Alþýðublaðið - 06.03.1926, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 06.03.1926, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAu D Þlsighneyksli. Neðri deild alpingis sampykkir 150 púsund kröna gjöf úr ríkis- sjóði til íslandsbanka og »Kár a“ -f élagsins. íhald, „Framsókn“ og „Sjálf- stæðið" sáluga taka hönd- um saman undir forustu Jóns Þorlákssonar. Svo sem sagt hefir verið frá hér í blaðinu sendi botnvörpunga- hlutafélagið „Kári“ betliskjal til alþingis, þar sem það bað um, að 2. veðréttur, sem ríkissjóður á í togurum þess, til tryggingar 5 000 sterl.pd. ábyrgð hans fyrir félagið, þoki fyrir veðrétti, er ís- landsbanki á. Pað er tekið fram í greinargerð fjárhagsnefndar n. d., þar sem hún mælir óskift með þessum „góðgerðum", að bank- inn hafi neitaÖ félaginu um rekstr- ar-Ián, nema hann fengi þenna veðrétt frá ríkissjóði. Islands- banki sér þarna leik á borði að láta „Kára“ betla handa þeim báð- um! í sameiningu. Það, sem „Kári“ kynni síðar að geta leyst út af 2. veðrétti, — það fái fslands- banki upp í sitt lán, áður en ríkissjóður fær nokkuð greitt af þeirri skuld, er félagið stendur í við hann. Þetta er því a. m. k. engu síður, heldur fremur, gjöf til íslandsbanka en „Kára“-félags- ins. Svo, þegar til þingsins kom, réri Jón Þorláksson, sjálfur fjár- málaráðherrann, í fjárhagsnefnd- ina og fiskaði vel. Hún varð öll við óskum hans og mælti með gjöfinni. Kom svo málið til um- ræðu og atkvæðagreiðslu i n. d. Þar flaug það til síðari umræðu. Þá þótti Jóni Þorlákssyni svo mikið liggja við, að deildin væri fljót að samþykkja þetta smáræði, að hann óskaði, að síðari um- ræða væri þegar hafin. Var þá fundur settur að nýju, og gekk gjöfin greiðlega, enda var þeim þingmönnum, sem ekki voru eins ákafir og Jón, enginn frestur gef- inn til umhugsunar. Af nafna- kallinu, sem prentað hefir verið í þingfréttum blaðsins, getur al- þjóð séð faðmlög stóru þingflokk- anna um málið. Það upplýstist undir umræðun- um, að „Kára“-félagið skuldar rík- issjóði enn fremur 42 þúsund kr. i tekjuskatti, sem talinn er ófáan- legur. Hvernig myndi þá hafa far- ið, ef félag þetta hefði átt að greiða tekjuskatt góðs aflaárs að nokkru leyti eftir eitt eða tvö aflaleysisár, eins og Jón Þorláks- son og íhaldsþingmenn n. d. vildu lögleiða í fyrra? Ætli þau hefðu þá ekki orðið nokkuð mörg, fé- lögin, sem hefðu komist undan skattgreiðslunni, þegar nægtir góðu áranna voru komnar þang- að, sem ríkið náði ekki í þær? — Alþýðublaðið telur óþarft að svara svo auðleystri spurningu. Það vita allir hugsandi menn, sem vita vilja. Jón Þorláksson telur „Kára“-fé- lagið geta stungist á kollinn í vor þrátt fyrir veðréttargjöfina, en þá er það íslandsbanki, sem fær þær reitur, sem ríkinu báru ella, hvort sem þær yrðu nú miklar eða litlar. Með þessu fordæmi — þ. e., ef efri deild fer eins ad — er öðrum slíkum félögum gefið und- ir fótinn um, að reynandi sé að klifa eftir bökum þingmannanna upp í ríkissjóðinn. Og fslands- banki gæti reynt að nota sér að láta fleiri félög fara slíkar betli- farir, ef þessi gengur svona greið- lega. Eins er enn að gæta. Sumir af eigendum „Kára“-félagsins munu vera allvel stæðir um efni. Slik félög með takmarkaðri ábyrgð fá að hirða gróðann óáreitt, ef þeim gengur vel, og skifta honum ó- hindrað á milli hluthafanna. Þeg- ar aftur á móti illa gengur, þá sleppa þeir við að bera ábyrgð á félaginu nema að ákveðnum, skornum skamti. Skuldirnar eru þá gefnar upp, þ. e. velt yfir á aðra viðskiftamenn bankanna með hækkuðum vöxtum; tekjuskattur til ríkisins reynist ófáanlegur, og þar við situr, og stundum sleppur ríkissjóður jafnvel ekki svo vel, heldur láta forráðamenn hans hann leysa félögin út með fé- gjöfum. Hluthafarnir eru ábyrgð- arlausir og friðhelgir eins og kóngurinn. Það er svo sem ekki verið að reyta þá inn að skyrtunni. Ln sextugir menn, sem engri skuld hafa vælt af sér yfir á ríkið eða bankana, heldur unnið fyrir sér og sínum, á meðan þeir gátu, — peir mega missa réttindi sín og fara á sveitina. Meiri hluti þingsins legst ánægður á íhaldseyrað fyrir því. Svona er réttlætið og jafn- réttið undir því þjóðskipulagi, sem vér lifum í, og með þeirri ríkisstjórn og þingi, sem vér höf- um. Svonci er það. Leikfélag Reykjavikur. (Nl.) „Á útleið“, sjónleikur i þrem þáttum eftir Suiton Vane. Leikendurnir fara yfirleitt vel með hlutverk sín. Þó mun leik- rit þetta vera erfiðara til leiks en flest þau leikrit, er hér hafa verið sýnd. — Erfiðasta hlut- verkið, Tom Prior, ]eikur> Indiidi Waage. Fer honum það svo vel úr hendi, að varla hefðu aðrir gert það betur. Er það því lofs- verðara, sem Indriði er kornungur maður, en hlutverkið krefur glöggs og viðtæks skilnings á sálarlífi manna. Indriði sýnir það einnig með leik sínum í þessu hlutverki, að hann er óðum að losna við þá ágalla, er verið hafa á leik hans undanfarið. Annað veigamesta híutverkið, Scrubby, leikur Ágúst Kvaran. Leikur hans allur er heilsteyptur og öruggur. Hefir Kvaran með leik sínum í, þessu hlutverki skip- að sér á bekk með beztu leikur- unum, er Leikfélagið hefir átt á að skipa. Frú Soffía Kvaran leikur frú Cliveden-Banks. Er leikur hennar víðast ágætur, einkum þó í fyrri hluta sjónleiksins. Tekst henni vel að sýna skapgerðarbresti frúar- innar. Ef til vill er leikur hennar nokkuð ýktur á köflum, en þó er það eigi svo, að það geti talist verulegur galli á leik hennar. Gervi hennar er ágætt. Fridfinmir Gudjólisson leikur kaupsýslumanninn Lingley. Fer hann að venju vel með hlutverk sitt; þó er eigi laust við, að hann geri Lingley skoplegri en höfund- urinn hefir ætlast til að hann væri. Ungfrú Emilia Indridadóttir leikur frú Midget af miklum skiln- ingi og nákvæmni. Tekst henni sérstaklega vel að sýna hið barns- lega og óspilta hugarfar þessarar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.