Alþýðublaðið - 10.05.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.05.1926, Blaðsíða 2
2 gerfiur a0 geymslustöð fyrir far- Itégabifreiöaínar, því að í garðin- úm er auðvelt til varnar gegn áhlaupum. Víða á Skotlancli er óeirðasamt. „The Flying Scoísman“ (hraðiest- in milli Lundúna og Edinborgar) íór frá Lundúnum í fyrsta sinni í gær, síðan allsherjarverkfallið hófst. Fjöldi bjálka hafði verið reyrður á braularteinana 13 rastir fyrir sunnan Edinborg í þeim til- gangi að hleypa hraðlestinni af teinunum. Svo giftusamlega tókst til, að þetta var uppgötvað fáein- um mínútum áður en lestin kom að þessum stað. Merkjaturnar hafa verið eyði- lagðir á 18 stöðum. 1 Edinborg hafa verið uppþot, og hefir veiling áfengra drykkja verið bönnuð frá kl. 3 eftir há- degi daglega. í gær voru 18*2 skip affermd í Englandi og fáein fermd. Urn 650 járnbrautarlestir voru i gangj. Eitt þúsund bifrefðarstjóra, sem annast matvælaflutning • fyrir I .yons-matsölukrærnar, gerðu verkfall. Varð mikil bagi að, enda skifta matsölustaðir þessir hundruðum og eru afar-mikið sóttir. í Middleborough hafa verið nokkrar róstur. Tilraun var gerð til þess aö hleypa farþegalest af spörinu skamt frá borginni. Múg- urinn eyðiiagði vörubirgðir á stöðinni. Hermannadeild úr flotan- um dreifði mannfjöldanum og korn kyrð á. í Glasgow hafa verkamenn ver- ið athafnasámir. Gerðu þeir til- raun til þess að hefta brauð- flutning. Var tvísýnt, hvernig sá bardagi myndi fara um skeiö, en lögreglan bar sigur úr býtunv. Fyrsta Lundúnalest, síðan alls- lterjarverkfallið hófst, er komin til Clasgow. Undirröður og úrlausn. Sú skoðun virðist alment ríkj- andi, að undirrætur verkfallsins séu pólitiskar, en kaupgjaldið sé aukaatriöi. Biskuparnir í York og Canter- búry starfa að , undirbúningi sáttatilraunar. Gullfoss kom að vestan i gærmorgun. ALEÝÐUBLAÐID Alpliigi. Tillaga um nýjar kosningar feld með samhljöða atkvæðum í- halds- og „Framsöknar“-flokks- manna i neðri deild. Við 3. umr. Landsbankafrv. þar í gær bar Ben. Sv. franr dagskrár- tillögu um þingrof og nýjar kosn- ingar út af bankamálunum. Eft- ir að fundarhlé hafði verið veitt t l að íhuga málið, lýsti Jón Baldv. því yfir, að hann greiddi tillög- unni atkv., svo að þjóðinni gæfist kostur á að segja álit sitt, en að Alþýðuflokkurinn myndi fylgja því máli fram, er hér lægi fyrir, að efla Landsbankann og fela honum seðlaútgáfuna til frarn- búðar, svo sem frv. fer fram á. Dagskrártill. var feld með 20 atkv. allra við'staddra íhalds- og „Framsóknar“-flokksmanna gegn 3, Jóns Bakfv., Ben. Sv. og Jakobs. (B. L., Kl. .1. og M. G. voru ekki við). M. T. greidcii ekki atkv., eö stjórnin svaraði ekki fyrir- spurn hans um, hvp.rt hún treýsti sér til að koma frv. gegn um e. d. Hins vegar tók J. A. J., sem er andstæður frv., það fram, að ó- víst væri, að svo yröi, og vildi með því fóðra atkv. sitt gegn þingrofstill. Áður hafði Jón Baldv. bent' á, hve stjórnin hefir látið máliö dragast á langinn. - — Margir eru og farnir aö búast við, að frv. verði látið daga uppi i þinginu, og gæti það orðið til þess, aö Sig. Egg. og .1. Þorl. -hefðu þó eitt mál til að henda á milli sín í sutnar við kosningarn- af. Hins vegar kom það greini- lega í Ijós, sem þó var áður vit- aö, að ihalds- og „Framsóknar“- flokkarnir kæra sig ekki um aö láta þjóðina dæma um gerðir sín- ar yfirleitt. Peir hafa naumast ver- ið öruggir um, að hún sé nrjög hrifin af samstarfi þeirra og dugn- aði við afgreiöslur stórmálanna. Landsbankafrumvarpið. var síðan afgreitt til e. d. með 18 atkv. gegn 5. Nú var Sigurjón orðinn á móti því auk þeirra, er áður voru, en B. L. var ekki við né heldur M. G, Hákon og Ól. Th. voru gengnir burt (sbr. stðar). Jón Baldv. flutti br.till. um, að fella burtu úr frv. ákvæði um undanþáguveitingarheimild frá gullinnlausn bankaseðla á kreppu- tímum, sem er all-teygjanlegt á- kvæði, en hún var feld. — Jón Porl. reyndi að koma því ákvæði inn í frv., að stjórnin fengi að rá.ðá, hvort fé ríkisins verði geymt í Landsbankanum, en sú till. var feld. Hins vegar var sam- þykt með eins atkv. mun br.till. frá Sigurjóni um, að tvöfalda þá áratölu, sem íslandsbanki 'nýtur hlunninda hjá Landsbankanum fyrir afhendingu seðlaveltunnar. Voru stærri flokkarnir klofnir inn- byrðis um tillöguna. Barnctfrœdsliifrv. var afgreitt sem lög. Framsalskrafa. — Útganga. Auk þingröfsatkv.greiðslunnar gerðist tvent nýstárlegt í n. d. í fyrrá dag. Jón Þorl. lagði fram skriflega ósk um, að deildin franr- selji Tr. Þ. til að bera fyrir dómi ábyrgð ummæla sinna um J. Þorl. í sambandi við sementssölu. Frá j)eirri ræðu Tryggva er nokkuö sagt í Alþbl. 28. f. m. í frásögn umræðna um éínkasölu á áburði. Viil .1. Þ. leggja til grundvallar ritun þingskrifara á ræðunni, en Tr. Þ. hefir breytl uppskriftinni svo, sem hann telur réitára. Munu síðar verða greidcl atkvæði utn kröfu J. Þ. Fyrir mörgum árum gerði Jakob Möller sams konar kröfu um Jón Magnússon, en ann- ars eru þess fá dæmi. — Við atkvæöagr. um bankamálið vé- féngdi Hákon einu sinni,. að rétt væri talið, en þar eð hann tal- aði til. forsetans (Ben. Sveinss.) með talsverðum þjósti, áminti for- setinn hann, og kvaðst mundu setja hann í þingvíli (þ. e. svifta hann þingsetukaupi þann dag) og vísa honum út úr deildinni, ef hann bætti ekki ráð sitt. Gekk þá Hákon út og var utan gáttar þaö, sem eftir var fundarins, og misti þar með af atkv.greiðslum. Ól. Th. vildi láta kalla hann inn aftur, en Ben. Sv. sagði, sem var, að. hann hefði ámint hann, en ekki vísað honum út, og stað- festu þeir M. T. og Jakob það. Atkvæðin reyndust rétt talin við endurkosningu. Nokkru síðar fór Ól. Th. einnig frá atkvgr., en aðr- ir íhaldsmenn sátu kyrrir. Að loknum fundi gekk Hákon aftur hljóðlega til sætis síns.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.