Skák - 15.02.1985, Page 45
KLETTSSKÁLI
NY MIDSIDD
STRANDFLUTNINCiA
EIMBKIPS
Klettsskáli við Köllunarklettsveg er miðstöð strandflutninga Eimskips. Þar er
vörumóttaka og vöruafhending fyrir Reykjavík og nágrenni ásamt allri afgreiðslu
pappíra og fylgiskjala. Vöruafgreiðsla Herjólfs er einnig í Klettsskála.
Strandflutningaskip okkar, Mánafoss og Reykjafoss, hafa hvort um sig mikla
flutningsgetu og eru búin mikilvirkum tækjum til gámaflutninga.
Fastar áætlunarferðir til hafna innanlands og utan opna nýja möguleika. Með
einingaflutningum má betur samræma heildarflutning, stytta flutningstíma og
bæta vörumeðferð, jafnt fyrir innflytjendur sem útflytjendur. Sem sagt; bein tengsl
við alþjóðlegt flutningakerfi.
Innanlandsáætlun:
Reykjavík alla mánudaga
ísafjörður þriðjud. og laugard.
Akureyri miðvikudaga
Húsavík annan hvern fimmtudag
Siglufjörður annan hvern fimmtud.
Sauðárkrókur annan hvern fimmtud.
Patreksfjörður annan hvern laugard.
Reyðarfjörður annan hvern föstud.
Vestmannaeyjar daglega.
Allar nánari upplýsingar veitir
Norðurlandadeild Eimskips, sími 27100.
Vöruafgreiðsla Klettsskála
Sími 686464
Opið kl. 8-17 alla virka daga.
Vörumóttaka í Sundahöfn er óbreytt.
Flutningur er okkar f ag
EIMSKIP
Sírni 27100
*