Alþýðublaðið - 07.04.1926, Page 1

Alþýðublaðið - 07.04.1926, Page 1
Gefid út af Aipýðuflokknum 79. tölublað. Miðvikudaginn 7. april, Dagsbrúnaríimdnr annað kvöld (fimtudag) kl. 8 i Good-Templara- húsinu. — Mörg áriðandi mál á dagskrá. . Mætið! Sýnið skirteini. Stjörnin. Erleiisl sii&iskeyfi. Khöfn, FB., 6. apríl. Fjárlagafrumvörp frönsku stjörnarinnar sampykt. Frá París er símað, að fjár- lagafrumvörpin hafi loksins ver- ið samjrykt í báðum þingdeildum. Er stjórninni þar með borgið fyrst um sinn. Myndir sendar práðlaust milli rikja. Frá Berlín er simað, að á laug- ardaginn hafi farið fram tilraunir til þess aö senda myndir þráðlaust til Vínarborgar. Pessar fyrstu tii- raunir heppnuðust ágætlega. Trúflokkabardagi. Frá Calcutta er símað, að gam- alt haíur milli Hindúa og Múha- meðstrúarmanna hafi blossað upp í páskavikunni. Var barist grimd- arlega á götunum, og eyðilögðu þeir kirkjur og musteri hvorir annara. Óeirðir þessar voru að lokum stöðvaðar með aðstoð hers- ins. Mikið stendur nú til! Frá París er símað, að 400 hinna helztu Rússa, sem landflótta eru, séu mættir þar á miklum fundi í þeim tilgangi að sameina alla landflótta Rússa og vinna síðan að því að fella ráðstjórnina rúss- nesku. Innlend tíðindi. J ' - Akureyri, FB., 7. apríl. Góðviðri og afli. Sumarblíða. — Góður hrogn- kelsaafli út með firðinum. Hörmulegt slys. Öldruð kona hér í bænum, Ingi- björg Sigurgeirsdóttir, yelti um logandi „primusi" á laugar- daginn. Kviknaði í fötum hennar, og brendist hún svo mikið, að hún beið bana af í morgun. Seðlafolsuniu i Ungverjalandi og einn af fulltrúunum í Þjöða- bandalaginu. Seðlafölsunármálið ungverska er eitt af víðtækustu hneyxlismálum, sem sögur fara af, og má með sanni segja, að því nær allur að- all og ráðandi íhaldsmenn í land- inu séu við það riðnir. Par á meðal er Teleki greifi, sem var formaður Mosul-nefndar Pjóða- bandalagsins-. Einn af þátttakend- unum í fölsuninni, Rabas, er spurður var um það við vitna- leiðsluna, hvernig þeim hefði dottið í hug að vinna að fölsun- itani i landabréfastofnuninni, svar- aði því á þessa leið: Windischgratz prinz, Nadossy og ég brutum lengi heilann um það, hvar við ættum að fram- kvæma fölsunina. Fyrst í stað hugðumst við að gera það er- lenclis. En okkur var ráðið frá því. Að lokum snerum við okkur til Teleki greifa, sem við vissum að hafði ágæt sambönd erlendis. (Teleki er stjórnandi landabréfa- stofnunarinnar.) Hann svaraði okkur mjög vingjarnlega: „Fyrir alla muni farið þið ekki utan til þess að framleiða seðlana. Það er dagljóst, hvar bezt er að fram- kvæma verkið. Það er i landa- bréfastofnuninni. Þið getið unnið í friði hjá mér.“ Og greifinn léði okkur landabréfastofnunina til af- nota og var okkur hjálplegur á allan hugsanlegan hátt. Rabas endaði mál sitt með því að segja, að sér væri kunnugt um, að " Teleki hafi gert þetta með vilja og vitund Janki, hershöfð- ingja, yfirstjórnanda þjóðarhers- ins. Paul Teleki, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Ungverja, er fuli- trúi Ungverjalands í Þjóðabanda- laginu. Horty ríkisstjóri reyndi eigi alls fyrir löngu, og á meðan á rannsókn seðlafölsunarmálsins stóð, að gera hann að forsætis- ráðherra. Ráðist á Hákon alþm. i Haga. Klukkan um 1 í nótt var Hákon alþm. í Haga á gangi ásamt öðr- um manni inni á Laugavegi; þegar komið var á móts við nr. 68, réðst að honum ölvaður maður, barði hann í höfuðið, svo að hann datt á götuna, og reif frakka hans. Þegar Hákon hafði áttað sig á hlutunum, tók hann drengilega í lurginn á náunganum og sýndi honum, hvern- ig væri að leggjast á Laugaveginn. Lögreglan kom á vettvang og kom hinuni drukkha' manni á sinn stað. Hefir nú þinginaðurinn séð og reynt, hvað drykkjuskapur í höfuðstaðn- um er að verða megn landplága og gersamlega óþolandi. E. St. fþaka. Skemtifundur i kvöld. Onnur árás. Á páskadaginn kl. að ganga þrjú réðst drukkinn maður, Halldór nokk- ur Guðmundsson á Lindargötu 43, á dr. Guðbrand Jónsson úti á Hverf- isgötunni, þar sem hann var á gangi með konu sinni. Komst Guðbrandur nauðulega undan inn í hús og leit- aði aðstoðar lögreglunnar, en hin- um ölóða manni var með aðstoð margra manna komið inn á heimiB sitt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.