Alþýðublaðið - 22.02.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.02.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLiAÐiD Blekkingar auðvaldsins i kaupmálinu. i gær gerði „Mgbl.“ mér þann heiöur að kalla mig „bolsivíka", og er ég blaðinu þakklátur fyrir, að það bendir þeim fáu verka- m'önnum, sem enn lesa það, á mig sem einn þeirra manna, sem drengilegast hafa barist fyrir bættum kjörum alþýðu um heim allan. En líklega hefir blaðið gert þetta óviljandi, því að greinin er að öðru leyti svo full af blekking- um og ósannindum, að furðu gegnir. Blaðið segir, að með 125 aura tímakaupi hafi verkamenn 6428 kr. árslaun. Annaðhvort hefir blaðið fundið upp nýja margföldunar- aðferð, sem auðvaldinu er ætlað að nota framvegis, eða þá, að nu á að fara að breyta gangi himin- tunglanna og lengja þannig árið. Með 11 borguðum vinnustundum á dag er dagkaupið kr. 13,75. Ef árslaunin eiga að verða kr. 6428 með kr. 13,75 dagkaupi, þá verður að lengja árið svo, að í því verði 467,5 virkir dagar, og auk þess yrði „Mgbl.“ að ábyrgjast verka- mönnum, að enginn virkur dagur félli úr hjá þeim alt þetta langa ár.- Þá gerir blaðið mikið úr því, að við, sem vorum í samninganefnd „Dagsbrúnar", höfum heimtað, að sama kaup og verið hefir héldist óbreytt, en auk þess fengju með- limir „Dagsbrúnar“ ýms sérrétt- indi. Annaðhvort lýgur blaðið hér vísvitandi, eða atvinnurek- endur hafa logið að því móti betri vitund. Við settum fram nokkrar kröfur fyrir hönd umbjóð- enda okkar, en þær kröfur voru allar þannig vaxnar, að það kost- aði atvinnurekendur ekki einn einasta eyri, þótt þeir hefðu geng- ið að þeim. Þrátt fyrir það sögð- um við skýrum orðum við þá, að ef þeir gengju að kröfum þessurn, myndum við mæla með einhverri lækkun á kaupi, en hve mikil hún yrði, færi eftir því, hvað miklu þeir vildu sinna af kröfunum. Annars er það sýnilegt á allri frainkomu atvinnurekenda í þessu kaupnráli, að þeir hafa enga samninga viljað, heldur er ósk þeirra um samninganefnd af „Dagsbrúnar“ hendi að eins til þess að kasta ryki í augu manna og til þess að reyna að láta líta svo út, sem verkamenn eigi sök- ina á því, að ekki hefir gengið saman. Þeir gera nú sama tilboð- ið, sem þeir vissu að „Dagsbrún" var búin að hafna, og vissu því fyrir fram, að slíkt var með öllu þýðingarlaust að bera upp í fé- laginu aftur, að minsta kosti nema því að eins, að eitthvað kæmi í móti frá þeirrá hendi. Þó neita þeir að ganga að nokkurri gagn- kröfu verkamanna. Af þessu er það ljóst hverjum manni, að allar svo kallaðar samningaumleitanir atvinnurekenda voru að þessu sinni blekkingar einar, gerðar til þess, að þeir síðan gætu þvegið hendur sínar og skelt skuldinni yfir á verkalýðinn. En þeim verð- ur ekki kápan úr því klæðinu; verkamenn eru farnir að þekkja þá svo vel, að þeir þurfa ekki að sjá nema eitt grátt hár gægj- ast út undan gærunni til þess að þekkja, að þar undir býr úlfur, en ekki lamb. Að lokum bið ég alla verka- menn að vera vel á verði og gera stjórn „Dagsbrúnar“ við vart þegar í stað, ef þeir verða varir við, að gengið sé á rétt þeirra í nokkru. Enn er kaupið óbreytt, og ég heiti á alla góða drengi að standa fast saman og sjá svo um, að það breytist ekki á næst- unni, að minsta kosti ekki til hins verra. 20. febr. 1926. Arsœll Sigurdsson. Alpingi. Neðri deild. Þar var á lgd. frv. um kynbæt- ur hesta afgreitt til e. d., stj.- frv. þremur, komnum úr e. d., um happdrætti og hlutaveltur, um myntsamning Norðurlanda og raforkuvirki, vísað umræðulaust til 2. umr. og allshn., frv. um almannafrið á helgidögum þjóð- kirkjunnar einnig vísað til 2. umr. og allshn., og frumv. frá Bern- harði um þjóðveg að fyrirhuguðu heilsuhæli á Kristsnesi við Eyja- fjörð til 2. umr. og samgöngu- málanefndar. Frv. um lokunartíma sölubúða og rakarastofa var tekið út af dagskrá, vegna breytingartil- lögu frá Jóni Kj. og B. Líndal um að undanþiggja konfektbúðir lokunarskyldunni, og sömuleiðis þær vinnustofur, þar sem eigand- inn sjálfur eða fjölskylda hans annast alla afgreiðslu. Efri deild. Þar var frv. um löggilta endur- skoðendur afgreitt umræðulaust til n. d. Ný frumvðrp. Þeir Magnús dósent og Jak. Möller bera aftur fram frv. um afnám húsaleigulaganna, eins og þeir gerðu í fyrra í félagi við Bjarna frá Vogi. Þá dagaði það uppi í efri deild. Nú vilja þeir heimila að segja húsnæði upp frá 1. okt. að hausti: Það yrði auð- vitað til þess, að fjöldi fólks, eink- um barnafjölskyldur, yrði hús- næðislaust undir veturinn. Magn- ús dósent sagði á þinginu í fyrra, að hvorki myndi verða tákn á sólu né tungli, þó að húsaleigu- lögin væru afnumin. Kjósendurnir, sem hann reynir nú aftur að svifta þessari lögvernd, þurfa í tíma að gera honum og Jakobi skiljanlegt, að þetta háttalag þeirra kunni að verða fyrirboði annars tákns, sem þeim mun þykja öllu lakara en hitt, þess, að alþingi verði losað við þá báða við næstu kosningar. Jóhann Jósefsson flytur frv. um bæjargjöld í Vestm.eyjum; sem sé 40 aura fasteignagjald af hverjum 100 kr. virðingarverðs. Þegar leigjendur hafa umráð eignanna, er þeim ætlað að greiða gjaldið. Frv. ákveður dráttarvexti af gjald- inu og einnig af gjöldum til hafn- arsjóðs Vestmannaeyja. — Eggert Pálsson flytur þingsál.till. um fyr- irhleðslu fyrir Þverá í Rangár- þingi eða brú á hana ella. Um dagiifiia og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, Sínii 179. Næturvörður er þessa viku í lyfjabúð Reykja- víkur. Fiskiþinginu var slitið á laugardaginn var eftir 15 daga setu. Afgreiddi það 14 mál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.