Skák - 01.02.1998, Blaðsíða 31
eftir krákustíg yfir fjallið eða
fari sjóleiðina, en einungis er
hægt að lenda við "helluna" á
litlum bátum í lygnu veðri, því
engin er bryggjan. Um þetta
hefur verið gerð heimildarmyn-
din "700 meter fra fremtiden"
sem er ekki síður heimild um líf
fólksins þarna í fámenninu en
bjartsýni í vegagerð. Þegar við
höfum lagt að baki snarbrött
þrep upp hamravegginn blasir
við einstaklega fagurt dalverpi
þar sem þessi litla byggð kúrir
en fram af hamraveggnum
steypist hár og tignarlegur foss.
Allir sem vettlingi gátu valdið
voru úti við heyskap en gáfu
sér þó tíma til að spjalla við
okkur aðkomumenn og stilla
sér upp til myndatöku. Síð-
degis héldum við svo aftur
áleiðis til Þórshafnar, og nú í
boð í Norðurlandahúsinu á
þessu síðasta kvöldi okkar á
eyjunum. Þar var boðið upp á
færeyska rétti af hlaðborði og
þjóðlega dagskrá, leikna og
sungna. Rúsínan í pylsuend-
anum var svo færeyskur hring-
dans sem gestum bauðst að
taka þátt í. Sigurður Ingvason
slóst þar í hópinn sem fulltrúi
okkar, undir dyggri hand-
leiðslu Flóvin Næs, og treystum
við nú að hann æfi með okkur
sporin áður en til næstu
Færeyjaferðar kemur.
Guðmundur Arason
hf. Smíðajám
Skútuvogi 4,104
Reykjavík, sími 568 6844
Rabb frh. af bls. 3
blöðin verði átta á ári og komi
út í febrúar, mars, apríl og maí
og síðan í september, október,
nóvember og desember. Þetta
er að vísu fækkun um tvö blöð,
en nógu stór biti til að byrja
með.
Kaupfélag
Skagfirðinga
Ártorgi 1, 550
Sauðárkrókur,
sími 455 4500
Einnig töldum við mikilvægt að
fréttir og umfjöllun um skák-
mót yrðu að vera ferskar og
birtast helst í næsta blaði eftir
að mót fer fram. Lifandi nýjar,
stuttar fréttir og tilkynningar
frá taflfélögum þyrftu helst að
vera í hverju blaði. Þannig gæti
málgagnið þjónað sem
tengiliður milli félaganna og
skákmanna.
THafnar-
fjarðarbær
Strandgötu 6,
Hafnarfirði
Hampiðjan hf.,
Bíldshöfða 9, 112
Reykjavík, sími 567 6200
Loks töldum við ekki saka þótt
meiri léttleiki setti mark á
blaðið í framtíðinni. Við sáum
fyrir okkur að lesendabréf,
stuttar aðsendar greinar auk
nýrra fastra þátta gætu orðið
það krydd er fjölbreytni yki og
ekki myndu einstaka viðtöl og
svipmyndir skemma fyrir.
Er hér var komið vangaveltum
okkar hafði fjölgað á Laugar-
bakka. Þar var kominn alþing-
ismaður, fyrrum ráðherra og
velunnari íslenskra skákmanna.
í spjalli um heimsmeistara-
keppnina í Hollandi, varpaði
hann fram þessari spurningu:
"Hefir ekki "gengi" íslenskra
skákmanna sigið í seinni tíð?"
Spurningunni er hér með
varpað til lesenda auk þess sem
um hana verður fjallað í næsta
rabbi.
Þráinn Guðmundsson
Grímsneshreppur
Árnessýslu
Húsavíkur-
kaupstaður
Ketilsbraut 9,
Húsavík,
sími 464 1222
Menntaskólinn við
Hamrahlíð
Reykjavík, sími 568 5140
íslenskir
Aðalverktakar hf.
Keflavíkurflugvelli
Vatnsveita
Reykjavíkur
Eirhöfða 11,112 Reykjavík,
sími 569 7000
SKÁK 29