Skák - 01.02.1998, Síða 25
Það var ekki fyrr en núna sem
ég náði að mynda mér heil-
steypta áætlun til að innbyrða
vinninginn. Staðan er enn
unnin en engu að síður var
mikilvægt að átta sig á helstu
markmiðum svarts. I fyrsta lagi
er ljóst að hvíti riddarinn má
ekki komast til f3 þar sem hann
færi svo til e5. I annan stað er
ljóst að svartur verður að halda
d-línunni í því augnamiði að
koma í veg fyrir að hvíti
kóngurinn komist til drottn-
ingarvængsins. I þriðja lagi á
svartur að fara að ýta drottn-
ingarvængspeðum sínum
áfram og mynda sér frípeð.
Eins og framhald skákarinnar
sýnir nær svartur fram þessum
markmiðum sínum.
42. Rbl Bd5
Valdar f3 reitinn og kemur í veg
fyrir að riddarinn komist þan-
gað. Jafnframt ryður hann
braut fyrir c-peðið.
43. Rc3 Bb3 44. Ke2 b4 45. Rbl
Bc4+ 46. Kel Bd5 47. Kd2 c4 48.
Bxb6 Kxb6 49. Ke3 c3 50. bxc3
Ba2 51. cxb4 Bxbl 52. Hf7 Ba2
53. Hf6 Hxf6 54. gxf6 Kb5 0-1
Þar með var Helgi kominn í
aðra umferð, flestum að
óvörum. Hann er hins vegar
frábær keppnismaður og virðist
alltaf ná sínu besta þegar mikið
liggur við. A meðan á þessu
gekk tefldu Sulskis og Jóhann
spánskan leik. Staða Jóhanns
var mjög þröng um tíma. Hann
náði síðan að létta á stöðunni og
vinna peð, en þeir yfirburðir
nægðu ekki til vinnings. Þeir
kappar þurftu því að tefla tvær
atskákir. I fyrri atskákinni
hafði Jóhann svart og tefldi
franska vörn. Eitthvað mistókst
byrjunin og Jóhann fékk hart-
nær tapað tafl. Hann reyndi að
klóra í bakkann og fórnaði loks
liði til að tryggja sér jafnteflið.
Fórnin var á misskilningi
byggð, en sem betur fór fann
Sulskis ekki besta leikinn og
skákin koðnaði niður í jafntefli.
Sulskis var síðan öllum lokið í
síðari skákinni.
Jóhann - Sulskis.
1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4.
g3 Bb4 5. Bg2 0-0 6. Rd5 Rxd5
7. cxd5 Rd4 8. Rxd4 exd4 9. Dc2
d6 10. 0-0 a5 11. e3 Bc5 12. b3
Df6 13. Bb2 Bf5 14. d3 Dh6 15.
Bxd4 Bxd4 16. exd4 Hac8 17.
Hael Df6 18. Dc3 b5 19. He3 b4
20. Dc4 Hfe8 21. Hfel Kf8 22.
Db5 Hed8 23. Hf3 He8 24. Hee3
Dg5 25. Dxa5 Bg4 26.HÍ4 Hxe3
27. fxe3 c5 28. h4 Dg6 29. dxc5
Bh3 30. Bxh3 Dxg3+ 31. Bg2
Dxe3+ 32. Hf2 Kg8 33. Dxb4 g5
34. Dg4 Dxc5 35. Dxg5+ Kf8 36.
Df6 Ke8 1-0
í aðra umferð mættu síðan allir
stigahæstu skákmennirnir, að
Gelfand og Karpov undan-
skildum. Andstæðingur
Jóhanns í þessari lotu var Hvít-
Rússinn Aleksei Aleksandrov,
mikill stöðuskákmaður og teflir
vörnina sérstaklega vel. Þrátt
fyrir sín 2660 elo-stig er
Aleksandrov þessi óþekktur á
Vesturlöndum, og mun hann
hafa fengið stigin á mótum í
gömlu austantjaldslöndunum.
I fyrri kappskák þeirra hafði
Jóhann svart og tefldi Nimso-
indverska vörn. Jóhann fékk
þrönga stöðu fyrir peð en Hvít-
Rússinn komst ekkert áfram og
í lokin var það Jóhann sem
gerði árangurslausar vinn-
ingstilraunir. A sama tíma
gerði Helgi Ass, sem stýrði
hvítu mönnunum, jafntefli
gegn hinum þrautreynda rúss-
neska meistara Jusupov, sem
nú teflir fyrir Þýskaland. I
síðari skák annarrar umferðar
gerði Jóhann stutt jafntefli við
Aleksandrov. Helgi Ass varðist
hins vegar með slavnesku
vörninni í annað sinn á mótinu.
I þetta skipti náði hann hins
vegar aldrei að jafna taflið og
tapaði um síðir og lauk þar með
þátttöku á mótinu.
Jóhann tefldi síðan atskákir við
Aleksandrov. Fyrri skákin þar
sem Jóhann hafði hvítt var
tíðindalítil og lauk með jafn-
tefli. Seinni skákin var hins
vegar æsispennandi. Jóhann
náði fljótlega að jafna taflið með
svörtu og náði betri stöðu.
Hann missti síðan af bestu
leiðinni og Hvít-Rússinn sem
tefldi vörnina vel og varðist
öllum hótunum. I jafnteflis-
stöðu hélt Jóhann hins vegar
áfram vinningstilraunum með
þeim afleiðingum að staða hans
hrundi og hann var að játa sig
sigraðan. Þar með lauk þátt-
töku Islendinga á þessu
heimsmeistaramóti.
I næsta tölublaði verður
umfjöllun um Heimsmeistara-
mótið framhaldið og kepp-
endum fylgt fram í heims-
meistaraeinvígið sjálft.
skák23