninni, og nota
algebruskráningu. Ekki skiptir máli hvort teflandi
leikur fyrst leik sinn og skráir hann síðan eða öfugt.
11.2. Eigi teflandi minna en fimm mínútur eftir á klukku
sinni, til tímamarka, þarf hann ekki að fylgja grein
11.1. En jafnskjótt og búnaður klukkunnar (t.d.
fallvísir) sýnir að tímamörkum er náð, skal tefland-
inn skrá þá leiki sem hann á óskráða.
11.3. Ged hvorugur teflenda skráð leikina, skal dómar-
inn eða aðstoðarmaður hans leitast við að vera við-
staddir og skrá leikina. Dómarinn skal ekki hafa af-
skipti af taflinu fyrr en annar fallvísirinn fellur, og
hann ætti að stilla sig um að gefa teflendunum á
nokkurn hátt merki um að tímamörkum sé náð.
11.4. Ef teflandi neitar að skrá skákina samkvæmt grein
11.1 oggrein 11.2 á ekki við, skal beita grein 10.16.
11.5. Ef teflandi neitar ekki að verða við dlmælum dóm-
ara um skráningu leikja, en lýsir því hins vegar yfir
að hann geti ekki lokið henni, nema með saman-
burði við eyðublað andstæðingsins, skal hann biðja
dómarann um eyðublaðið, en dómarinn sker úr um
það hvort hægt sé að skrá leikina fyrir tímamörkin
án óþæginda fyrir andstæðinginn. Andstæðingur-
inn getur ekki neitað um eyðublaðið, því að það til-
heyrir þeim sem að skákmótinu standa og leikirnir
verða skráðir í tíma andstæðings hans. I öllum öðr-
um tilvikum er ekki hægt að skrá leikina að fullu
fyrr en tímamörkum er náð.
SKÁK 59