Skák


Skák - 01.02.1998, Side 5

Skák - 01.02.1998, Side 5
£=\ SKÁK J^L Ö SKÁKSAM BAIMD ■*—- ÍSLAMDS Útgefandi: Skáksamband íslands Ritstjóri: Þráinn Guðmundsson Ritnefnd: Ágúst Sindri Karlsson Áskell Örn Kárason Þráinn Guðmundsson Jóhann Þórir Jónsson Umbrot: Hallur Guðmundsson obelix@islandiaJs Framkvæmdastjóri: Ásdís Bragadóttir Auglýsingar: Einar H. Guðmundsson Utanáskrift: Skáksamband íslands Pósthólf 8354 128 Reykjavík Sími: 568 9141 Fax: 568 9116 tölvupóstur: siks@itn.is Efni m.a.: Heimsmeistaramótið í Groningen Nordic Grand Prix mótið Guðmundar Arasonar mótið Lærið að flétta Rabb Frægt varð það á seinasta ári er tveir kirkjunnar þjónar hittust í heita pottinum í Sundlaugunum með allsérstæðum afleiðingum eins og menn muna. Sá sem þetta skrifar er tíður gestur í nefndum Sundlaugum og þar ber vissulega margt á góma í rabbi við kunningja, nema hvað! Þótt eitt slíkt á Laugarbakka milli jóla og nýárs valdi vart umróti í þjóðarsálinni líkt og hjá klerkunum, hefur það orðið mér umhugsunarefni í upphafi hins nýja árs 1998. Annar rabbenda er kunnur skákmeistari af eldri kynslóð og um- ræðuefnið framtíð Skákar við breyttar aðstæður. Honum létti mjög er ég gat frætt hann á því, að Skáksamband íslands hefði tekið við boltanum og myndi gefa blaðið út árið 1998 a.m.k., en eftir það yrði orðið nokkuð ljóst hvort yfirleitt væri grundvöllur fyrir útgáfu skáktímarits á Islandi. Báðir töldum við að þörfin væri brýn, en tómlæti skákmanna, þ.e. fáir kaupendur, myndi gera fjárvana samtökum útgáfuna óbærilega ef ekki yrði breyting þar á. Þar sem við erum báðir bjartsýnismenn og veðrið var yndislegt þennan dag vildum við ekki dvelja lengi við þann þanka, þótt sporin hræði vissulega, en talið beindist að efni "málgagnsins": Hvernig á efni skáktímarits að vera á tölvuöld, tíma gagna- grunna og "skákbeisa" (hvílíkt orð) - alnets sem varpar skákum beint úr höndum meistaranna heimshorna á milli, og annarra undra tæknialdar? Þeir sem keppnisskák stunda hafa margvelt sér upp úr nýjustu snilld meistaranna á stórmótum vítt og breitt um heimsbyggði- na löngu áður en prentvélar setja sömu snilld á pappír mánaðar- rits hér norður í höfum. Er það þá ekki úrelt þing að birta marg- ar skákir í hverju blaði með löngum skýringum? - og ef svo er, hvað má þá koma í staðinn til að fá skákunnendur til að flykkja sér um málgagnið? Ekki fundum við félagar á Laugarbakka óbrigðula uppskrift sem til vinsælda dygði. Við töldum þó ekki vitlaust að leita til lesenda um uppástungur og hugmyndir að efnisvali og er þeirri ábendingu hér með komið áleiðis. Við töldum þó frumskilyrði að blaðið kæmi út reglulega, því yrðu kaupendur að geta treyst! Hugmyndin er reyndar að Frh á bls. 29 SKÁK 3

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.