Skák


Skák - 01.02.1998, Síða 22

Skák - 01.02.1998, Síða 22
vegar hvort verðlaunaféð myndi "mæta" á staðinn, en þegar til kom reyndist svo vera. A opnunarhátíðinni lýsti forseti FIDE því yfir að hann ætlaði að tryggja að mót þetta færi fram næstu 10 ár, með sömu verð- launafjárhæðum. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort og hvernig þessar yfirlýsingar ganga eftir. Þeir Islendingar sem áttu rétt til að taka þátt í mótinu voru Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Helgi Áss Grétarsson. Þeir tveir fyrr- nefndu höfðu öðlast réttinn á svæðamóti sem haldið var árið 1995, en Helgi Áss fékk keppnisrétt þegar hann varð heimsmeistari ungmenna árið 1994. Island var í hópi þeirra landa sem áttu flesta keppen- dur og í því efni skutum við hinum Norðurlöndunum ref fyrir rass því við áttum fleiri keppendur en hinar þjóðirnar samtals, því einungis Ulf Anderson og Curt Hansen komust í mótið frá frændþjóðum okkar. I fyrri kappskák fyrstu umferð- ar tefldi Margeir Pétursson með hvítu gegn Lembit Oll frá Eistlandi og upp kom katalónsk vörn. Margeir náði ágætri stöðu en Ollinn er ýmsu vanur og með nokkrum nákvæmum leikjum náði hann frum- kvæðinu. Á örlagaríku augna- bliki í skákinni missti Margeir af möguleika á að komast út í jafnteflislegt endatafl og tapaði skákinni um síðir. Á sama tíma gerði Helgi Áss átakalítið jafn- tefli með hvítu gegn spænska stórmeistaranum Miguel Illescas. Jóhann tefldi með hvítu við Sarunas Sulskis frá Litháen, sem er frægastur fyrir yfirlið í viðureign hans og Margeirs Péturssonar á Olym- píumótinu 1994. Byrjunin var uppskiptaafbrigði drottningar- bragðs þar sem Jóhann hrókaði langt og Litháinn hóf þegar peðasókn á drottningarvæng. Eitthvað lék hann þó ónákvæmt því Jóhann náði yfirhöndinni sem hann hélt þrátt fyrir að Sulskis fórnaði skiptamun til að flækja taflið. I úrvinnslunni urðu Jóhanni hins vegar á slæm mistök, sem gáfu andstæðingi hans kost á að fórna manni og ná þráskák. Síðari kappskák fyrstu umferð- ar var tefld 10. desember og höfðu allir Islendingarnir svart. Menn voru hæfilega bjartsýnir en staðráðnir í að berjast til þrautar. Margeir tefldi forn- indverska vörn en Oll tefldi vel og fékk yfirburðastöðu. Mar- geir sá því sitt óvænna og bauð jafntefli sem Olli þáði. Þar með var Margeir dottinn úr keppni. Helgi Áss sýndi hins vegar allar sínar bestu hliðar og tefldi eftir- farandi skák gegn Illescas. - Skýringar Helga Áss - Ulescas- Helgi. I einvígi þar sem eingöngu eru tefldar 2 skákir skipta taugar og góð sálfræði gríðarlegu máli. Ein helsta forsendan fyrir því að hafa stjórn á taugum sínum er góð líkamleg og andleg líðan. Þegar ég var að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið hóf ég að synda reglulega. Þetta hjálpaði mér mikið en það sem olli straumhvörfum í undirbúningi mínum voru fundir okkar Gunnars Eyjólfssonar leikara. Þó að við hittumst eingöngu nokkrum sinnurn veitti hann mér ómetanlegan innblástur og kraft. Sú ró og orka sem ég hafði yfir að ráða í eftirfarandi skák hefði ekki orðið til án hans aðstoðar. 1. d4 í undirbúningi mínum fyrir HM hafði ég einblínt á að laga byrjunarval mitt gegn 1. e4. Eg Úr keppnissalnum við upphaf heimsmeistarakeppninnar ískák 1997. 20 SKÁK

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.