Alþýðublaðið - 24.02.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.02.1926, Blaðsíða 1
¦-, y- Gefid út af Alpýðuflokknum 1926. Miðvikudaginn 24. febrúar. 47. tölublað. Mötmæli gegn ríkislðgreglu. 138 alþingiskjósendur á Seyðis- firði hafa sent alþingi mótmæli gegn því, að svo nefnd ríkislög- regla verði sett á stofn hér á landi. Mótmælaskjalið hefir verið lesið upp á alþingi. Erlend símskeytL Khöfn, FB.; 24. febr. , Norskir atvinnurekendur segja upp vinnusamningum. Frá Osló er símað, að atvinnu- rekendafélagið hafi sagt upp ýms- um samningum, sem útrunnir eru í marz-byrjun og snerta 40 000 verkamenn í hvers konar heima- iðnaði. Mussolini rekur sig á páfann. Frá Rómaborg er símað, að af tilefni þess, að Mussolini ætli bráðlega að leggja fyrir þingið lagafrumvörp um kirkjumálefni, hafi páfinn lýst yfir því, að lög um slík málefni séu ógild, nema hann sjálfur samþykki þau. Áskorun til alþingis og stjórnar um að afnema nú pegar áfehgisverzl- unina á Siglufirði. 442 alþingiskjósendur í Siglu- fjarðarkaupstað hafa sent áskorun til alþingis og stjómarinnar um að afnema nú þegar útsölu á- fengisverzlunarinnar á Siglufirði. Áskorunin hefir verio lesin upp á alþingi. Hafþór, isfirzki linubáturinn, kom inn í gærkveldi. „Á útleið" Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld í annað sinn sjónleikinn „Á útleið" eftir Sutton Vane. Að- alefni sjónleiksins er ferð nokk- urra manna á skipi frá þessu Hfi yfir í annað líf. Leikritið er fyrir margra hluta sakir eitt hið allra merkasta, er sýnt hefir verið á ís- lenzku leiksviði. Abalhugmynd þess er einstök í sinni röð og ber vott um mikinn frumleik og hug- sæisgáfu höfundar. En auk þéssa er meðferð leikendanna á hlut- verkum þeirra yfirleitt svo jafn- góð, að sjaldan mun betur hafa tekist hér, og sama er um út- búnaðinn á leiksviðinu að segja. Alþýðublaðið mun geta sjón- leiks þessa nánara innan skamms. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Ólafur Þorsteinsson, Skólabrú, sími 181. St. „ípaka". Skemtifundur í kvöld. Jarðarför Sigurðar Sigurðssonar, ráðunaut- ar, fór fram í dag. ísfiskssala. Apríl seldi afla sinn i fyrra dag fyrir 1270 sterlingspund ög Snorri goði í gær fyrir 1394 sterlingspund, 1400 kassa. Leiðrétting. Með jöfnum atkvæðum, en ekki „ölluin", féll í bæiarstjórninni til- lagan um að undanþiggja kirkjur húsagjaldi. Gyllir, hinn nýi togari Sleipnisfélagsins, kom í gær frá Þýzkalandi. Er hann mjög vandaður að sögn og hið ásjá- legasta skip. Skipstjóri verður Ing- var Einarsson, áður skipstjóri á Glaði. Veðrið. Hiti mestur 5 st.; minstur 0 st. Átt suðlæg eða austlæg. Stormur í Vest- mannaeyjum og hvassviðri í Grinda- vík. Annars staðar lygnara. Djúp loftvægislægð við Suðvesturland og önnur við Suður-Grænland. Veður- spá: Sunnanátt eða suðvestan,. hvöss á Suður- og Vestur-landi. Hryðju- veður. Allhvöss suðlæg átt og úr- koma á Austur- og Norður-landi. 1 nótt útsynningur. Togararnir. Jón forseti kom frá Englandi í gær. Hafði hann kastað vörpu úti fyrir Dyrhólaey og fékk þar 6 poka af porski í einum drætti. Maí er væntanlegur af veiðum bráðlega1: Gullfoss fer til Vestfjarða kl. 12 i nótt. Skip seld. Nýlega voru tvö skip seld á upp- uoði, gufubáturinn Anders fyrir 22 pús. og 700 kr. og m. b. Olfur fyrir 16 700 kr. Veghefill. Svo er kallaður vélarvagn (mótor- vagn), sem vegamálastjórinn hefir keypt frá Noregi og hafður er til að slétta ójöfnur á vegum. Hefir hann nýlega verið reyndur á veg- inum hér fyrir austan Reykjavík og virðist gefast vel. Dagsbrúnarmenn! Berið félagsmerki yðar ávalt, er þið vinnið við höfnina. Látið engan vinna með ykkur, sem stendur utan við samtökin. Félagið stendur öllum verkamönnum opið. Notið merkið til þess að sýna ut- anfélagsmönnum, að það sá skaði að vera ekki í félaginu. Meðan þið gerið það ekki, eruð pið áhrifalaus- ir við hftfnina. Ykkur er í Iófa lagið að fá alla hafnarverkamenn í félagið, ef pið að eins eruð samtaka. Félagi nr. 1256. Ttl mtnnis. Þeim, sem glata tækifærinu, fá guðirnir eigi h]álpað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.