Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1982, Qupperneq 12
fyrirgefningu í A Moon for the Misbegotten, og föður sínum og
fjölskyldu í Dagleiðinni löngu. Tvö eldri handrit að Dagleiðinni
löngu vitna um þetta, því þar eru miklu grimmilegri og heiftúðugri
gerðir leiksins. Ef til vill má segja að hér sé hinn persónulegi til-
gangur verksins, sá tilgangur sem sektin og ástarhatrið studdu, en
þá er ekkert minnst á tilgang listamannsins sem hefur þörf fyrir
að túlka sína tíð og sitt fólk og miðla um það boðskap.
Það er athyglisvert að leikritið gerist árið 1912, en árin frá alda-
mótum til fyrsta heimsstríðs eru einhver mesti bjartsýnistími sem
Bandaríkin hafa upplifað, en hinsvegar er verkið samið árið 1940,
í svartnættinu á öðru ári heimsstyrjaldar og í dögun nýrrar aldar
ógna og gereyðingarmöguleika. Og það var á sama tíma að
O’NeiII var að reyna að setja saman flokk níu leikrita um
ameríska fjölskyldu og sögu hennar allt frá sautjándu öld til sam-
tímans. Hann lauk aldrei þessu verki og aðeins eitt þessara leikrita
er til heilt, en það er A Touch of the Poet, en hins vegar hætti
hann að vinna við þá stóru hugmynd og settist við að semja Dag-
leiðina löngu og það má einmitt segja að í Dagleiðinni Iöngu krist-
allist yfirlýstur tilgangur leikskáldsins með níu leikrita flokknum.
I blaðaviðtali var hann eitt sinn spurður um leikritaflokkinn stóra
og svar hans má hæglega tengja Dagleiðinni, sem og raunar öðr-
um verkum frá síðasta skeiði hans, verkum eins og The Iceman
Cometh og Hughie. Hann sagði: „Eg er að vinna eftir þeirri
kenningu að í staðinn fyrir að vera best heppnaða land í ver-
öldinni, séu Bandaríkin tákn um stærstu mislukkun í veröldinni
. . . Þau fengu allt í arf, meira en nokkur önnur þjóð . . . Helsta
hugmynd þeirra er sá eilífi Ieikur að reyna að öðlast sál sína með
því að eignast eitthvað utan við hana og glata þannig sál sinni og
einnig því sem er utan við hana. Petta var eiginlega miklu betur
orðað í Biblíunni, við erum augljósasta dæmið um „Því hvað stoð-
ar það manninn, að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu
sinni?“ Ef við skoðum þessa grimmilegu fullyrðingu í ljósi Dag-
leiðarinnar löngu sjáum við að verkið er meira en túlkun á eigin
lífi og reynslu höfundar og þá um leið túlkun á lífi og reynslu allra
manna, það er listræn umfjöllun um ákveðið samfélag á ákveðnum
tíma, sem e.t.v. speglar öll samfélög á öllum tímum, það er listræn
umfjöllun um fjölskyldu og verður um leið umsögn um fjöl-
skyldur, hvort sem það er kjarnafjölskyldan eða sú fjölskylda sem
ein þjóð er, fjölskylda þjóðanna eða þá mannkynsfjölskyldan.
Á.l.
10