Alþýðublaðið - 04.05.1926, Side 3
/
4. apiíl 1926.
hefir hún ekkert að gera. Hér er
enginn ríkur og enginn fátækur.
Hér parf engin stéttabarátta að
vera. Hér eru allir ein stétt, al-
þýðustétt.
Gott, ef satt væri.
En nú er jafnaðarstefnan komin
hingað. Það er engin tilviljun.
Hún hefir sprottið upp af þeim at-
vinnuháttum og lífskjörum, sem
fólkið á nú við að búa.
Á hún erindi tii okkar?
Mig væntir, að af því, sem ég
hefi sagt hér á undan, hafi ykkur
orðið ljóst, að hingað og einmitt
hingað á hún erindi.
Þegar margar þúsundir manna,
sem vinna að framimðslunni/ eiga
alla afkomu sína undir geðþótta
.örfárra rnanna, sem eiga fram-
leiðslutœkin, — þegar svo er
komið, að örfáir menn geta ráðið
því, hvort sumarið verður farsælt
eða ófarsælt þúsundum manna, þá
á jafnaðarstefnan brýnt erindi til
okkar.
Krafa jafnaðarmanna er, að
framleiðslutækin lúti yfirráðum
þeirra, sem vinna að framleiðsl-
•4 unni. Þeir eiga afkomu sína undir
því, hvernig þau eru rekin. Þeir
leggja til það, sem nauðsynlegast
er, vinnuna. Þeir eiga því að rétt-
um lögum áð eiga þau og stjórna
þeim og bera síðan sjálfir ábyrgð
afleiðinga gerða sinna.
Nú eru fyrirtækin rekin með
hagsmuni eigendanna fyrir aug-
mn. Um það er fyrst hugsað að
hreppa gróðann, en forðast tap
fyrir þá. Meðan svo er, er reip-
tog um kaup og kjör, stéttabar-
átta, óumflýjanlegt, — vinnudeil-
ur, verkföll og verkbönn, sem
kosta of fjár, einnig.
í dag bætist enn ein milljón, —
þ. e. tíu sinnum fleiri en allir Is-
lendingar —, í hóp atvinnulausra
imanna í Englandi. Það eru verka-
mennirnir í kolanámunum, sem
nú deila við þá, sem ráða yfir
námunum, um kaup og kjör,
Enginn getur sagt með vissu,
hvernig eða hvenær þeirri deilu
lýkur.
Meðan verkalýðurinn er ósam-
taka, er hann minni máttar og
verður því afskiftur. Kjör hans
* eru víðast hin lökustu allra stétta.
Þeir, sem með höndum sínum aflá
þjóðinni matar, klæða og hýbýla,
fá oftast lakastan kost, lélegust
klæði og aumastar íbúðir.
ALÞÝÐUBLAÐID
Við íslendingar erum á sömu
götu og stórþjóðirnar ríku, götu,
sem liggur til tjóns og glötunar.
Hér er að myndast fjölmenn verk-
lýðsstétt, sem skapar lífsgæðin, en
fær einskis af þeim að njóta, og
fámenn yfirráðastétt, sem ræður
yfir fé og framleiðslutækjum og
ekki neitar sér um neitt, sem hún
girnist. Víða um heim er það
mesta áhyggjuefnj hinna ágætustu
manna, að svo lítur út, sem úr-
kynjun sæki á þjóðirnár á tvo
vegu, — úrkynjun vegna auðs og
óhófs að ofan og úrkynjun vegna
skorts og örbirgðar að neðan. Stríð
þjóða og stétta eyða verðmæti og
mannslífum í stærri stíl en svo, að
tölum verði talið.
Vissulega á jafnaðarstefnan er-
indi til okkar. Mjög greinilegur
vísir til auös og örbirgðar er
kominn hér. Ég efast um, að meiri
ójöfnuður sé annars staðar á skift-
ingu auðsins og lífskjörunum en
hér, ef tillit er tekið til fólksfjölda
og fjármagns í landinu, og enn
lítur út fyrir, að bilið breikki og
baráttan harðni. Nægir í því efni
að benda á aðgerðir þingsins í
skáttamálunum, útsvörin hérna,
kauplækkunarkröfurnar og hótanir
um stöðvun togaraflotans.
I dag ber verkalýðurinn um all-
an heim fram kröfur sínar. Þær
má allar inni fela í einhi einustu:
Kröfunni um réttlœti.
Hingað til hefir verkalýðurinn
verið órétti beittur. Hann hefir af
yfirráðastéttinni verið gerður að
eins konar „útskaga-lýð“, orðið að
sætta sig við harðræði og óblíð
lífskjör, oft orðið að þola sult,
seyru og áþján. Nú krefst hann
réttlætis sér til handa, fullra um-
ráða yfir tækjunum, sem hann
vinnur með, og verðmætunum,
sem hánn skapar.
Hann linnir ekki sókninni fyrr
en þessi krafa fæst -uppfylt, því
að það mun enn á sannast, eins
og fyrr, sem góðskáldið hefir
kveðið:
„Þeir skulu lýðir
löndum ráða,
er útskaga
áður of byggðu.“
Aiþýðan, verkalýðurinn, er riú
útskagafólkið. Þeir • tímar koma,
að það verður hún, sem ræður,
að engin stétt önnur verður til.
Þá fyrst lýkur stéttabaráttunni.
Þá munu ekki verkamennirnir
hér þurfa að bæta við, er þeir ,
óska hverir öðrum gleðilegs sum-
ars: — ef útgerðarmönnum þókn-
ast að gera út.
Því efldari og styrkari, sem
samtök alþýðunnar verða, þess
fyrr' rætast á henni orð skáldsins.
Því skuluð þið öll taka undir
með mér og hrópa ferfalt húrra
fyrir samtökum verkalýðsins.
Samtök alþýðunnar lifi!
(Húrra-hróp.)
álpingi.
Neðri deild.
Þar var í gær fyrst samþykt
krafan um að taka gengisstýf-
ingarfrv. þegar á dagskrá. Hefir
minni hluti fjárhagsnefndarinnar
skilað áliti, þeir Ásgeir og H.
Stef., og leggja þeir með full-
kominni stýfingu, svo að krónan
megi ékki færast til um eyri, og
ganga þar jafnvel nokkru lengra
en Tr. Þ„ sem vildi lofa henni
að hækka um 2,5* af hundraði.
Hinir nefndarmennirnir hafa enn
ekki skilað áliti, þeir Klemenz,
Jakob, J. A. J., Bj. Línd. og Magn.
dós. Hafði 1. umr. verið frestaðv í
vetur, en nú komu „Framsókn“
ög' íhald sér saman um, að fresta
ræðum til 2. umr. Var frv. vísað
til hennar með 19 atkv. gegn atkv.
Jóns Baldv. einu.
Þingsál.till. P. Ott um rýmkun
landhelginnar var vísað til síðari
umr. og frv. um ríkisborgararétt,
hversu menn fá hann og missa,
þegjandi til 3. umr. Ein umr. var
ákveðin um þál.till. J. A. J. um
slysatryggingagreiðslu.
Um frv. um Landsbanka íslands
var rætt lengi dags og því síðan
vísað til 3. umr. Voru 22 atkv.
með því, en hinir 5 á móti (Ben.
Sv., Jakop, Árni, B. Línd. og J. A.
J.j. Br.till. meiri hluta fjárhags-
nefndar voru samþ. Einnig var
samþ. sú viðbótartill. Jörunds og
Tryggva, að fé opinberra stofnana
sjóða skuli geymt í Landshank-
anum eða útibúum hans, nema
staðhættir eða slíkar aðstæður
banni, einnig ríkisfé og embættis-
«#é, er opinberir starfsmenn hafa
undir höndum. Var nafnakali við
haft og sögðu „já“: Jón Baldv., M.
T., Ben. Sv., Jakob, Hákon og 9
,Framsóknar‘-flokksmenn, en „nei“
y-