Alþýðublaðið - 25.03.1926, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐID
[iÉLÞÝÐUBLAÐIÐÍ
< kemur út á hverjum virkum degi. ►
< ..::-- ------------ ' .... £
< Afgreiðsla i Aiþýðuhiisinu við ►
} Hveriisgötu 8 opin irá kl. 9 árd. [
I til kl. 7 síðd. i
; Skrifstofa á sama stað opin kl. ►
< 9Va—10V3 árd. og kl. 8—9 siðd. |
< Simar: 988 (aigreiðslan) og 1294 ►
< (skriistofan). ►
| Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ►
< mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ►
< hver mm. eindálka. i
< Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan \
< (í sama húsi, sömu símar). t
„SEðurlandið44.
Er lögreglan gengin einhliða í
lið með atvinnurekendum?
í fyrra dag var stöðvuð út-
skipun á kolum í „Suðurland“.
Síðan fékk sambandsstjórnin að
vita, að það gæti ekki farið með
póstinn í gær, nema það fengi
kol, og ákvað hún því á fundi
í gær morgun að leyfa, að út yrði
skipað þeim kolum, sem þyrfti
til íerðarinnar, og var það tii-
kynt skipstjóranum.
Þegar farið var að skipa út
kolunum, komu lögregluþjónar á
vettvang og skipuðu sér um bif-
reiðarnar. Var það látið afskifta-
laust, enda talið sjálfsagt, að lög-
reglan myndi að eins vera við
útskipun kolanna, en ekki hjálpa
tii að koma öðrum vörum út í
skipið. Var því fátt verkamanna á
hafnarbakkanum og enginn við-
búnaður af þeirra hendi.
Þegar lokið var útskipun kol-
anna, komu fleiri bifreiðar með
vörur, og skipuðu lögregluþjón-
arnir sér um þær. Verziunar-
menn og þess háttar lið var á bif-
reiðunum, og lánaðist þeim í
skjóii lögreglunnar að koma litlu
af vörunum út í skipið. Urðu um
þetta lítils háttar stympingar.
Megnið af þeim vörum, sem upp
eftir áttu að fara, komst ekki.
Manni verður að spyrja: Er það
ætlun lögreglustjóra að nota lög-
reglulið þessa bæjar, sem launað
er af almannafé, til að hjálpa
atvirjnurekendum að brjóta sam-
tök alþýðu á bak aftur og stofna
þannig til óeirða?
Lögreglulioinu ber skyida til ad
vera hlutlaust i pessum deilum.
Alpingff •
Neðri deild.
Þeir voru svo sem ekki lengi,
fjórmenningarnir í sjávarútvegsn.
n. d., sem í henni eru auk Jóns
Baldvinssonar, þeir Ól. Th., Sv.
í Firði, Björn Líndal og Sigurjón,
að leggja til, að felt verði frv.
Jóns Baldv. um skyldu útgerðar-
manna til að tryggja fatnað og
muni lögskrábra skipverja. Haía
þeir samið svo nefnt nefndarálit
gegn frv., en rökstyðja þá tillögu
sína ekki með svo miklu sem einu
orði. •
N. d. afgreiddi í gær til e. d.
frv. um veðurstofu og um afnám
gengisviðauka á vörutolli, bæði
umræðulaust. Þá var bankafrumv.
þremur, stj.frv. um Lanclsbanka
fslands, frv. Ben. Sv. urn Ríkis-
banka íslands og stj.frv. um
heimild til að veita nýjum banka
ýms hlunnindi, vísað — eltir lítils
háttar deilur um þau •— til 2. umr.
og fjárhagsnefndar, og- ákveðin
ein umr. um þingsál.till. um þjóð-
aratkvæði um þinghald á Þing-
völíum..
Jón Þorl. sagði við umr. um
fr„v. um, nýja bankann ónefnda,
að það væri lítið frv., sem allir
ættu að geta orðið sammála um( !)
og enn fremur: „Þetta er tilraun,
sem óvíst er um, hvern árangur
muni bera.“ Kvað hann það vera
„að mestu óbreytt frumvarpið um
norska bankann" (sáluga). Ekki
sagði hann neitt tilboð á bak við
frv. Tr ,Þ.: „Er það að eins til
að veifa skattfrelsi og öbrum
hlunnindum út í loftið?"
Járnbrautarfrv. var nokkuð rætt,
en umr. frestað aftur. M. Torfa-
syni þótti skrítið, að sami maður
og fyrstur hefði talað gegn járn-
brautinni á þessu þingi (Sveinn
í Firbi) flytti tillögu um þjóðarat-
kvæðagreiðslu um þinghald á
Þingvöllum. „Það kostar fullkom-
lega eins mikið og járnbrautin að
búa um alþingi á Þingvölium,“
sagði hanri. Það væri ekki fram-
sóknarmerki,- heldur íhaldsstimp-
ill, sem sá þingmaður setti á sig,
sem snérist á móti járnbrautinni.
— Þess skal getið að Sveinn
komst ekki að í gær til aö svara
fyrir sig.
„Eldhúsdagur“ þingsins er í
dag, en ráögert er, að 2. umræða
fjárlaganna fari fram á laugardag-
inn.
Efri deild.
Þar voru 2 mál á dagskrá í
gær. Um fyrra málið, frv. um
framlag til kæliskipskaupa o. fl.
urðu töluverðar umræður. Frsm.,
Gunnar, mælti fyrst nokkur orð
með frv. Þá íók til máls Jónas
Jónsson og rakti sögu málsins.
Þakkaði hann einkum Jóni Árna-
syni forstjóra í Sambandi ísl.
samvinnufélaga það, hversu góð-
an rekspöl málið væri komið á.
Var sem það kæmi mjög illa við
kaun Gunnars, að manni úr Sam-
bandinu skyldi þökkuð afskifti af
máli þessu, því að hann fann sig
knúðan til þess að mótmæla Jón-
asi um það atriði. Að lokum var
frv. samþ. til 3. umr. með öllum
gr. atkv. — Um síðara málið,
bæjarstjórn á Norðfirði, urðu
langar umræður. Frsm. allshn.,
Eggert Pálsson, mælti gegn því,
að frv. yrði samþ. Flm. frv., Ing-
var Pálmason, tók þá til máls.
Hrakti hann mótbárur E- P. og
benti með rökum á hina miklu
þörf, er Norðfirði er á því að fá
sérstakan bæjarfógeta. Minntist
hann í því sambandi á það, að
form. nefndarinnar, sem legðist
nú á móti frv., hefði um langt
skeið veriÖ bæjarfógeti í bæ, sem
fyrir allra hluta sakir hefði haft
mikið minni þörf á því að vera
gerður að sérstöku bæjarfélagi,
sem sé Jóh. Jóhannesson fyrrv.
bæjarfógeti á Seyðisfirði. Ekki
svaraði bæjarfógetinn þessu einu
oröi. Þá talaði E. P. aftur, og
voru rök hans öll hin sömu og í
fyrri ræðu hans. Ingvar hrakti þau
aftur. Að lokum var gengið til
atkv. Var frv. felt með 7 : 4 at-
kvæðum (Ingvar, Jónas, Einar og
Jóh. Jós.). Er máiið þar með úr
sögunni að þessu sinni.
„Kára“-félagið.
Minni hluti fjárhagsn. e. d., þeír
Jónas og Ingvar, leggja til, að
„Kára“-málið sé afgreitt með rök-
studdri dagskrá. Skýra þeir svo
frá, að við rannsókn málsins hafi
komið í Ijós, að Jón Þorl. sé,
sem fjármálaráðherra, búinn að
færa veðrétt ríkissjóðs i togurum
félagsins aftur fyrir rekstrarlán,
sem íslandsbanki hefir pegar veitt
félagi þessu. Hafi Jón Þorl. þegar