Alþýðublaðið - 13.04.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.04.1926, Blaðsíða 3
ALÞ.ÝÐUBLAÐID 3 islandsk Anlægsselskab“ í Kaup- mannahöfn og „Islands Salt- & kemiske Fabrikker'* í Reykjavík sérleyfi í alt að 60 árum til að virkja Dynjandisá og þrjár aðr- ar ár fyrir Arnarfjarðarbotni aust- an Langaness. Gert er ráð fyrir, að virkjaðar verði alt að 40 þús. hestorkum. Er ráðgert, að félögin reisi iðjuver í Önundarfirði til málmbræðslu, leirbrenslu, saltpét- ursvinslu, hreinsunar járns úr námunni við Flateyri o. s. frv. Sé raforku frá orkuveri við Arnar- fjarðarárnar veitt þangað til peirr- ar starfrækslu. Félögunum sé heimiit að taka lögnámi land og réttindi yfir landi og netlögum o. s. frv. gegn endurgjaldi, svo sem purfa þykir nauðsynlegt vegna þessara framkvæmda. Sér- leyfishafi skuli hafa varnarþing á fslandi og a. m. k. tveir fimtu hlutar stjórnarmanna séu búsettir á Islandi. „Séíleyfishafi sé undan- þeginn eignarskatti, tekjuskatti til ríkissjóðs, útsvari og hærra út- flutningsgjaldi en nú er, eða öðr- um gjöldum, er á kunna að vera lögð.“ Hins vegar greiði hann ár- lega 3 kr. af hverri nýtri hestorku fyrstu þrjú árin eftir að mann- virkjunum er lokið, en 5 kr. af hverri nýtri hestorku eftir það. Hæstiréttur einn sludi úrskurða, ef ágreiningur rís um, „hvort at- riði skuli sæta úrlausn eftir þess- um lögum eða landslögum,“ segir í frv. Mun það ákvæði vera fá- títt í íslenzkum lögum, a. m. k. eins og þetta er orðað. — Gert er ráð fyrir, að aflstöðin verði reist hjá Borg í Borgarfirði þeim, er gengur inn úr Arnarfirði. Mæl- ingar og rannsóknir vegna virkj- ananna voru gerðar sumurin 1919 og 1920. Ráðgert er, að fyrirhug- uð mannvirki við fyrirtæki þessi verði fullgerð á 7 árum. austúr-land. 1 nótt suðaustlæg átt, allhvöss eða hvöss með úrkomu sunnan lands, en þoka og úrkoma austan lands. Sektir fyrir olöglega áfengissölu hafa nýlega verið dæmdar eftir kæru lögreglunnar á hendur þeim Gústavi Adólfi Gíslasyni, Kárastíg 3, þjóni á veitingahúsinu „Reykja- víkur Bar“ í Hafnarstræti, 300 kr. fyrir 1. brot, Margrétu Pétursdóttur Bergstaðastræti 8 A, 200 kr. fyrir 1. brot, og Tryggva Siggeirssyni, Laugavegi 13, 700 kr. fyrir 2. brot. Um dagimi og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Kristjánsson, Mið- stræti 3. Sími 686. Jafnaðarmannafélag íslands heldur fund í kvöld kl. 8,30 í ka’upþingssalnum. Umræðuefni er: Þjóðnýting. — Járnbrautarmálið. — Félagar! Fjölmennið! Guðsþjonusta i Aðventkirkjunni annað kvöld kl. 8, séra O. J. Olsen. Viðvarpið er umræðu- og áhuga-efni margra nú. Ólafur Friðriksson, sem kann mjög góð skil á því efni, ætlar að skrifa nokkrar greinir um það í blaðið, og birtist hin fyrsta í blað- inu i dag. Veðrið. Hiti uin alt land, 7—3 stig. Átt víöast suðlæg og austlæg, fremur hæg, Loftvægislægðir fyrir norð- vestan og sunnan land, Útlit: Suð- austlæg átt, úrkoma og sums staðar allhvass á Suður- og Suðvestur- landi. Þoka við Austur- og Norö- „Eldvigslan“ verður leikin í kvöld og annað kvöld. Alþýðusýningar bæði kvöldin. Tcgararnir. 1 gær komu af veiðum: Njörður með 88 tunnur, Eirikur rauði með 90, Grímur Kamban með 72 og Gull- toppur með 115. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . — 119,34 100 kr. sænskar .... — 122,21 100 kr. norskar . . . . — 98,10 Dollar..................- 4,56b/4 100 frankar franskir . . — 15,87 100 gyllini hollenzk . . — 183,31 100 gullmörk þýzk... — 108,60 Verðlækknn. Spaðsaltað dilkakjöt mjög gott, sel ég með ótrúlega lágu verði. Gunnar Jónsson, Simi 1580. Vöggur. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. læknisins ofan í Borgarnes, þegar ég er hættur að vfeiða í dag.“ „Ég hefi ekki ráðið þig til að vera meö tánnpínu, heldur til að veiða — og matreiöa. Það gaztu ekki, og ef þú ætlar nú að fara að gera húsið hérna að spítala eða apóteki, þá geturu farið til fjandans, bölvuð gorkúlan Jnn!'‘ svaraði majórinn með vanalegum þjósti. Með þetta svar labbaði Eiríkur af stað til árinnar, og formælti í huga sér þeirri stundu, sem hann réði sig hjá þessum brezka dánd- ismanni. En hann var að eins kominn örfá skref áleiðis, þegar hann heyrði majórinn kalla til sin einkar-þýðlega, og við það sneri hann aftur til hússins. „Þér sögðust vera með tannpínu, Mr. Ei- ríkur!" sagði majórinn nú hjóllipur; „það þykir mér sérlega leiðinlegt; mér finst sjálf- sagt, að þér farið að hitta lækninn í kvöld, og svo er ég að hugsa um að verða yður samferða til árinnar núna.“ „Hváð skyldi nú standa til fyrir honum?" hugsaði Eiríkur, um leið og þeir lögðu af stað. Honum fanst ekki lengi að breytast veð- ur í lofti. En þá varð honum litið inn um eldhús- gluggann á Guðrúnu, sem fyrir innan stóð. Hann rendi hornauga til majórsins, og skelti i góm. Nú skildi hann. „Ráðningin birtist i næsta tölublaði," taut- aöi Eiríkur og glotti í kampinn. — Þegar kvöldaði, lagði Eiríkur af stað ofan í Borgarnes til að leita sér tannlækningar. En majórinn var að bíða eftir því, ab Guðrún væri búin að ljúka verkunum. Hann hafði fyrir milligöngu Eiríks boðist til að fylgja henni heim á leið. ‘ Guðrúnu hafði að vísu þótt það miður, en hún þóttist ekki geta neitað að ástæðulausu, enda var hún ekki viss um, nema það kæmi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.