Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1982, Blaðsíða 8
háskólanum, en lauk ekki prófi. Hann fór síðan á flakk um
heiminn og kom víða við. Hann fór í gullleitarleiðangur til Hond-
úras, fór á sjóinn og gerðist háseti á fraktskipum og sigldi bæði
til Evrópu og Afríku. Heim kom hann á ný og settist að í
knæpunni hjá Kobba Klerki (Jimmy the Priest’s) í New York og
kynntist þar úrhrökum amerísks þjóðfélags og nýtti sér það and-
rúmsloft síðar í verkum á borð við Anna Christie og The Iceman
Cometh, og þar var það sem hann, i'ullur svartsýni, reyndi að
fremja sjálfsmorð. Þá tók faðir hans hann með sér í leikferðirnar
og starfaði hann þar bæði sem sviðsmaður og aukaleikari. En
fljótlega hellti hann sér á ný út í ævintýrin og hélt til Buenos Aires
þar sem hann lifði flækingslífi og svaf þá ýmist á bekkjum í al-
menningsgörðum eða á ströndinni. En heim komst hann enn á ný
frá göturæsum Buenos Aires og enn starfaði hann í leikflokki föð-
ur síns og dvaldist á sumrum í New London þar sem hann starfaði
eitt sumarið sem blaðamaður á bæjarblaðinu. (Faðir hans borgaði
reyndar launin hans, en um það vissi enginn neitt nema ritstjórinn
og James gamli O’Neill. Oðruvísi var enga vinnu fyrir strákinn að
hafa). Og það var á einu af þessum sumrurn í New London að
Eugene kvefaðist illilega og fékk upp úr því berkla og varð að fara
á heilsuhæli. Það var haustið 1912, sama ár og Dagleiðin langa á
að gerast. Það var síðan á heilsuhælinu að hann hóf fyrir alvöru
að skrifa og undbúa lífsstarfið, því þar las hann kerfisbundið alla
klassísku leikina og allt til nýskapandi höfunda samtímans, allt frá
Æskílosi og Sófóklesi til Strindbergs og Shaw. Strindberg varð sá
leikritahöfundur sem mest og varanlegust áhrif hafði á leikskáldið
O’Neill. Þess ber reyndar einnig að geta að hann var orðinn í
meira lagi bókhneigður áður en berklarnir bundu hann við
heilsuhælið, því hann fylgdist mjög vel með öllu því nýjasta og
„hneykslanlegasta” í bókmenntum samtímans. Þannig haföi hann
þegar lesið Friedrich Nietzsche, og þá einkum „Also sprach Zara-
thustra", en sú bók fylgdi honum allt lífið, og hann hafði lesið
Oscar Wilde, Charles Algernon Swinburne, Charles Baudelaire í
vondum þýðingum Arthur Symonds, Ernest Dowson og Dante
Gabriel Rosetti, svo einhverjir séu nefndir.
Allt það sem hér að ofan er skráð hljómar kunnuglega er við
horfum á meistaraverk O’Neill, Dagleiðin langa inn í nótt, enda
augljóst og margumrætt að leikritið er í meira lagi sjálfsævisögu-
legt. Þegar lesin er besta heimildin um líf O’Neill, tveggja binda
ævisaga leikskáldsins eftir Louis Sheaffer, kemur í ljós hversu
6