Skák


Skák - 01.02.1998, Qupperneq 9

Skák - 01.02.1998, Qupperneq 9
Reykjavík þar sem lokamótið fór fram. Fjórtánda sætið á mót- inu var boðssæti og kom í hlut Finna, þar sem enginn Finni hafði unnið sér þátttökurétt í formótunum. Tólf af keppendunum voru stórmeistarar, og mótið í X. styrkleikaflokki og ljóst að hart yrði barist á Grand Hotel Reykjavík þar sem teflt var við hinar bestu ytri aðstæður. Það var enda eftir miklu að slægjast, þar sem verðlaun voru óvenjuhá á norrænan mæli- kvarða, 1. verðlaun t.d. 5.500 + 1.000 dalir auk fyrsta Bikar- meistaratitils Norðurlanda í skák. Hér var einnig teflt um Norður- landameistaratitilinn í skák þar sem stjórn Skáksambands Norðurlanda hafði samþykkt að mótið skyldi einnig teljast Skákþing Norðurlanda 1997 og voru þá 100 ár liðin frá fyrsta Norðurlandaþinginu 1897 í Stokkhólmi. Það var því strax nokkur spenna í loftinu er keppendur söfnuðust saman til að draga um töfluröð að kvöldi þriðju- dagsins 8. október. íslendingar áttu flesta fulltrúa í hópnum, sem annars leit þann- ig út: Þótt stig hafi litla merkingu þegar út í baráttuna er komið var þess vænst að baráttan um sigurinn stæði ekki síst á milli Norðurlandameistarans Curts Hansen og stigahæsta kepp- andans Jóhanns Hjartarsonar, en það kom strax fram í fyrstu umferðunum, að fleiri ætluðu sér stóran hlut en "2600-stiga- mennirnir". Þótt landarnir Hansen og Schandorff gerðu stutt áreynslulaust jafntefli í 1. umferðinni heyrði það til undantekninga og baráttan var í fyrirrúmi allt mótið. Það hefir orðið gleðileg breyting frá því er stórmeistarajafntefli tröllriðu húsum á stórmótum hér á árunum og áhorfendur hurfu sárleiðir heim eftir hverja umferð. Hér gerðust ævintýri í hverri umferð og það kunnu fjölmargir áhorfendur að meta. Ekki var langt liðið á mótið, er tveir keppenda höfðu skorið sig úr hópnum og fylgdust að umferð eftir umferð. Ef annar gerði jafntefli urðu lokin hin sömu hjá hinum, ynni annar gerði hinn eins og stóð svo allt til 12. umferðar og spennan var í algleymingi. Þetta voru Jóhann Hjartarson og Jonny Hector hinn sænski sem tefldi ákaflega hvasst og skemmti- lega. Eftir sex umferðir voru þeir félagar efstir með 5 vinn- inga og aðrir keppendur dregist Danirnir Lars Schandorff og Curt Hansen mættust í 1. umferð. Þeir urðu jafnir í 3. - 4. sæti 1. SM Curt Hansen Danmörku 'Bikarstig" 65.79 Elostig 2600 2. SM Jóhann Hjartarson Islandi 50.17 2605 3. SM Hannes H. Stefánsson Islandi 49.50 2545 4. AM Tiger Hillarp-Persson Svíþjóð 47.00 2445 5. SM Rune Djurhuus Noregi 39.72 2525 6. SM Einar Gausel Noregi 35.46 2540 7. SM Jonathan Tisdall Noregi 35.00 2480 8. SM Þröstur Þórhallsson Islandi 33.42 2510 9. SM Ralf Akesson Svíþjóð 30.93 2520 10. SM Helgi Ass Grétarsson Islandi 25.00 2475 11. SM Jonny Hector Svíþjóð 24.63 2470 12. SM Lars Schandorff Danmörku 20.89 2505 13. John Arni Nilssen Færeyjum 2315 14. SM Heikki Westerinen Finnlandi gestur 2410 SKÁK 7

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.