Skák - 01.02.1998, Side 6
Leifur H. Jósteinsson
fæddur 26. desember 1940
látinn 17. janúar 1998
Þótt dauðinn sé órjúfanlega
tengdur lífinu, hrökkvum við
ætíð við er hann heimtir sinn
toll. Dauði Leifs Jósteinssonar
kom því illa við þá mörgu
skákvini sem hafa ferðast með
honum um skáklendurnar
síðustu nær fjóra áratugina, en
hann var aðeins 19 ára er hann
árið 1960 vakti fyrst athygli
fyrir sigur á afmælismóti
Skákfélags Hafnarfjarðar.
Meðal keppenda á því móti
voru sterkir, þekktir skákmenn
frá Reykjavík, t.d. Lárus John-
sen, Björn Þorsteinsson og
Bragi Kristjánsson, en Leifur
sigraði sem sagt með yfir-
burðum, vann átta skákir og
gerði eitt jafntefli í níu umferða
móti.
Um framgöngu hans í mótinu
segir í Skák frá þeim tíma:
"Úrslit mótsins komu nokkuð á
óvænt — Leifur tók forystuna
strax í byrjun og hélt henni til
loka mótsins. Athyglisvert er
það, að Leifur er aðeins 19 ára
að aldri og má því mikils af
honum vænta í framtíðinni."
Skákin var því förunautur Leifs
frá unga aldri og gleðigjafi.
Hann efldi skáklíf á Fáskrúðs-
firði, þegar hann var kennari
þar, á æskustöðvunum á Pat-
reksfirði blés hann í glæðurnar
og hagsmunamálum skák-
manna lagði hann lið er hann
var kosinn í stjórn Skák-
sambands íslands árið 1984. Sá
sem þetta ritar minnist upp-
gangsáranna í skák á níunda
áratugnum er Leifur var gjald-
keri S.I. um sinn og ætíð
áræðinn og úrræðagóður, en
umfram allt skemmtilegur
félagi.
Ogleymanlegt er það þegar
4 SKÁK