Skák - 01.02.1998, Page 28
Nær er Rúnar að tefla við Jens Christian, fjær er Jón Garðar í viðureign
sinni við John Arni.
óformleg móttaka í skákheimili
Havnar Telvinarfélag, sem var
gestgjafi okkar fyrir hönd
Talvsambands Færeyja.
A laugardaginn hófst svo
alvara lífsins með fyrri umferð
landskeppninnar. Skákstjóri
var Jákup Thomsen, sem lengi
hefur verið frammámaður í
skáklífi Færeyinga, m.a. for-
maður Talvsamband Föroya og
heiðursfélagi í Havnar
Telvingarfélag. Jákup þessi er
allra manna hressastur og ég
held að ég verði að gera honum
það til geðs að geta þess að
hann er "ungkarl" eins og þeir
segja í Færeyjum, þ.e.a.s.
piparsveinn á óræðum aldri.
Talsvert margir áhorfendur
komu til keppninnar eins og
jafnan áður, enda vekur hún
athygli á eyjunum og er fylgt
eftir með greinum í blöðum.
Þarna mátti meðal annarra sjá
"íslandsvininn" Eirík Jústinus-
sen, fyrsta formann Taflsam-
bands Færeyja. Eiríkur er mikill
áhugamaður um samskipti
þessarra grannþjóða, og tók
nokkrum sinnum þátt í lands-
keppninni á árum áður. Það er
skemmst frá að segja að þrátt
fyrir talsverða bjartsýni í her-
búðum færeyska liðsins máttu
þeir þola tap, 4-6, gegn Islandi
í þessari fyrri umferð.
Hér á eftir fara tvær skákir úr
fyrri umferð. I viðureign Gylfa
og Torkil er það Gylfi sem fær
betra út úr byrjuninni og vinn-
ur sannfærandi sigur eftir að
Torkil lenti í miklu tímahraki.
Hvítt: Gylfi Þórhallsson
Svart: Torkil Nielsen
1. e4e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 6. Hel
Rc5 7. Rxe5 Be7 8. Bxc6 dxc6
9. d4 Re6 10. Be3 0-0 11. Rc3
f6 12. Rf3 Bb4 13. Dd3 Bd7 14.
Bd2 Bxc3 15. Dxc3 He8 16.
Db3b6 17. He2 De7 18. Hael
Df7 19. Be3 Had8 20. h3 Rf8
21. Bf4 Be6 22. Da3 a5 23. b3
Hc8 24. c4g5 25. Bg3 h5 26.
Dcl Rg6 27. Dd2 Kf8 28. h4
gxh4 29. Rxh4 Rxh4 30. Bxh4
Kg7 31. Df4 Bg4 32. Ffxe8
Hxe8 33. Bxf6 Kg6 34. Dg5
Kh7 35. Hxe8 Gefið
Hvítt: Sigurður Eiríksson
Svart: Martin Brekká
Eftir frekar rólega byrjun nær
Sigurður undirtökunum. Mart-
in reynir að flækja taflið og
fómar peði í 22. leik. í 29. leik
kemur mjög vafasamur leikur
sem kostar hann mann. Eftir
þetta verður skákin mjög flókin
en Sigurður heldur ró sinni og
stýrir skákinni útí endatafl sem
hann vinnur af öryggi.
Einstök úrslit voru sem hér segir
Island Færeyjar
Jón Garðar John Arni % - ’/2
Rúnar Jens Christian y2 - y2
Gylfi Torkil 1-0
Þór Torbjörn y2 - y2
Sigurjón Eyðun y2 - y2
Smári Steintór 0-1
Sigurður E. Martin 1-0
Gunnar Flóvin 0-1
Sigurður I. Bernhard 1-0
Sverrir Haldur 1-0
6-4
26 SKÁK