Alþýðublaðið - 24.03.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1926, Blaðsíða 3
ALt>. ÝÐUBLAÐID 3 sem kom til Sigurðar Runólfssonar, néituðu á sama hátt og norskir stéttarbræður á „Nordland" að hreyfa vindur til vöruuppskipunar, pegar þeir vissu, að verkfall var við höfn- ina Bráðkvaddur varð hér, í bænumt í 'nótt Brynjólf- ur Grímsson frá Hólmi, alkunnur maður, nokkuð roskinn. Fyrirspurn svarað. „Hvað er að gerast?“ spyr „Mgbl.“ verkamenn. Svar: Verkamenn eru að sýna burgeisunum, að peir láta ekki kúgast, og að þeý- líða ekki kúgun kvenna. „Gullfoss“ kom kl. 11 í gærkveldi og fer á- leiðis til Vestfjarða í kvöld. — Stór- útgerðin vill vinna það fyrir 5 aur-' ana sína, að hann og önnur skip flytji hvorki vörur að né frá Reykja- vík Sér er hver neyðin. „Ut úr neyð“ segir „Mgbl.“ að útgerðarmenn hafi „orðið“ að leita burt úr bænum með afgreiðslu tog- ara. „Neyðin" var sú, að þeir fengu ekki afskiftalaust að hafa 5 aura á hverri klukkustund af vinnukaupi illa launaðs kvenfólks. Sjúklingarnir, sem getið var í upphafi heilsufars- fréttanna í ígær, ivoru hér í Reykja- vík Ummælin um heldur gott heilsu- far áttu við Reykjavík og Suðurland yfirleitt og að hætt sé við, „að misjafnlega sannar sögusagnir fái byr undir vængi.“ — ,„Ætli’ ekki það,‘ kvað Púlli.“ Norðlendingamöt verður haldið næsta laugardag á Hótel Islandi. Væntanlegur ágóði af niötinu rennur í heilsuhælissjóð Norðurlands. Bjarni frá Vogi liggur nú í heilsuhælinu á Vífils- stöðum. Gengi eriendra mynta í dag: Sterlingspund. 100 kr. danskar 100 kr. sænskar 100 kr. norskar / kr. 22,15 — 119,60 — 122,41 — 98.55 Dollar — 4,568/4 100 frankar franskir 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk. — 16,39 — 183,17 — 108,60 „Morgunblaðið“, sem vegna eigenda sinna er oft nefnt „danski Moggi'1, talar um, að blöð séu gefin út fyrir erlent fé til að blekkja verkamenn. Á vist við sjálft sig. Sekt fýrir landhelgisbrot. Pýzki togarinn, sern Þór' tók að landhelgisveiðum og flutti til Vest- mannaeyja í fyrra dag, fékk 10 þús. gulíkróna sekt. Afli og veiðar- færi upptæk. Kaupdeilan verður til umræðu á „Dagsbrún- ar“-fundi annað kvöld. Sjá apglýs- ingu! Játning „Morgunbiaðsins“. „Mgbl.“ játar í dag, að sumar fréttir þess séu ekki sem réttasíar, Blaðið „Vísir“ er eitt þeirra, sem. flutt. hafa árás- argrein á verkamenn og fulltrúa þeirra út úr kaúpdeilunni. Munið það,. verkamenn! Sambandsþing isl. barnakennara byrjar 20. júní og verður háð hér í bænum. „Aldan“ heitir nýtt vikublað, sem auðvaldið er farið að gefa út til að blekkja sjómenn til fylgis við sig. Ritstjóri er Jónas Jónasson frá Flatey, fyrrurn ritstjóri auðvaldsblaðsins „íslend- ings". Veðrið. Hiti mestur 6 st. (í Grindavík); minstur 2 st. frost (á Grímsstöðum); ,4 st^ í Rvik. Átt austlæg víðast, hæg. Veðurspá: ! dag: Suðaustan hæg- ur á Suðvesturlandi. Kyrt á Norður- og Austur-landi. 1 nótt: Svipað veð- ur. Sennilega dálítil úrkoma sums staðar á Vesturlandi. Um Laufásprestakall við Eyjafjörð sækir Sveinbjörn Högnason, sem hefir ágætt próf frá Kaupmannahafnar-háskóla. — Þess vegna er fram komið á alþingi frv. um, að veita megi guðfræðingunr frá öðrum Norðurlandaháskólum pre,stsenibætti. Hann er eini um- sækjandinn. Dánarfregn. Þórður Guðjohnsen kaupmaður frá Húsavík er nýlátinn í Kaupmanna- höfn. Fór útför h ms fram á sunnu- dáginn til líkbrer.sluhússins, en ask- an verður flutt til Húsavíkur. Blekskrímslin. 111 er þ,?irra æiirás, æti nóg þó fái’ i gogga —- lyginnár á bundnir bás — blekveslingar „danska Mogga“. x. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. á til veiða. Þá var Guðrún í eldhúsinu, svo að majórinn sá hana ekki. Þegar að ánni kom, beitti majórinn öngulinn, kastaði færinu og settist svo fyrir með flöskuna, en Eirikur gætti stangarinnar úr því og-veiddi. Um miðdegisverðarleytið komu þeir majór- inn heim góðglaðir með fenginn. Þá var Guðrún farin, svo að ekki varð hún heldur á vegi majórsins þá. Eftir mat fóru þeir Eirikur og hann aö raupa af veiðinni við Maxwell. Um klukkan fjögur var majórinn orðinn út úr drukkinn. Réðu þeir Maxwell lítið við hann úr því. Hann settist þá við veginn og fór að hrella þá, sem um hann komu. Hann stöðvaði bifreiðar, skammaði bifreiðar- stjórana og barði þá jafnvel stundum á þeim. Hann kastaði riðandi mönnum af baki, en sérstaklega lagði hann kvenfólk í einelti, og hefði oft farið ver, ef Maxwell hefði ekki skorist í leikinn; hann gat einna helzt sefað hann. Og það leið ekki á löngu, áður en majórinn var orðinn alræmd sveitarplága. En Guðrún slapp við allar slíkar hrellingar bæði af því, að hún var á ferðinni áður en majórinn var orðinn svona á sig komlnn, og svo af af því, að majórinn alment fyrirleit eldabuskur og fólk, sem var á svipuðum stað í metorðastiganum. Guðrún hefði því að öllum líkindum ekki þurft að verða fyrir barðinu á ma'jórnum, ef Jón gamli faðir hennar hefði ekki gripið inn í rás viðburðanna. Þegar Guðrún kom á daginn heim í Hala- staðakot, og áður en hún var látin fara í heyið, tók faðir hennar hana alt af tali og spurði hana spjörunum úr um það, hvað fyrir hana hefði komið í veiðihúsinu þann daginn. Snérust spurningarnar aðallega um það, hvort hún hefði séð majórinn, og hvort

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.