Alþýðublaðið - 11.03.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.03.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. ■ Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; til kl. 7 siðd. : Skrifstofa á sama stað opin kl. ; QVa-lO'/s árd. og kl. 8—9 síðd. j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; (skrifstoían). j Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,00 á ; mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 : hver mm. eindálka. ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan j (í sama húsi, sömu símar). ; StjðrnarskiftinlNoregi Blöðin hafa flutt pær fregnir, að í noregi sé nýorðin stjórnar- breyting. Vinstristjórnin með Mo- winkel sem foringja, hefir vikið úr sæti, og er nú skipuð hrein hægrimannastjórn. MowinkeJ varð furðu paulsæt- inn í ráðherrastólnum. Stjórn hans hafði frá upphafi verið minni- hlutastjóm og setið milli tveggja elda. Hafði hún aldrei haft fleiri en um 40 af 150 að baki sér í þinginu. Við síÖustu kosningar (1924) gekk flokkur þessi enn meira saman, og ætluðu fáir vinstristjórninni iíf eftir pað. Vit- anlegt var það og, að hægrimenn fýsti í vöklin og töldu sér vísan stuðning bændaflokksins, sem háfði efist nokkuð við kosningarn- ar. Fengu þessir flokkar til sam- stns 76 fulltrúa eða rúman helm- ing þingsætanna. En alt fór þetta á annan veg en ætlað var. Bænd- ur reyndust tregir tii samvinnu um stjórnarmyndun. Og jafnaðar- rnenn sáu sér vitaniega engan hag í • því að steypa vinstristjórninni, eins og sakir stóðu. Niðurstaðan varð því sú, að Mowinkel sat áfram. En það, sem, öllu öðru fremur olli þessum úrslitum, var hneyksl- ismál eitt, er kom upp úr kafinu og dró njjög kjarkinn úr hægri- flokknum . Það vitnaðist, að foringi hægri- manna, Abraham Berge, fyrrum forsætisráðherra, hafði í stjórnar- tíð sinni kastað í eina bankahít- ina 25 milljónum króna að þing- inu fornspurðu og án vitundar þess, og ekki nóg með það. Hann haföi seinna knúið frarn í þinginu nýjar fjárveitingar til þessa sama banka án þess að láta hinna fyrri milljóna að nokkru getið. En þrátt fyrir alt þetta fór bankinn á höf- uðið, og alt komst upp. Sat nú Berge eftir með sárt ennið og varð að sæta þungum ákúrum fyrir athæfi sitt, jafnvel frá sin- um eigin flokksbræðrum. Lá við sjálft, að hann og félagar hans yrðu dregnir fyrir ríkisrétt. f hægri blöðunum sljákkaði mjög um hríð; bændur dróu sig i hlé, og stórræðahugur hægrimanna dignaði að mun. Stormhlaupið á vinstri stjórnina fór alveg út um þúfur. En síðan er mikíð vatn runnið til sævar og fariö að fyrnast yfir afglöpin, og nú hefir hægrimönn- um magnast svo móður, að þeir hafa tekið stjórnartaumana í sínar hendur. Það er eftirtektarvert, að Mo- winkel hefir látið af stjórn nú, enda þótt vantraustsyfirlýsing hægrimanna væri feld í þinginu. Bendir það á, að hann hafi gjarna viljað losna. Munu einkum tvær ástæður valda þvi. Önnur er sú, að eftir öllum líkindum að dæma dregur til stór- tíðinda í Noregi i vor. Nálega alla kaupgjaldssamninga milli at- vinnurekenda og verkamanna þarf að endurnýja. Eru þeir annaðhvort þegar útrunnir eða renna út smám saman fram eftir vorinu. Munu atvinnurekendur segja þeim upp öllum og láta skríða til skarar. Má þá búast við harðri rimmu. Mun Moudnkel telja það heppileg- ast fyrir vinstríflokkinn að standa utan við það stímabrak. Vinstrimenn hafa um mörg ár haft á stefnuskrá sinni lögbundinn gerðardóm í kaupdeilum. Það hefir þó ekki náð fram að ganga, því að bæði hægrimenn og jafn- aöarmenn hafa barist á móti. Hefir Mowinkel litist það vonlaust að fá slík lög samþykt á þessu þingi og þannig fá vandræðunum afstýrt. Því hefir hann kosið að létta af sér öllum vanda af kom- andi deilum. I nánu sambandi við þetta stendur "hin önnur ástæðan til, að stjórnin segir af sér. Nýjar kosn- mgár nálgast. Þær eiga að fara fram á næsta ári, og þegar stjórn pjóðarskútunnar gengur skrikkj- ótt, stendur ávalt sá flokkurinn, sem ekki hefir völdin, betur að vígi, þá er leita skal vilja kjós- enda. Vinstrimenn búast við vand- r,æðum á þessu ári, og þar verða þeir líklega sannspáir. Svo ætla þeir hinni nýju hægristjórn að greiða úr flókanum eða höggva á hnútinn, ef hann skyldi reynast óleysanlegur. Sjálfir ætla þeir sér að fiska f grugguðu vatni og mæta kjósendum sínum að ári alsaklausir og með hreinar hend- ur. Gæti þá svo farið, að þeim ykist fylgi. Þó er nú eftir að vita, hvort þær vonir rætast. Við þrennar síðustu kosningar hefir vlnstriflokkurinn í Noregi alt af verið að ganga saman. Þar get- ur komið, að þeir verði malaðir upp til agna á milli kvarnarstein- anna tveggja: auðvaldsins (hægri- flokkanna) annars vegar og verka- mannaflokkanna hins vegar. (Frh.) Allir verkamenn 9*->»8E«W8W* * í verkamannafélag! Eins og gaf að skilja, fauk í „Mogga“ út af grein okkar í Al- þýðublaðinu fyrir skömmu. Það hefir alt af verið og verður alt af auðvaldinu óþægileg tilhugsun, þegar bera fer meira en verið hefir á samtaka-skilningi verka- Iýðsins. Þegar verkalýðurinn fylk- ir sér undir merki stétta-samtaka sinna til að vinna bug á stétta- kúguninni og taka öflugri þátt í stéttabaráttunni en hann áður hefir gert, þá grípa valdhafarnir íastar um valdataumana, þrýsta pyngju sinni að brjósti sér og etja máltólum sínum á vinnandi stéttina. Eitt slíkt kast fékk dansk- íslenzka auðvaldið nú nýlega. Það sigaði hinum margþvælda fjölu- pabba gegn verkamannafélaginu „Dagsbrún". „Bardagaaðferð Bol- sjevikanna í Dagsbrún“ heitir grein hans í Mgbl. í henni tekur hann til meðferðar grein okkar, tekur upp nokkur aðalatriðin og leggur sínar meiningar í. Eitt hið allra voðalegasta, sem hann finn- ur út úr grein okkar, eru orðin: „og því verður strax í dag að hefja enn harðari baráttu gegn öílum, sem standa utan við sam- tökin,“ og út úr þessari setningu útmálar Valtýr verkamann með

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.