Alþýðublaðið - 07.05.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 3 At vtnna. 5 menn vanir lóðaveiðum geta fengið pláss' nú pegar á löðaveiðaskipinu „Faustina“, sem liggur hér á hefninni. — Menn snúi sér i dag og á morgun til skipstjórans um borð. það benda á vonda samvizku, að stýfingarmenn vildu ekki kannast við stýfingarnafnið, sem þó sé sannnefni, en þeir M. T. og Ás- geir kváðu frv. ekki vera stýf- sngarfrv., heldur undirbúning stýf- ingar, því að festing krónunnar væri leiðin til stýfingar. (Mætti þá ekki samkv. því kalla festing- una stýfingarfóstur?) — Jón Þorl. þóttist öruggur um, að kaup verkamanna myndi lækka, sam- kvæmt lögmáli um framboð og eftirspurn. Það er með öðrum orð- um spá hans um atvinnuleysi fjöldans. Veit hann um einhver ráðabrugg í því skyni? —• Hins vegar sagði hann, að stjórn Landsbankans áliti, að festing krónunnar til næsta þings væri því að eins framkvæmanleg, að „ríkisábyrgð eða styrk sé beitt á gengistap bankanna.“ Það verð- ur varla skilið á annan veg en þann, að krónan muni leita upp á við, en ekki niður, því að ekki ættu bankarnir að verða styrk- þurfar vegna kaupa á erlendum gjaldeyri undir sannvirði. — Enn fremur sagði J. Þorl. tvær íhug- unarverðar setningar í deilu við Tr, Þ.: „Það litla, sem stjórnin hefir gert í gengismálinu, hefir verið að halda j hemilinn á haekk- un krónunnar.“ Og: „I minni stjómartíð hefir engu verið neitað, sem íslandsbanki hefir farið fram á.“ — Frávísun frv. með dagskrár. till. var fyrst feld með 15 atkv. gegn 12 og frv. síðan vísað til 3. umr. með sama atkvæðafjölda. Var tvisvar við haft nafnakall um dagskrártill. og 1. gr. frv. Greiddi Jakob atkv. með báðum, en P. Ott. á móti báðum. Með dagskrártill. en móti 1. gr. greiddu atkv. Jón Baldv., Klemenz og 9 ihaldsmenn, en móti dagskrártill. og með 1. gr.: 9 „Framsóknar“-flokksmenn, M. T., Ben. Sv., 01. Th., Árni og Sigurjón. Síðan var frv. um notkun bif- reiða afgreitt sem lög, eins og e. d. gekk frá því, frv. um skips- strönd og vogrek endursent e. d. og ákveðnar tvær umr. um þál,- till. J. Baldv. (Sjá síðar!) Efri deild. Þar vár í Tyrra dag afgreitt sem lög frumv.. um ríkisborgararétt, hversu menn fá hann og missa, — samræming við sams konar löggjöf annara Norðurlanda. Þá var landhelgissjóðsfrv. afgreitt til n. d., frv. um nýjar símalínur, eins og n. d. gekk frá því, og „hlerabrota"-frv. báðum vísað til 3. umr. og ákveðin ein umr. um þingsál.till. um málfærslumenn, sem eru skyldir dómara í undir- rétti, þar sem þeir starfa. 1 grein- argerðinni segir Jónas, að þessi till. sé sú fyrsta af nokkrum fleiri um smábreytingar á skipulagi og vinnubrögðum við undirréttinn, er Kunni að verðá bornar fram á þessu þingi. — Þá tóku við um- ræður um málshöfðunartillöguna og stóðu langt fram á kvöld. Jón Magn. vildi enga ábyrgð taka á lofi stjórnarblaðanna um „Nýja sáttmála", en Iýsti henni fyrst og fremst á hendur Kristjáni Alberts- syni. Hins vægar taldi hann að sjálfsögðu, að rangt liefði verið, ef tekið hefði verið upp á að pynda Aðalstein til sagna. Loks var tillögunni vísað frá með dag- skrártillögu frá Gunnari, og var sú rökstuðning' hennar, að stjórn- in gæti ekki skipað mönnum að ’fara í meiðyrðamál, og var bætt við nokkrum hnútum til Jónasar, af því að hann hefði ekki sjálfur stefnt S. Þ. Sú hliðin, er að al- þingi vissi, var ekki nefnd í dag- skrártillögunni. Frávísun þessi var samþykt með ihaklsfólksatkv. 8, en 3 „Framsóknar“-fIokksmenn og S. Egg. greiddu atkv. á móti. Jón- as og Ágúst greiddu ekki atkv. — Má um deilu þessa segja hið forn- kveðna, að þar veitti ýmsum ver, en hvorugum betur. J i gær var þar frv. um fræðslu barna og um kosningar í málefn- um sveita og kaupstaða endur- sent n. d., eftir samþyktar þær breytingar á báðum, að konum sé jafnt og körlum skylt að taka við kjöri í hreppsnefnd og bæjar- stjóm — og í skólanefnd. Fjár- aukalagafrv. fyrir 1924 og samþ. á landsreikningum s. á. var vísað Tilbuinn karlmannafatnaðnr mikið og gott úrval nýkomið. Óhayrilega lágt verd. Kamgamsnærfatnaður mjög ödýr. Komið og spyrjið urn verðið. ¥ ornhúsið. til 3. ’umr. og skemtanaskattsfrv. til 2. umr. og allshn., þingsál- till. um húsmæðraskóla á Hall- ormsstað til mentamálan. (en urn- ræðum frestað) og ákveðnar tvær umr. um rýmkun landhelginnar. Nœturlæknir er í nótt Ólafur Þorsteinsson, Skólabrú, sími 181. Færeyskur háseti horfinn. 1 fyrra morgun för háseti af fær- eysku skipi héðan út úr bænum, og hefir ekki kornið aftur til skips- ins. 1 gær sást hann síðast í hraun- inu upp af Elliðavatni. Hefir tals- vert verið leitað að honum, en ár- angurslaust. Sennilega er maðurinn geðveikur, en hugsast gæti *þó, að hann væri að eins að foröast skipið. Hann heitir Samuel Samuelsson. Linubáturinn Þorsteinn kom af netjaveiðum í gærkveldi með 18 þús. fiskjar. Hættir hann þar með netjaveiðum, eins og margir aðrir línubátar. !s- firzki línubáturinn Hafþór kom i nótt með 14 þús. fiskjar. Togararnir. Menja kom í morgun með 52 tn. og Hilmir með 57. I dag var von á Nirði og Agli Skallagrímssyni. Hveiti, Haframjöl, Hrisgrjön með sannarlegn gjafverði. Gnnnar Jónsson, Simi 1580. VSggnr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.