Alþýðublaðið - 07.04.1926, Síða 3

Alþýðublaðið - 07.04.1926, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐiD 3 „Mvaimls**4. Eok fyrtr algsýðu. Allar bækur eiga að vera skemtilegar, hvort heldur það eru skáldsögur eða fræðibækur. Það er ef til vill fult svo mikil þörf á því, að fræðibækur séu skemtileg- ar, en vandinn að gera þær það er lika helmingi meiri en þegar um sögu er að ræða. Einar Helgason garðyrkjumaður ernýbúinn aðgefaút mjögskemti- lega fræðibók um garðrækt, er, hann nefnir „Hvannir“. Er hún nær 300 blaðsíður með fjölda af myndum, en af því að Búnaðar- félagið heíir veitt styrk til útgáf- unnar, kostar hún ekki nema 6 krónur. Fyrri helmingur bókarinnar er um almennar garðyrkjuregiur, svo sem garðstæði, þurkun, girðingu, áburðarplöníur, skipulag garða, sáðskifti, áburð, ■ gróðrarstíur, kvilla plantnanna, uppskeru o. s. frv. Nýkomið: Lax niðursoðinn Fiskabollur — Kjöt - Kæfa — Sardinur — CtQimar Jónsson, Sími 1580. Voggur. Siðari hlutinn er um einstakar tegundir matjurta, sem hægt er að iáta vaxa hér. Mynd er af hverri tegund, sem sagt er frá hvernig rækta eigi, og er oftast sagt líka frá því, í hvaða löndum tegundin sé ræktuð, og hvar séu hin upprunalegu heimkynni henn- ar. Gerir sú frásögn bókina sér- lega fræðandi og skemtiléga, og er ég sannfærður um, að fjöldi manns Ies bókina sér til fróð- leiks og skemtunar án þess, að þeir ætli sér að byrja á garðrækt, en á hinu er aftur heldur enginn efi, aó bókin verður til þess að koma mörgum af stað, sem annars liefðu aldrei byrjað á garðrækt. Margur er sá fróðleikur i bók- inni, sem almenningi mun þykja nýstáriegur, t. d. kaflinn um á- 'burðarplönturnar. Flestir vita, að það þarf áburð til þess, að plönt- urnar vaxi, og vita, að þær eyða næringarefnum úr jörðinni, en hitt mun fæstum kunnugt, að sumar plöntur safna áburði i jarðveginn meira en þær eyða. Ég ræð alþýðu að kaupa þessa bók. Hún er meira en 6 kr. virði. Ó. Um dacjiim og veginn. Tegararnir. I gær komu af veiðum: Gylfi með 74 tn., Hannes ráðherra með 85 og Jón forseti með 64 tn. lifrar. Einn- ig kom enskur togari hingað og annar franskur, Næturlæknir er í nótt Ölafur Jönsson, Vonar- stræti 12, sími 959. Veðrið. Hiti um alt land, mestur 8 stigf minstur 2 stig. Átt víðast norðlæg eða austlæg, víðast hæg nema snarpur vindur í Vestm.-eyjum. Loftvægislægð við suðurland. Otlit: Fremur hæg norðlæg átt á Norð- vestur- og Vestur-landi. Austlæg og norðaustlaeg átt annars staðar. Or- koma á Norður- og Austur-landi. Þoka við Austur- og Norður-land. í nótt sennilega norðlæg átt á Vestur- landi, norðaustlæg annars staðar. Orkoma og sums staðar þoka á Norður- og Austur-landi. Óskar Guðnason gamanvísnasöngvari er farinn að hressast svo eftir veikindin, að hann er kominn á fætur aftur. Leiðrétting. 1 blaðinu í gær misprentaðist. stundin, þegar „Ása“ strandaði. Það var kl. 3,15 um nóttina. Skipafréttir. „Lagarfoss" fór héðan til útlanda í gær, en „Nova“ vestur og norður unr land til Noregs. Þá kom og „fslandið“ frá útlöndum. — Einnig kom kolaskip í gær til gasstöðvar- Snnar, og í morgun kom „Inger Elisa- bet“ með kol og þýzk skonnorta með kol til færeysku togaranna. Sjukrasamlag Reykjavikur hefir enn þá sama skrifstofutíma og áður, kl. 6—8 siðd. virka daga. Auglýst verður, ef breyting verður gerð. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. stjóra í hverju-orði, sem Eiríkur ekki gleymdi að þýða. Hann hauð honum að borða og1 helti ákaft á glasið hjá honum. Og þegar Jón gamli rambaði heim til sín um kvöldið, var majórinn búinn að sannfæra hann um, að þeim félögum væri bráðnauðsynlegt, að Guð- rún væri hjá þeim allan daginn og færi að eins heim blánóttina, sem Jóni auðvitað hafði verið einkar-hugleikið. Þó að þetta atvik sýndist ekki mikils vert, hafði það þó ótrúlega mikil áhrif á hagi og háttemi tveggja manna, — majórsins og Ei- riks með augað. * Majórinn var upp frá þessu allan daginn heima ,við húsiÖ og lét Eirík fara einan til veiða í ánni. Eiríki þótti svo sem ekkert fyrir því í sjálfu sér, úr því að majórinn hafði ekki haft neinn huga á veiðinni, því að nú gat hann gefið sig allan við stönginni. En þótt majórinn hefði alt af verið honum til trafala við veiðina, þá sá hann samt afar- mikið eftir honum. Ekki var það að vísu bein- línis majórinn sjálfur, sem hann sá eftir, heldur var það hinn tryggi förunautur hans, whisky-flaskan; hún skildi nefnilega við Eirík um leið og eigandi hennar, og sá Eiríkur ekki fram á annað en að nú tæki við stór- þurkur að því, er til hans kæmi. En allir vita, hver voði þurkur getur verið, og Eiríkur sá lika fram á það, að hann yrði að grípa til einhverra úrræða, því að á majórnum væri að þessu leyti ekkert byggjandi lengur, og hann var farinn að ráðgera að fara að vitja. læknisins í Borgarnesi, ef honum legðist ekki eitthvað til bráðlega. En af majórnum er það að segja, að hjá honum var vaknaður mikill áhugi á elda- mensku og matreiðslu, og var ekki annað sýnna en að hann myndi í framtíðinni ætla að hafa ofan af fyrir sér með einhverjum því líkum störfum. Þegar hann var kominn á fætur á morgnana, settist hann óðara út í

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.