Skák - 15.02.1985, Qupperneq 36
11.6. Eigi aðeins annar teflenda eftir að skrá leiki sína að
fullu þegar tímamörkum er náð, skal hann gera það
áður en hann leikur næsta leik sinn, og skal klukka
hans ganga á meðan, hafi andstæðingur hans leik-
ið.
11.7. Eigi báðir teflendur eftir að skrá leiki sína að fullu
þegar tímamörkum er náð, skulu klukkur beggja
stöðvaðar þar til skráningu er lokið. Við skráning-
una má styðjast við taflborð ef á þarf að halda. Skal
dómari hafa umsjón með því og skrá sjálfur tafl-
stöðuna eins og hún er á borðinu þegar tímamörk-
um er náð.
11.8. Sjái dómarinn við framkvæmd 11.6 að eyðublöðin
ein duga ekki til réttrar skráningar skákarinnar,
skal hann fara að eins og lýst er í 11.7
11.9. Reynist ekki unnt að skrá leikina eins og lýst er í
grein 11.7 skal skákin tefld áfram. Þá skal litið svo
á sem fyrsti leikurinn sem leikið er sé fyrsti leikur
eftir tímamörk.
Grein 12. Skákklukkan
12.1. Hvor teflandi skal leika ákveðinn leikjafjölda á til-
teknum tíma og skal kveðið á um hvorttveggja
fyrirfram. Sá tími sem teflandi sparar sér í einni
lotu bætist við tíma hans í þeirri næstu.
12.2. Tími hvors teflanda er mældur á klukku með fallvísi
(eða öðrum búnaði) er sker úr um hvort komið er
yfir tímamörk eða ekki. Fallvísirinn er talinn fallinn
strax þegar dómarinn sér hann fallinn, eða þegar
dómarinn telur tímann útrunninn, jafnvel þótt fall-
vísirinn hafi ekki fallið vegna einhvers galla, en
mfnútuvísirinn er kominn framhjá fallvísinum. Sé
enginn skákdómari viðstaddur er fallvísirinn talinn
fallinn þegar teflandi hefur krafist þess.
12.3. A þeirri stundu sem skák skal hefjast er klukka þess
teflanda sem hefur hvítt sett af stað. Meðan skákin
stendur stöðvar hvor teflandi klukku sína þegar
hann hefur leikið og setur klukku andstæðingsins af
stað.
12.4. Ekkert sem klukkan sýnir skal dregið í efa, nema til
komi augljósir gallar. Teflandi sem ætlar að vekja
athygli á slíkum galla, skal gera það þegar í stað eft-
ir að hann hefur orðið gallans var, og eigi síðar en
strax eftir að fallvísir hans er fallinn við tímamörk.
Sé augljós galli á klukkunni, skal hún fjarlægð og
tími hvors teflanda fram til þess að taflið var stöðv-
að fluttur á aðra klukku eins nákvæmlega og unnt
er. — Dómarinn skal nota dómgreind sína eins vel
og honum er unnt til þess að stilla nýju klukkuna
á eins réttan hátt og hægt er. Ákveði dómari að
bæta við notaðan umhugsunartíma hjá öðrum tefl-
anda eða báðum, má hann aldrei (nema í þeim til-
vikum sem heyra undir grein 10.12(b)) skilja tefl-
anda eftir:
(a) minna en fimm mínútur til tímamarka; eða
(b) minna en eina mínútu fyrir hvern leik til tíma-
marka.
12.5. Ef stöðva verður skák af einhverri þeirri ástæðu sem
teflendur eiga ekki sök á, skal dómarinn stöðva
klukkurnar. Þetta skal gera til dæmis, ef leiðrétta
þarf ólöglega stöðu, skipta um gallaða klukku, eða
sá maður sem teflandi lýsir yfir að hann ætli að
vekja upp fyrir peð, sem komið er upp í borð, er
ekki tiltækur.
12.6. Þegar svo stendur á sem um getur í greinunum 8.1
og 8.2, og ekki verður vitað hve mikinn tfma hvor
teflandi hafði notað þegar ruglingurinn kom til,
skal hvorum um sig áætlaður til þeirrar stundar
tími í réttu hlutfalli við tímann á klukkunum þegar
gengið var úr skugga um ruglinginn. Hafi til dæmis
komið í Ijós eftir 30. leik svarts að ruglingur hafi
orðið í 20. leik, og hvítur hafi notað 90 mínútur til
þessara 30 leikja, en svartur 60 mínútur, þá er talið
að teflendur hafi notað til 20 fyrstu leikjanna:
Hvítur: 90 x 2 : 30 = 60 mínútur.
Svartur: 60 x 20 : 30 = 40 mínútur
12.7. Uppgjöf eða samkomulag um jafntefli heldur gildi
þótt síðar komi í ljós að fallvísir hafi verið fallinn.
12.8. Hafi báðir fallvísar fallið nokkurn veginn jafn-
snemma og geti dómarinn ekki gengið úr skugga
um hvor hafi fallið fyrr skal skákin tefld áfram.
12.9. Dómari skal stilla sig um að vekja athygli teflanda
á því að andstæðingur hans hafi leikið, eða hann
sjálfur gleymt að stöðva klukku sína eftir að hann
lék, eða láta hann vita hve marga leiki hann hefur
leikið o.s.frv.
Grein 13. Biðskákir
13.1. Ef skák er ekki lokið að leiktíma loknum, skal sá
keppandi, sem á leik, skrifa leik sinn á ótvíræðan
hátt á eyðublað sitt, setja það eyðublað og eyðublað
andstæðingsins í umslag, loka umslaginu og stöðva
síðan klukkuna. Ef keppandinn leikur fyrrnefndan
leik á skákborðinu, skal hann innsigla sama leik á
eyðublað sitt.
13.2. Á umslaginu skal tilgreina
(a) nöfn keppenda,
(b) stöðuna, þegar skákin fer í bið,
(c) tímann, sem hvor keppendaum sighefur notað,
(d) nafn þess keppanda, sem hefur Ieikið biðleikinn
og númerið á þeim leik.
13.3. Dómarinn ber ábyrgð á umslaginu.
Grein 14. Framhald biðskáka
14.1. Þegar taka skal til við skák að nýju, er staðan eins
og hún var þegar skákin fór í bið sett upp á skák-
borðinu, og tími sá sem hvor teflandi hafði notað
þegar skákinni var frestað markaður á klukkurnar.
14.2. Umslagið má því aðeins opna að sá teflandinn sem
á leik (teflandinn sem á að svara biðleiknum) sé við-
staddur. Klukka hans skal sett af stað þegar biðleik-
urinn hefur verið leikinn á skákborðinu.
60 SKÁK