Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1982, Side 22
Frumuppfærslan á
Dagleiðinni löngu inn í nótt
Allt frá því að Konunglega leikhúsið (Dramaten) í Stokkhólmi
sýndi leikritið Önnu Christie árið 1923, hefur það leikhús sýnt
O’Neillsérstakanáhugaogræktarsemiogvarðhonumsemhöfundiafar
mikils virði. Eflaust hafa vandaðar uppfærslur Dram-
aten á Strange Interlude (1929) og Mourning Becomes Electra
(1933) orðið þungar á metunum er O’Neill voru veitt Nóbelsverð-
launin árið 1936. Það var stuttu eftir að Karl Ragnar Gierow varð
listrænn stjórnandi leikhússins árið 1951, að Lars Hanson leikari
(sem hafði leikið í Strange Interlude, Mourning Becomes Electra
og Desire Under the Elms í uppfærslum leikhússins og lék síðan
fyrstur hlutverk föðursins í Long Day’s Journey Into Night) sagði
honum eftir Lillian Gish, mótleikara sínum í nokkrum þöglum
Hollywood kvikmyndum, að O’Neill væri búinn að semja nýtt
stórverk sem væri sennilega með bestu leikritum hans. f>að var svo
fyrir tilstilli Dag Hammarskjöld, sem þá var orðinn aðalritari Sam-
einuðu þjóðanna, að Gierow hitti Carlotta O’Neill, ekkju
leikskáldsins. Haustið 1955 kom Gierow til baka til Stokkhólms
með handrit að tveimur áður ósýndum leikritum eftir O’Neill, en
það voru Long Day’s Journey Into Night og Hughie. I New York
hafði Gierow varið miklum tíma með Carlotta O’Neill og þá hafði
hún upplýst að ein af síðustu óskum Eugene O’Neill hafi verið að
Long Day’s Journey Into Night yrði fyrst sýnt á Dramaten í
Stokkhólmi og hann hafi ennfremur óskað þess að höfundarlaun-
unum yrði varið til þess að stofna sjóð til styrktar ungum leikurum
við leikhúsið.
Eftir frumsýninguna í Stokkhólmi, þann 10. febrúar 1956,
skrifaði Carlotta O’Neill Gierow bréf: „Þeim mun lengur sem ég
Iifi, þeim mun furðulegra finnst mér lífið. Til dæmis 1954 þegar
þú varst að leita að mér og ég var að leita að þér, án þess þó
að vita að hverjum ég væri að leita. Þá var það Dag Hammarskjöld sém
fann mig-það varþessi reyndi samningamaðursem kom okkurí sam-
band-ogviðkomumstaðþvíaðþúogO’Neillogéghöfðumöllþaðsama
íhuga.“
20