Skák


Skák - 01.02.1998, Page 30

Skák - 01.02.1998, Page 30
30. Hxd8 Dxd8 31. gxh4 Dc8 32. Re3 Dcl+ 33. Kg2 Dxb2 34. Df5g6 35. Dg5 Dc3 36. Db5 Kg7 37. Dg5 Kh7 38. Db5 Kg7 39. Dg5 Rh5 40. Rf5+ Kg8 41. Re3 Dc7 42. Db5 Rf4+ 43. Kgl Rh3+ 44. Kfl Dxh2 45. Rdl Dhl+ 46. Ke2 Df3+ 47. Kel Rf4 48. Kd2 Kh7 49. Da6 Kg7 50. Dc4 Kg8 51. Db5 Re6 52. Db8+ Kg7 53. Dxa7 Dd3+ 54. Kcl Rd4 55. Re3 Dc3+ 56. Kdl Dal+ 57. Kd2 Db2+ 58. Kdl Rb5 Gefið Að umferð lokinni var farið beint í lokahóf á Hótel Hafnia í boði bæjarstjórnar Þórshafnar. Þar fór vel á með mönnum og vel gert við okkur bæði í mat og drykk. Formaður Taflsam- bands Færeyja, Jákup Mikkel- sen úr Klakksvík, hélt ræðu og þakkaði fyrir góða og drengi- lega keppni. Lagði hann mikla áherslu á hversu þessi sam- skipti væru Færeyingum mikil- væg, og að þeir hlökkuðu til að sækja okkur heim að tveimur árum liðnum. Var gerður góður rómur að máli hans enda trúi ég að allir viðstaddir hafi getað tekið undir þessi orð. Ekki er einungis að samskiptin á keppnisgrundvelli séu báðum þjóðunum til ánægju, heldur hefur líka myndast vinskapur milli manna sem treystur er og endurnýjaður með hverri heim- sókn. Bæjarstjóri Þórshafnar, Leivur Hansen, flutti einnig ræðu og tók undir með Jákup. Hann lét þess og getið að Þórshöfn og Reykjavíkurborg hygðu á ungmennasamskipti í náinni framtíð og taldi að þess- ar þjóðir ættu að reyna meir að tala sitt eigið tungumál hvor við aðra, því þegar allt kæmi til alls væri munurinn ekki svo ýkja mikill. Leivur lauk svo máli sínu með að afhenda Islendingum bikarinn ("steyp- ið") til varðveislu næstu tvö ár. Sigurður Eiríksson flutti þakkarræðu fyrir hönd Islendinganna og afhenti Havnar Telvingarfélag og Talvsamband Föroya sína bók- ina hvoru, Sögu Skáksambands íslands, 1. bindi eftir Þráin Guðmundsson. Veislunni lauk á miðnætti, eftir að hver íslenskur skákmaður hafði verið leystur út með gjöf, bókinni "Föroysk Telving í 20. öld" eftir Suni Merkistein. Mjög eiguleg bók og ítarleg, m.a. er Sigurður Eiríksson tekur við bikar- num úr bendi bæjarstjóra Þórshaínar Leiv Hansen. landskeppnum íslands og Færeyja gerð sérstök skil. A mánudaginn var á dagskrá sigling meðfram Vestmanna- björgum, ef veður leyfði. Og veðrið leyfði það svo sannar- lega, bjartviðri og gott í sjóinn. Vestmannabjörgin eru há og tignarleg og þar verpir urmull sjófugla. I lygnu veðri eins og var þennan dag, krækir skip- stjórinn fyrir dranga og siglir gegnum örmjó sund umlukt hömrum á þrjá vegu svo farþegar standa nær á öndinni af hrifningu. Ferðin tekur rúma tvo tíma og óhætt að mæla með henni við hvern þann sem á eftir að sækja Færeyjar heim. Hefð er fyrir því að íslenska liðið tefli hraðskák við það skákfélag sem er gestgjafi hver- ju sinni. Því lögðu menn enn leið sína í skákheimilið að kvöl- di mánudags, og tóku "bænda- glímu" við menn úr Taflfélagi Þórshafnar. Teflt var á tíu borðum og lauk viðureigninni með sigri íslendinga. A þriðjudaginn var ekki nein skipulögð dagskrá fyrr en um kvöldið, svo við hjónin fórum til Sandavágar í heimsókn til Friðgerð og Gutti Petersen, en þau hafa verið mjög virk í hlutverki gestgjafanna a.m.k. í síðustu tveimur landskeppnum í Færeyjum, auk þess sem þau sóttu Island heim 1995. Og þar sem veðurblíðan ætlaði engan endi að taka, hitinn víða 24°C, fórum við í alveg einstæða sjóferð til Gásadals, sem er fámennasta byggðin á Vágum. Gásadalur er ekki í vegasam- bandi, en nærri lá fyrir nokkrum árum að gerð yrðu göng þangað inneftir, og reyndar búið að leggja nýjan veg að fyrirhuguðum ganga- munna þegar hætt var við allt saman. Því er enn algengt að menn hreinlega gangi þarna 28 SKÁK

x

Skák

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.