Alþýðublaðið - 21.04.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.04.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐID svaraöi fyrir hönd stjórnarinnar. Hann kvað ástæður banjtans hafa verið svo síðustu ár, að ógerlegt hefði verið fyrir hann að stofna nokkurt útibú, en hann kvaðst málinu hlyntur og kvaðst mundu gera sitt til þess að það kæmist í framkvæmd, þegar er ástæður bankans leyfðu. S$öi*fnra* Kaup sjömanna. Eftir því, sem sagt er frá í ensku blaði, er kaup sjómanna hæsí í Englandi. Fyrir hverja 100 aura, sem sjómenn fá þar í kaup, fá þeir 88 au. í Svíþjóð, 84 í Hol- Jandi, 70 í Danmörkú, 59 í Noregi, 56 í Belgíu, 45 í Frakklandi og 42 í Þýzkalandi. Norska stýrimannafélagið hefir keypt sér hús í Osló. Gamalt skip. Eitt af elztu skipum í Danmörku er jagtin „De fire Brödre'1, smíðuð 1794. Nýlega skifti hún um eig- anda og var þá skýrð um og heit- ir nú „Anna“. Bjergunarstoðvar eru nú aíIs 63 í Danmörku. Sú fyjrsta var stofnsett árið 1850. Stöðvar þessar eru búnar að bjarga samtals 10 603 mannslífum frá drukknun. Sjómannafélagi nr. 9. Kjör sjömanRa i Rússlandi. í sjómannafélögunuin i rússneska sjómarihasambandinu eru nú 140 000 félagar. Þar eru allir í sambandinu, alt frá léftadrengjununi til skipstjór- anná. Eínnig eru i sambandinu skrif- síofumenn allir, sem vinna í þágu útgerðarinnar. Kaupgjald á rússneskum skipum er líkt og i Danmörku, en vinnutími er miklu síyttri og ýmis fríðindi miklu meiri. Kyndarar vinna að eins 6 tíma á sólarhring. Árlegt frí er farmönnunum trygt. Sjómannasam- bandið hefir því komið á fót hvíld- arheimili fyrir félaga sína á Krím- skaganum. Fá þeir ókeypis far þangað, sem er löng leið, 3—4 daga járnbrautarferð. S. Systrafélagið „AIfa“. Eins og sumuin er þegar kunnugt, hafa konur innan safnaðar S. D. Aðventista hér i bæ, fyrir nokkru myndað með sér félagsskap, sem hefir góðgerðastarfsemj efsit á stefnuskrá sinni. Félagið hefir hlot- ið nafnið: „Systrafélagið Alfa“. Til- gangur þess er að rétta einhverjum klæðlitlum flík og seðja hungur ein- hvers, sem fátæktin sverfur að. Einu sinni i viku hverri koma fé- lagskonur saman 4 klst. til þess. að leggja fram tíma sinn og krafta til að sauma, prjóna o. s. frv. starfi þessu til eflingar. Félagið þakkar af hrærðu hjarta þeim kaupmönnum og öðrum góð- viljuðum mönnum og konum, sem hafa styrkt það með fégjöfum, fatnaði eða öðrum gjöfum, sem fá- tækurp- eru kærkomnar. Margs konar vörur og verkefni, gamalt og nýtt, hefir félagið þegar fengið, og leyfum við okkur vinsarnlegast ’ að biðja þá framvegis, sem hafa gamlar flikur eða annað, er bágstöddum gæti komið að notum, að gleyma ekki „Systrafélaginu Alfa“. Undir- ritaðar veita gjöfunum móttöku, og hann, sem ekki lætur kaldan vafns- drykk, gefinn einhverju hinna litil- fjörlegustu barna sinna, ólaunaðan, mun endurgjalda ríkulega á sínum tíma. Drottinn sér og þekkir hjarta- lagið. Hann elskar glaðan gjafara. Reykjavík, 21. apríl 1926. 1 stjórn félagsins: Elinborg Bjarnadóttir, forstöðukóna, Ingólfsstræti 21 B. Murin Gisladóttir, varaforstöðukona, Bræðraborgarstig 17 B. Hansínu Hansdóttir, ritari, Grettisgötu 3. Sigriöur Helgadóttir, vararitari, Verkamannaskýlinu. Rósa Gudlaugsdóttir, gjaldkeri, Ingólfsstræti 21 B. Um dagissst «3|| vegimi. Næturlæknir er í nótt Arni Pétursson, Upp- sölum, simi 1900, og aðra nótt Kon- ráð R. Konráðsson, Þingholtsstræti 21, sími 575. „Ðagsbrimar“- fundur verður á morgun kl. 7 e. m. i G.-T.-húsinu. Þar verður ýmislegt til skemtunar, sem félagsmenn ættu ekki að fara á mis. Blaðið / kemur ekki út á morgun, þar eð prentarar eiga frjálst þann dag. Barnadagurinn á morgun verður haldinn á þann hátt, sem auglýst er hér í blaðinu. Enn fremur kemur út uppeldismála- ritið „Sumargjöfin ’; lýsir þar ritari félagsins störfum þess, hag og hug- sjónum. Ýmsir fleiri rita í blaðið; þar á meðal er æfintýri frá séra Friðrik Hallgrímssyni. — Þeir, sem vilja selja blaðið og merki dagsins á morgun, vitji þess frá kl. 9 um morguninn á skrifstofu barnadags- ms, Austurstræti 8. tViðavangshlaupið hefst kl. 2 á morgun frá Alþingis- húsinu. 15 þátttakendur keppa um nýjan bikar. í. R. biður þá drengi, sem selja vilja dagskrá fyrir hlaup- ið, aB koma á Klapparstíg 2 kl. 10 árdegis á sumardaginn fyrsta. Söngflokkur .,K. F. U. M“ fer annað kvöld áleiðis til Noregs með „Lyru“ og kemur aftur hing- að 18. maí. Veturinn endar með sumarblíðu, hiti hér 4 stig, hefir og lengstum mildur verið. Messur á morgun: 1 dómkirkjunni kl. 6 séra Friðrik Friðriksson. 1 fríkirkj- uhni kl. 6 e. m. séra Árni Sigurðs- son. í aðventkirkjunni kl. 8 e. m. séra O. J. Olsen. Mimerva. Fundur annað kvöld (fyrsta sum- ardag) kl. 8,30. Kosning embættis- manna og fulltrúa til störstúkuþings. Aukalagabreyting. Systurnar sjá um skemtiatriði. Fjölmennið og mætið stiHidvíslega! I kviknaði i dag eftir hádegi í byggingar- félagshúsinu á Barónsstíg 30. Tókst að slökkva, en skemdir urðu. Hæstaréttardömur var upp kveðinn d dag í málinu milli Magnúss Magnússonar f. h. h. f. „Defensors“ og Jóns Bjarnasonar lifrarmatsmanns. Var undirréttar- dómurinn staðfestur, og hefir Jón þannig unnið málið. Málstað hans annaðist Bj. P. Kalman hæstaréttar- málafiutningsmaður. Skipafréttir. Stórt saltskip kom í gær til Hall- gríms Benediktssonar og félaga hans og timburskip til Völundar. Merkisatburður í leiksögu lands- ins er það, að leikfélagið ætlar að leika „Þrettándanótt“. Það er mæli- kvarði á þor og getu leikhúss, að það vogi og geti leikið Shakespeare. Vér erum því nú búnir að fá leikhús. br. Rakarastofa Einars J. Jónssonar verður lokuð frá kl. 1 á morgun til 18. maL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.