Alþýðublaðið - 07.05.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.05.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID \ ALÞÝÐUBLAÐIð \ < kemur út á hverjum virkum degi. » < . . .......I: < Afgreiðsla i Alþýðuhusinu við E < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 ára. t 1 til kl. 7 síðd. [ < Skrifstofa á samá stað opin ki. > < 9i/2—10 V2 árd. og kl. 8—9 síðd. í ; Simar: 988 (afgreiðsian) og 1294 > I(skrifstofan). E Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 t hver mm. eindálka. t t Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ► < (í sama húsi, sömu símar). Koladeilan mikla. (Nl.) Þáð eru því liílar líkur til, að kolaútflutningur frá Bretlandi geti aftur aukist að nokkrum mun. Kolaiðnaðurinn virðist vera dæradur í þeirri mynd, sem hann hefir verið rekinn. Þjóðnýting ein getur ekki bjargað nema því að eins, að framleiðslan verði tak- mörkuð að mun. En það hefir v aftur i för með sér, að þúsundir verkamanna verða atvinnulausir eða verða að leita sér bjargar á öðrum sviðum. Út úr þessu öngþveiti bendir þó verkalýðssambandið á eina leið, er það telur færa, þótt það að sjálfsögðu myndi taka all- Jangan tíma, áður en alt væri komið í kring. Sú leið. er að leggja iðnaðinn yfir á annan grundvöll, umskapa hann, ef svo mætti að orði kveða. Að hætta að miklu leyti að framleiða kol til útflutnings, en nota þau heima fyrir í nýjum fyrirtækjum og tii nýrrar framleiðslu, svo sem raf- magns, koks, olíuáburðar, tjöru og annara „kemiskra“ efna. Af þessu má sjá, að tiJlögúr verkalýðssambandsins hafa ekki einungis fyrir augum að greiða úr kolanámaflækjunni. Þær leggja nýjan grundvöll, benda á nauðsyn þess að umskapa iðnaðaTlíf Bret- lands frá rótum og leiðirnar að því takmarki. Iðnaðar- og at- vinnu-líf Breta er dæmt til hnign- unar og hruns, ef ekki tekst að umskapa það. Víðar en í kolaiðn- aðinum er skórinn tekinn að kreppa að fætinum. í öllum helztu iðnaðargreinum í ríkinu má sjá hin sömu hnignunarmerki. Járn- og stál-iðnaðinum hefir stórum hnignað á síðustu árum. Bóm- ullar- og ullar-iðnaðurinn á líka við raman reip að draga. Svo er um atvinnulífið yfirleitt. Fram- leiðslan minkar, og atvinnuleysið eykst. Áður en verkfallið hófst, var ékki minna en 1,25 milljón at- vinnulausra vérkamanna í Eng- landi. Það eru tölur, sem tala. Það er margt, sem bendir í þá átt, að heimsveldið brezka hafi pegar séð sína fegurstu daga. Brezkar vörur, er fyrr fóru um heirn allan, finna ekki lengur markaði. Bandaríkin eru hætt að kaupa þær; þau eru sjálfum sér nóg. Og jafnvel lönd eins og Kína, Indland og Suður-Afríka verða meir og meir sjálfbjarga. En þegar atvinnulífið heima fyrir stendur í .stað eða því hrak- ar, þá snúa auðmennirnir brezku sér í aðrar áttir. i stað kola og annara vörutegunda flytja þeir auðmagn sitt út úr landinu, leggja fé-sitt í erlend fyrirtæki, sem gefa betri arð ,en iðnaðurinn heima fyrir. Það er eftirtektarvert, að stórbankarnir brezku ráða mönn- um frá að leggja fé sitt í innlend fyrirtæki. Að kaupa erlend hluta- bréf er tryggara og gefur meir af sér. Með öðrum orðum: Eng- land virðist vera komið irjn á þá braut, er leiðir til þess, að land- ið hætti að vera land verksmiðj- anna, en verði land bankamann- anna og þeirra, er lifa af arði auðs, sem er dreifður víðs vegar um heim. Auðmönnunum er að vísu borgið fyrir því; brezkt auð- magn stendur föstum fótum, þótt atvinnulífiö heima fyrir leggist í kalda kol. En hve lengi verður það brezkt með því móti ? Qg hvað verður svo um verkalýðinn, sem á alt undir því, að atvinnu- lífið í landinu dafni ? Hann hefir engar rentur eða arð af hluta- nréfum til að lifa af. Það segir sig sjálft, að þessi þróun, sem lítillega hefir verið á minst, skapar erfið viðfangs- efni fyrir verkalýðinn í Englandi. Nú eru verkamenn einmitt vakn- aðir til umhugsunar um þau. Þeir sjá, að við svo búið má eigi standa. Hér verður að taka í taumana. Bankarnir og auðmenn- irnir ráða til útflutnings á fjár- magni. Verkamenn krefjast um- bóta og breytinga á fyrirkomulag- inu, — að iðrvaðar- og atvinnu- Iífið verði'bygt á öðrum og trygg- ari grundvelli en verið hefir. Þetta er það, sem fyrir þeim vakir með tillögum sínum, en af þeim er þjóðnýting kolanámanna að eins einn liður. Um þetta er nú barist í Englandi. Og því standa brezkir verkamenn nú svo einhuga, — eins og stór-verkfall- ið með 5 milljónum þátttakenda sýnir, — að þeir skilja, að nú berjast þeir fyrir lífi sínu og framtíð. Eins og nú stefnir, sjá þeir ekki franr á annað en eilíft atvinnuleysi, sult og seyru, og ef til vill landauðn að lokum. Aljiingi. Neðri deild. Gengismálið .0 fl. Eftir að feldar höfðu verið kröf- ur urn aö taka fyrst á dagskrá út- svarsfrv. Hákonar (13 : 2) og Landsbankafrv., var þar í gær rætt gengisfrv. Tr. Þ. alt fram yfir miðnætti. Meiri hluti fjárhags- nefndar, þeir Klemenz, J. A. J., B. Línd., Jakob og Magn. dós., lögðu til, að frv. væri vísað frá nleð dagskrártilk, þar sem því var að vísu varpað frarn, að deild- in liti svo á, að halda bæri nú verandi gengi krónunnar föstu til næsta þings, í trausti þess að það nrætti verða án verulegrar fjár- hagslegrar áhættu. Kvaðst Jón Þorl. líta svo á, að ef dagskrár- till. yrði samþ., væri þetta ósk, en ekki fyrirskipun. Álitsskjal fylgdi dagskrártill., og hafði J. A. J. skrifað það. Var þar skjalfest þref hans um kauplækkanir, er hann flutti í annan tíma munnlega í deildinni, svo sem áðurj hefir verið skýrt frá. Jón Baldv. mót- mælti þeirri staðhæfingu, að kaupið ætti' að lækka, og sýndi fram á, að kaupgjafd á að miða við það, að verkamönnum geti liðið vel, en ekki við gengissveifl- ur. Ræða, er hann flutti um geng- ismálið, verður bráðlega birt hér í blaðinu. —- J. A. J. kvaðst halda, að hagstofumennirnir hefðu ekki treyst sér ti) að reikna út kaup- máttargildi krónunnar. A. m. k. hefðu þeir ekki svarað fyrirspum um það. Sé þetta rétt, þá bendir það á, að það muni véra erfitt reikningsdæmi. — J. Þorl. kvað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.