Skák


Skák - 01.02.1998, Qupperneq 10

Skák - 01.02.1998, Qupperneq 10
Frá mótsstað á Grand Hótel Reykjavík, en aðstæður voru mjög góðar verulega aftur úr. Danirnir Hansen og Schandorff og Hannes Hlífar koniu næstir með 3Vi vinning. Hannes dróst svo aftur úr á lokasprettinum en Danirnir héldu sínu þótt ekki nálguðust þeir þá Jóhann og Hector. I 7. umferð mættust þeir félagar og sviku ekki málstaðinn! Skák þeirra varð æsispennandi og líklega sú skemmtilegasta í mótinu eins og menn geta sann- fært sig um hér á eftir. Um stund virtist halla ískyggilega á Jóhann, en er púðurreyknum létti og sást til átta var ekki ástæða til að halda baráttunni áfram og samið um skiptan hlut. Eftir 11 umferðir voru þeir enn jafnir með 9 vinninga, en í 12. umferð náði Jóhann forystu með sigri á Westerinen meðan Hector gerði jafntefli við Schandorff. Oneitanlega stóð Jóhann betur að vígi í seinustu umferð þar sem hann hafði hálfs vinnings forskot og and- stæðingur hans Rune Djurhuus "léttari", a.m.k. á pappírnum en Curt Hansen, sem Hector átti að glíma við. Það kom enda í ljós að Curt Hansen, sem kominn var á skrið í loka- umferðum mótsins eftir fremur litlausa byrjun, vann sína skák örugglega meðan Jóhann gerði stutt jafntefli við Djurhuus. Jóhann Hjartarson sigraði því með glæsibrag á þessu fyrsta "Bikarmóti Norðurlanda" og varð um leið Skákmeistari Norðurlanda 1997. Hann hlaut IOV2 vinning og tapaði ekki skák einn keppenda. Nokkuð óvænt varð þannig Hector í öðru sæti með 9Vi vinning, en hann var vel að því sæti kominn, hann tefldi manna djarfast og tók ótrauður þá áhættu sem slíkri taflmennsku fylgir. Curt Hansen hefir vafalaust ætlað sér stærri hlut en tap gegn Jóhanni snemma móts og nokkur linkuleg jafntefli gerðu út um sigurvonir hans. Hinn Daninn Lars Schandorff var hins vegar í essinu sínu og lenti í 3.-4. sæti ásamt Curt Hansen með 8V2 vinning. Frammistaða Hannesar Hlífars Stefánssonar olli nokkrum von- brigðum, þótt 7 vinningar og 6.- 7. sæti hafi í raun ekki verið svo slæmt. Slysalegt tap gegn Westerinen dró hann mjög niður. Helgi Ass og Þröstur Þórhallsson náðu sér aldrei á strik og geta varla verið ánægðir með frammistöðu sína. Þröstur sem vanalega teflir mjög hvasst sættist t.d. á sjö jafntefli; það er ólíkt honum. Helga Ass virtist einnig vanta þann fítonskraft sem oft hefir einkennt taflmennsku hans. Frammistaða Norðmannanna kom ekki á óvart, nema helst dapurt gengi Tisdall. Eftir skjótan frama í fyrri mótum bjuggust menn við tilþrifum af Tiger Hillarp- Persson, en hann var heillum horfinn, vann aðeins eina skák og lenti í næstneðsta sæti, en John Arni rak svo lestina og var eins og lamb í úlfahjörð innan um alla titilhafana og "stiga- mennina", sem töldu hann skyldupunkt og þjörmuðu að honum í hverri skák. Hans hlutskipti var því ekki létt og galt hann greinilega reynslu- leysis síns, því að oft fékk hann traustar stöður sem andstæðin- garnir "sviðu" í lokin. Um nánari úrslit sjá meðfylg- jandi mótstöflu. Skáksamband Islands hélt 8 SKÁK

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.