Bæjarblaðið Jökull - 16.08.2007, Síða 7
Eins og vígvöllur
Greinilegt er að betur
hefur gengið hjá kríunni að
ná í æti í sumar en á síðásta
ári, himininn er hvítur af
kríum þegar ekiö er á milli
Hellissands og Rifs, allir
melar og vegkantar eru
þaktir af bústnum ungum
sem bíða eftir því að for-
eldrarnir færi þeim síli eða
annað í gogginn. Því miður
er einnig mikið af ungum
sem halda til á veginum og
eru seinir til flugs, ef ekki
er ekið varlega er hætt við
að ekið sé á ungana. Greini-
legt er að einhverjir skeyta
ekki um að hægja á þegar
ekið er þennan stutta kafla
sem undirlagður er af
kríunni því að vegurinn er
eins og vígvöllur, þó að
vegfarendur séu að tína
upp hræin þá er ástandið
orðið eins daginn eftir.
Það lengir ekki ferðina
um margar mínútur þó að
hægt sé á ferðinni á milli
Rifs og Hellissands þennan
tíma sem ungarnir eru sem
mest á veginum. Það verður
að hafa það í huga að krían
er einkennisfugl Snæfells-
bæjar og því dapurt að
ferðamenn og aðrir þurfi
að horfa upp á þessi dráp á
fuglinum. Hægjum á og
hlífum kríunni.
#KÆLIVERehf
T
S:530-3100
heimsókn í
Gamla Rif
Heimilisfólk Jaðars skelltu
sér á kaffihúsið Gamla Rif í
júlí og gæddu sér á heitu
súkkulaði og tertum. Sævar
Friðþjófsson mætti með
nikkuna og spilaði nokkur
lög. „Lóan er komin" var fyrs-
ta lagið sem hann spilaði og
sagði hann íbúm Jaðars og
öðrum gestum að þetta hefði
verið uppáhalds lag föðurs
síns sem hann hefði oft
sungið fyrir þau börnin. Væri
þetta í fyrsta skipi sem hann
spilaði þetta lag á nikkuna
sína í gamla eldhúsinu henn-
ar mömmu. Að sögn gesta
var þetta mjög notaleg og
skemmtileg stund.
Vöruafgreiðsla að Norðurtanga 1
Simi 431 5613 - 895 5613 - 899 5613 - 899 5624 - netf. vorur@simnet.is
^Aialflutningar
Vöruafgreiðsla að Skútuvogi 8^
Við útvegum akstur innanbæjar í Reykjavík
Ferðir alla virka daga frá Norðurtanga 1 í Snæfellsbæ kl. 10
og frá afgreiðslu að Skútuvogi 1 í Reykjavík kl. 17
Strandganga
Nú er um að gera að drífa
sig í góða gönguferð áður en
haustið leggst að. Síðasta
skipulagða ferð sumarsins á
vegum Þjóðgarðsins Snæ-
fellsjökuls veður farin laug-
ardaginn 18. ágúst kl. 11.
Gengið verður með strönd-
inni um stórbrotið hraun á
milli Skálasnagavita og Beru-
víkur. Sæmundur Kristjáns-
son verður leiðsögumaður
og mun fræða okkur um
mannlíf og búskap í Beruvík
og fuglalíf og nytjar í bjarg-
inu. Gangan er 3. áfanginn af
6 í göngu eftir endilangri
strönd þjóðgarðsins. Ferðin
tekur um 5-6 kl.st og mikil-
vægt er að vera í góðum
skóm og með nesti. Hist
verður við afleggjarann út á
Öndveróarnes klukkan
10:45. Fólk verður ferjað til
baka frá Beruvík að göngu
lokinni.
Þjóðgarðurinn Snæfells-
jökull