Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1926næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 19.03.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.03.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLABID j ALÞÝÐUBLAÐIÐ < kemur út a hverjum virkum degi. > I* Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við ! HverLcgötu 8 opin frá kl. 0 úru. ; til kl. 7 síðd. ! Skrifstofa á sama stað opin kl. ; < 9*4 —10 Vs árd- °g kl. 8—9 síðd. I | Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; j (skrifstofan). í Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ; < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 : 3 hver mm, eindálka. j Prentsmíöja: Alþýðuprentsmiðjan : j (i sama húsi, sömu símar). ; Fyrfr 5 aura? Útgerðarmenn gerðu þá kröfu til verkakvenna, að þær sættu sig við 80 aura tímakaup í stað 90 aura sem áður var. Verkakonur vildu sernja um breytingu á kau'pinu. Útgerðarmenn vildu ekki semja. Peir sendu nrenn til þess að tala vio fulltrúa verkakvenna. En þeir neituðu hvers konar tilslökun á kröfu sinni. Þeir höfnuðu öll- um samningum um málið. Verkakonur gátu ekki unað valdboði útgerðarmánna. En pær vildu gera tilslökun til samkomu- lags. Þær auglýstu sitt sáttaboð, 85 aura. Útgerðarmenn höfnuðu boðinu. Verkakonur leituðu trausts hjá verkamönnum. Þær skutu máli sínu til stjórnar Alþýðusam- bands íslands. Sambandsstjórn gerði tilraunir tii að aftra því, að útgerðar- menn gætu, með því að nota sér illar fjárhagsástæður kvenna eftir langvarandi atvinnuleysi, þröngv- að fram valdboði sínu. Útgerðarmenn slökuðu hvergi til. Sáttasemjari gekk í málið og reyndi að semja um deiluna. Útgerðarmenn höfðu tillögur hans að engu. Þeir neituðu enn sem fyrr að semja. Það, sem á milli ber í þessari deilu, eru 5 aurar á klst. hjá verkakonum. Fyrir þessa 5 aura hafna út- gerðarmenn öllum sáttaboðum. Fyrir þessá 5 aura leggja út- gerðarmenn út í harða deilu, sem enn er óséð hverjar afleið- ingar kann að hafa. Fyrir þessa 5 aura leggjast út- gerðarmenn undir það vansæmis- orð að sýna mesta 6blI0Lnl þdm hluta verkalýðsins, sem minstan viðnámsþrótt hefir. Fyrir þessa 5 aura leggja út- gerðannenn verkbann á að- og frá-fluttar vörur, sem útgerðin getur ekki án verið, og espa þar með verkamenn, sem áður voru hlutlausir af málinu, til harðvít- ugrar mótspyrnu. Fyrir þessa 5 aura gera þeir ráðstafanir til að stöðva botn- vörpuskipafiotann á þeim tíma ársins, sem tvímælalaust er afla- sælastur. Fyrir þessa 5 aura skapa þeir tjón og trufiun í atvinnulifi bæj- arins. Fyrir þessa 5 aura gera þeir tilraun til að hnekkja hag þjóðar- innar og ríkissjóðs. Fyrir þessa 5 áura neyða þeir verkalýðinn til óyndisúrræða, sem torvelt verður að stýra hjá. Nú kemur til kasta verkalýðsins að vera á verði. Nú kemur til kasta verkalýðsins að taka höndum sarnan urn að afstýra því, að yfir dynji allur sá ójöfnuður og óhagur, sem út- gerðarmenn vilja leiða yfir land og lýð fyrir þessa 5 aura. p. AlpinfgL Neðri deild. Þar var í gær frv. um heimild fyrir Landsbankann til að gefa út nýja flokka bankavaxtabréfa vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefnd- ar og frv. um skyldu Isfirðinga til að aðstoða slökkviliðið þar til 2. umr. og allsherjarn. Um þau mál urðu litlar umræður. Síðan var útsvarafrv. enn rætt til kl. 4 og 2. umr. þess þá frestað í 3. sinn. Meiri hluti allshn., þeir J. Kjart., Árni frá Múla og P. Ott., vill láta afnema húsaleigulögin og heimila að segja leigjendum upp húsnæði til burtflutnings 14. maí 1927, en minni hlutinn, Jón Baldvinsson og Pétur Þórðarson, leggja tiF að frv. sé felt. Jón Baldvinsson flytur þá br,- -till. (þ. e. viðbót) við frv. um afnám gengisviðauka á vörutolli, að jafnframt falli niður gengis- viðauki af kaffi- og sykur-tollin- 'im. og til vara: af -sykurtollinum. Efri deild. Þar voru 5 mál á dagskrá í gær. Frv. um löggilta endurskoð- endur (ein umr.; frsm. allshn. E. P.) var samþ. með nokkrum breyt- ingurn, er n. d. gerði við það, með 13 shlj. atkv. og afgreitt sem lög til rikisstjórnarinnar. — Frv. urn viðauka við og breytingu á 1. 1917 urn áveitu á Flóann; frsm.. Á. H. Frv. var samþ. með shlj, atkv. til 3. umr. — Frv. urn veit- inggasölu og gistihúsahald, 2. umr..; frsm. allshn. G. Ól. Kvað hann nefndina hafa komið með 2 smábreytingar við frv. Hefði henni þótt lágmark sektanna í stj.frv., 200 kr., of hátt og legði hún því til, að það yrði fært ofan í 50 kr.'Frv. svo breytt var samþ, til 3. umr. með 13 shlj. atkv. — Frv. urn breytingu á 1. um stýri- mannaskólann var samþ. umræðu- laust til 3. umr. með 11 shlj. at- kvæðum. Um þál.till. urn vínsölu á Siglufirði var ákveðin ein umr. Fjárhagsnefnd e. d. hefir klofn- að um betlitillöguna fyrir „Kára“- félagið og fslandsbanka. Mæla þeir Björn Kr., Jóhann og Gunnar með henni og halda því jafnframt fram, að auðsætt sé, að „greind trygging hafi aldrei verið svo að segja nokkurs virði fyrir ríkis- sjóð“(!) — (en hins vegar mikils virði fyrir íslandsbanka?). Þykj- ast þeir með þessu vera að bjarga þeim, sem yinna hjá félaginu, og jafnframt þjóðfélaginu. En væri þá ekki eins gott að verja dálítið meiru af ríkisfé verkamönnum til hagsbóta, e/ þetta á að vera af umhyggju fyrir peirrt, heldur en að henda því í fyrirtæki, sem fjármálaráðherrann býst helzt við að fari á kollinn, hvort sem er, og skapa þar með fordæmi, svo að önnur slík félög geti gengið á lag- ið eða íslandsbanki látið þau gera það? Og verðmæt eign ríkissjóðs er þjóðinni sízt að meiru gagni, þó að þingið gefi Islandsbanka hana. — Jónas og Ingvar hafa enn ekki skilað áliti um tillögu þessa. Ný frumvörp. Samgöngumálanefnd n. d. flytur frv. um breytingu á lögum um notkun bifreiða. Skal bifreiðar- stjóra bannað að neyta áfengra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 67. tölublað (19.03.1926)
https://timarit.is/issue/1995

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

67. tölublað (19.03.1926)

Aðgerðir: