Alþýðublaðið - 11.03.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.03.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 3 blóðhlaupin augu mcö öxi um öxl í sífeldri leit að stéttarbróÖur, sem hann svo ætlar að láta kenna á biturleik axarinnar(!). Þannig meiningu leggur Valtýr í pessa setningu úr 'grein okkar, og ef til vill undrast pað enginn, því að flestir minnast pess, að „Mgbl.“- burgeisamir eru fúsir að hugsa til vopnanna. En vegna þess, að Valtýr hefir nú gefið okkur gott tækifæri til að minnast nokkuð nánara á starfsaðferðir okkar í þágu okkar eigin félagsskapar, sem við eigum að starfa fyrir án tillits til nokkurs annars, tök- um við eftirfarandi fram: Fram- vegis verður að hefja enn hárðari baráttu gegn öllum, sem standa utan við samtökin. Það er úti sá tími, þegar samtökum bundnir verkamenn þoldu það af stéttar- bræðrum sínum, að þeir stæðu ut- bn við stéttasamtökin. Stéttarbaáttan vex. Auðvaldið samþykkir nýja skatta á bak vinnandi stéttarinnar. Auðsöfnun vex hjá fáum mönn- um. Togarafélagið „Kári“ fer betliför til alþingis og biður um eftirgjöf á ábyrgð, sem landið lét félaginu í té. Togarafélögin sitja uppi með mikinn gróða; það er áreiðanlega skoðun landsmanna, að neðri deild alþingis hefdi átt að snúast ööru vísi í málinu en hún gerði. En við viljum leggja áherzlu á, að við því var ekki að búast. Alþingi er ekkert annað en framkvæmdamefnd auðvaldsins líkt og framkvæmdarstjóm í einu allsherjar-braskfélagi. Auðvaldið ræður lofum og lög- Um[ í landinu. Það er því ekki við neinu góðu að búast fyrir verka- lýðinn og fátæka bændur. Vinn- andi stéttin í landinu verður að gera sér það ljóst nú þegar, að alþingi, þ. e. auðvaldið, gerir aldr- ei neitt, nema það sé því í hag. Togaravökulögin samþyktu þeir vegna þess, að þeir græða á þeim. Það er hliðstætt því, þegar véla- maður ber áburð á vél sína til þess, að hún gangi betur. Þann- ig skoðar auðvaldið verkalýðinn að eins sem vinnuvél. Og alt af er þetta að aukast. Auðvaldið breytir að eins til eftir kröfum framleiðsl- unnar, setur nýtízku-þrælkun í staðinn fyrir árelta. Fram til ákveðnari baráttu i þágu samtakanna! Við „Dagsbrúnar“-félagar vilj- um berjast gegn þvi, að nokkur verkamaður standi fyrir utan sam- tökin. Sú barátta er í því fólgin, að við tölum daglega við stéttar- bræður okkar og leiðum þeim það fyrir sjónir, hversu skaðlegt það er þeim og vitlaust að styðja ekki stéttasamtökin. Fram með hnefana, verkamenn! Hnefar verkamanna hafa slegið þyngstu og beztu höggin í lífs- öaráttu mannkynsins. En því mið- ur hafa hendur verkalýðsins hing- að til verið bundnar í kúgunar- skipulagi auðvaldsins. Það 1101» að því, að sá tími sé úti. Sá tími nálgast, þegar Valtýr og aðrir sérfræðingar í lygaáveitu meðal íslenzku þjóðarinnar verða að sleppa pennanum við „Mgbl.“ og taka til starfa við að rækta jörð- ina með heiðarlegri áveituaðferð- um en hann stundar nú. Munum það, verkamenn! að við höfum á undanförnum árum legið á hnjánum fyrir valdhöfunum, og okkur hefir fundist þeir vera mikl- ir, en nú erum við staðnir upp, og þá sjáum við,- að við erum jafnháir þeim, sem berjast ge’gn hagsmunum okkar og við verðum allir sem einn og einn sem allir að koma á kné. Allir verkamenn i verkamanna- félag! Þá er hagsmunuin vinnandi stéttarinnar borgið. Otbreiðsliinefnd „Dagsbrúnar Um daepim og veginn. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ölafsson, Lækj- argötu 6, símý 614. „Á útleið“ verður leikið i kvöld og annað kvöld. Minerva. Fundur i kvöld kl. 8 f;,. Fjölmennið og verið stundvisir! Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. þessar slóðir og vissi, hvar hann átti að bera niður. Hann þekti Jón gamla í Hala- staðakoti og vissi vel, hvernig honum var varið, og sá það, að hvergi myndu hin ensku pund majórsins duga, ef ekki þar, og þess vegna stefndi Eiríkur beina leið upp í Hala- staðakot. En hitt vissi Eiríkur auðvitað ekki, hvernig hann sótti að þar, eða að sjaldan hefði þar borið gest að garði, sem hefði komið Jóni eins vel og Eiríkur nú. Hefði hann vitað það, hefði örlæti hans á skild- inga majórsins verið minna. Þennan dag var Jón gamli, eins og allir, seni við þessa sögu koma þennan morgun, í argvítugasta skapi. Kvöldinu áður hafði það sem sé komið fyrir, sem hann alt af hafði verið að búast við upp á síðkastið, en þó vonast eftir að seint eða helzt aldrei yrði. Þorsteinn vinnumaður hans hafði nefnilega haft tal af honum um kvöldið. Jón hafði verið að rölta til og frá um hlaðið og verið að kreista síðasta safann úr tóbakstölunni. Fólkið var komið heim og var búið að matast. Þá kom Þorsteinn út úr bæjardyrunum og stefndi beint á hann. Hann vissi, að Þorsteinn talaði ekki við sig. að nauðsynjalausu, og hann sá það þegar . á honum, hvað til stóð. Hann snaraði þvf upp í sig nýrri tölu til að vera við öllu búinn, en slíka eyðslu leyfði hann sér ekki nema þegar mikils þurfti með eða þegar gamla talan var tuggin upp til agna, og hann hélt vel á þeim, sem öðru. „Gott kvöld!“ sagði Þorsteinn. „Gott kvöld, Þorsteinn minn!“ anzaði Jón. „Yndislegt er veðrið.“ „Já; yndislegt er veðrið,“ bergmálaði Jón. Hann ætlaði sér ekki að eiga upptökin að neinu, — bezt að láta Þorstein sækja á. Svo þögðu báðir um stund. „Það eru nú orÖin þrjú ár, síðan ég réðst hingað til þín," sagði Þorsteinn loks. „Þrjú? Já; þau eru víst þrjú.“ /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.