Alþýðublaðið - 08.03.1926, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLA^ D
¥andræðamenn.
Hvað á að gera við pá?
Ma'ður nokkur var fyrir skömmu
iátinn laus, eftir að hann hafði
setið hér í fangélsi á annað ár
fyrir innbrotsþjófnað. Daginn
eítir var hann aftur tekinn fast-
ur inni í húsi hér í bænum fyrir
grunsamlega framkomu með
þjöfalykil. Rétt á eftir varð hann
sannur að þjófnaði. Var hann þá
enn handtekinn. Fyrst í stað var
hann í því ástandi, að hann var
ófær til yfirheyrsiu, en síðan ját-
aði hann á sig sökina. Situr hann
nú i gæzluvarðhaldi og bíður
dóms, sem óefað verður ný fang-
elsisvist. Hefir hann og eins fé-
lagi hans komist inn á þessa
vandræðabraut vegna ofdrykkju.
Er hann sjaldnast ódrukkinn,
þegar hann er laus.
Vessi maður er því miður ekk-
ert eínsdæmi. Lögreglan hefir
komist í kynni við marga vand-
ræðamenn, sem eru á sömu eða
svipaðri braut.
Það er efalaust, að flestir hafa
þessir vesalings menn byrjað á
þessum vandræðalifnaði vegna
illra áhrifa og ístöðuleysis, en
ekki fyrir mannvonzku sakír. Það
er talið sálfræðilega sannað, að
margir þeirra séu beinlínis sjúk-
íingar, vanþroska sálir, sem ekki
séu færir um að sjá fótum sín-
um forráð án sérstakrar hjálpar.
Því heilræði hafa ríkin þó lítið
viljað sinna hingað tii að veita
þeim þessa sérstöku hjálp. I stað
þess er leyft að hafa vín á boð-
stóium handa þeim og það jafn-
vel hér í bannlandinu, og það
eina, sem lögreglunni er leyft að
gera við þá, þegar þeir svo brjóta
lögin í ölæði eða af ístöðuleysi,
er að setja þá í fangaklefa, þar
sem þeir svo bíða þess dóms að
vera lokaðir þar inni í nokkrar
vikur, mánuði eða ár. Svo þegar
þeim er slept aftur, fer ærið oft
á sömu leið. Fangelsisvistin hefir
ekki þroskað þá, en stundum
þvert á.móti forhert þá og vakið
hjá þeim hatur tiL þjóðfélagsins
og laganna. Við slíku er líka að
búast. Það væri jafnvel undarlegt,
ef nokkur maður batnaði við það,
að vera lokaður ínn í klefa e. t. v.
um nokkurra ára skeið og þannig
rekinn út úr öllu mannlegu fé-
lagi.
Hvað á þá að gera við þessa
menn? Ekki dugir að sleppa þeim
lausum og lofa þeim að gera hvað
sem þeim lízt. Það væri heldur
ekki gott fyrir þá sjálfa. Bezta
ráðið tel ég vera að stofna handa
þeim hæli langt uppi í sveit, sem
sé heimili þeirra og verndarstað-
ur. Forstöðumaður þess verður að
vera tvent í senn, uppeldisfræð-
■ingur og sálsýkilæknir, en fyrst
og fremst þarf hann að vera á-
gætismaður, sem skilur, að þessir
veslingar eru líka menn, — en
þurfa sérstakrar aðstoðar við og
móðurlegs eftirlits. Hér á landi
tel ég líklegt að slíkt uppeldis-
heimili sé bezt set.t austur í miðri
Skaftafellssýslu. Þar í strjálbýl-
inu er hægara að lofa þessu fólki
að hafa talsvert frjálsræði án þess
að hætta sé á, að það strjúki í
burtu, heldur en víða annars stað-
ar. Heimilið verður helzt að vera
nokkuð langt frá öðrum bæjum.
Þá er auðveldara að sjá um, að
þessi „vandræðabörn“ kynnist
þeim einum, sem ekki þarf að ótt-
ast að hafi ill áhrif á þau. Þá
er og lítil hætta á, að þau verði
öðrum að meini. Vandræðamenn-
irnir, sem hér ræðir um, séu send-
ir a þessi heimili um óákveðinn
tíma í stað þess að dæma þá til
fangelsisvistar. Þegar forstöðu-
maðurinn álítur þá, hvern um sig,
nógu þroskaða til að dvelja inn-
an um annað fólk án sérstaks
eftirlits, þá sé þeim komið þang-
að, sem þeir óska að eiga heima,
ef það álízt fært og heppilegt,
eða þeim sé séð fyrir að geta
byrjað starf, sem er við þeirra
hæfi eftir atvikum.
Árangurinn veltur mest á for-
stöðumanninum. Hann verður í
senn að vera sérstakt góðmenni
og jafnframt mikilmenni, sannur
heimilisfaðir þessa fólks.
Slíka stefnu, sem hér er bent
á, parf löggjöf vor að taka á
þessu sviði.
Gudm. R. Ólafsson
úr Grindavík.
Atvinnuleysið i Noregi.
Tala atvinnulausra í Noregi hef-
ir aukist mjög í seinni tíð. Eru
þar nú um 45 000 menn atvinnu-
lausir.
Aipingi.
Þar var í fyrra dag 12 mínútna
fundur í n. d., en 16 mínútna í
efri deild.
Neðri deild
afgreíddi frv. um innflutningsbami
á dýrum (án leyfis) til e. d. Gæti
pað frv., ef að lögum verður, orðið
haft á stpfnun dýragarða, ef lögun-
tun yrði öheppilega beitt undir hlut-
drægri stjórn. Væri sjálfsagt nóg,
að dýralæknir mætti láta banna inn-
flutning frá sýkingarhættum löndum.
— Frumv. iim raforkuvirki og um
happdrætti og hlutaveltur voru tek-_
in út af dagskrá.
Efri deild.
Þar voru á dagskrá 5 mái. Fyrsta
málinu, um löggildingu verzlunar-
staðar við jarðfallsvík í Máliney,
var vísað til 2. uinr., þál.till. um
símasambandið við útlönd (samn-
ingurinn við „Mikia norræna") visað
til síðari umr. og samg.m.n. Um þál,-
till. um kaup á snjóbil, um heimild
til tilfærsiu á veðrétti ríkissjóðs í
iogurum h.f. „Kára", og uin leigu á
skipi tii strandferða voru ákveðn-
ar 2 umr. um hverja um sig
Ný frumvörp.
Landbúnaðarnefnd n. d. flytur frv.
um framlag, alt að 350 þús. kr.,
1il kæliskipskaupa „Eimskipafélags
islands". Er áætlað, að tiliagið
„samsvari verði sjálfs kæliútbúnað-
arins og þess hluta af skipsverðinu
sjálfu, er samsvarar lestarmagni því,
er fer forgörðum vegna kæliútbún-
aðarins," eftir því, sem stjórn Eim-
skipafélagsins gerir ráð fyrir. Auk
tillagsins gerir frv. ráð fyrir heimild
handa ríkisstjórninni til að ábyrgj-
ast lán fyrir félagið til skipsbygg-
ingarinnar gegn veði í skipinu
sjálfu. 1 bréfi Eimskipafélagsstjórn-
arinnar, sem með fylgir, ræðir um
skipsskrokk og vél eins og er á
„Goðafossi". „Virðist nefndinni rétt-
ast“ að hraða byggingu þess svo,
að það geti tekið til starfa að
öðru hausti. — Því verður þó víst
ekki gleyint um þetta skip að taka
fyrsta veðréttinn? Sjávarútv.n.
n. d. flytur frv. um, að á meðan
vöntun er á vélstjórum, sem tekið
hafa próf að íslenzkum löguin, megi
atvinnumálaráðuneytið veita þeim