Alþýðublaðið - 14.02.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.02.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ fyrir Fulltrúaráðið. Ætlast er til að fyrirtækinu sé stjórnað af Þriggja manna stjórn, undir eftir- liti Fulltrúaráðsins, á sama hátt °g Brauðgerð alþýðufélaganna. Bú- ist er við að fyrirtækið verði bráð- lega sett á stofn. Góð skemtun. Góða skemtun eiga menn kost á að fá, þar sem er árshátíð verkamannafélagsins Dagsbrún, sem eftir áskorun margra íélagsmanna veröur end- urtekin í kvöld kl. 8 og annað kvöld (sunnudagskvöld). Á skemt- unum þessum eiga menn kost á áð heyra þrjá beztu fiðlu- og píanóleikara bæjarins og þrjá á- gæta sólósöngvara. Margt er og fleira þarna til skemtunar, og mun Það fágætt, að skemtiskrá sé svo hlaðin kröftum, eins og hér, og ættu menn ekki að láta þetta sjaldgæfa tækifæri til þess að fá góða, en saklausa skemtun, ganga fram hjá sér. S. Byggingafélag Itvíknr hélt áðalfund sinn síðasti. sunnudag. Lagðir voru fram reikningar íé- lagsins fyrir árið sem leið. Hefir félagið alls reist hús fyrir um 170 þúsund krónur, og verða það alls 36 íbúðir. Reikningarnir voru sam- Þyktir. Úr gæzlustjórn félagsins gengu, samkvæmt félagslögunum, eftir hlutkesti á stofnfundi, þrír menn, og voru þeir allir endurkosnir. En það voru þeir Hallbjörn Halldórs- son prentari, Sigurður Sigurðsson, Brekkuholti, og Kristján Helgason, Grettisg. 45. í íramkvæmdastjórn var endur- kosinn Þorlákur Ófeigsson, sem gekk úr eftir hlutkesti. Samþyktir voru á fundinum „Al- naennir skilmálar um leigu á fé- lagshúsum®, er stjórnirnar höfðu samið, og ennfremur „Reglugerð um hlutkesti við leigu á félags- húsum“. Á morgnn, sunnud. 15. febr., ki. 2 fer fram hlutkesti í Alþýðu- táðhúsinu við Hverfisgötu, samkv. lögum Byggingaíólags Reykjavíkur, Um það, hverjir af félagsmönnum skuli hljóta þær ibúðir, sem til- húnar verða í vetur og vor, en það eru alls 24 íbúðir. Alls hafa sí’tt 50 manne, svo það verður næst annarhvor fólagsmanna, af þeim sem sótt bafa, sem fá íbúðir. Félagsmönnum er heimilt að vera viðstaddir við hlutkestið. Heinlegar prentvillnr voru í Þingvísum í Alþbl. 11. febr. Þar stendur: „Skarfa vaxa“, í staðinn fyrir: vaxa skarfa skerjum á, í þriðja erindi. í fjórða erindi stend- ur: „af hverjum fingri“, í staðinn fyrir: af hverjum fingur o. s. frv. í 8. erindi stendur: „okkar hönd- in vinnur þráð“, í staðinn fyrir: okkar höndin vinni þráð. í síðasta erindi stendur: „standi laus við ólög sett“, í staðinn fyrir: standi frí við ólög þétt. Sterling kom aftur í morgun. Fékk hvassveður og mótvind, og eyddi svo miklu af kolum, að sýnilegt var að hann gæti ekki náð Seyðisfirði. Sneri því við, austur undir Dyrhólaey, og kom hingað aftur, til þess að fá meiri kol. Tekur þau í Viðey, og heldur svo til Seyðisfjarðar. Danmörk gengnr t þjöðasambanðið. Khöfn, 13. febr. Utanrikisráðherrann leggur á morgun fyrir fólksþingið frumvarp um að danska þingið samþykki að Danmörk gangi í þjóðabandalagið, í samræmi við fyrsta lið Versala- friðarsamninganna. Holland hefir boðað til alþjóða- stefnu viðvíkjandi alþjóðadómstól þjóðabandalagsins. Ðanmörk tekur þátt í þeirri stefnu. Að nordan. Siglnfjnrðar bíó er ekki að hafa fyrir því að þýða nöfnin á kvikmyndunum sem það sýnir; i einu tbl. Frams auglýsir það: Troen der írelser! J Tto snjóílóð. Símfrótt af Blönduósi hermir, að nýlega hafi tvö snjóflóð fallið í Húnavatns- sýslu. Annað á Móbergi í Langa- dal og hitt á Kirkjuskarði í Lax- árdal. Fórust 9 hross á öðrum bænum en 8 á hinum, en annan skaða gerðu þau eigi. Ekki muna menn að snjóflóð hafi fallið á þessum stöðvum áður, svo tjóni hafi valdið. (Fram) Jarðleysi segja norðanblöðin, einkum í Skagafjarðarsýslu og Húuavatnssýslu. Snjóþyngsii eru þó ekki orsök þess nema sumstað- ar, heldur áfreðar. Mannalát. Nýlega er látinn á Akureyri Jóhannes Þorsteinsson kaupmaður. Hann var mesti dugn- aðarmaður og hvers manns hug- ljúfi. Banameinið var krabbamein í maganum. Kennaraskifti hafa orðið við gagnfi æðaskólann á Akureyri nú úr nýjárinu. Kari Nikulásson kennir þar nú dönsku í stað Júl. Havsteen, sem settur er bæjarfógeti á Akur- eyri. Vansalaust er það ekki fyrir skólann, að ekki skuli fastur kenn- ari vera í þessari grein, eins nauð- synlegt og það er í tungumála- kenzlu, að nemendur skifti ekki altaf um kennara. Akureyri færir út kríarnar. Nýlega keypti Akureyrarkaupstaður á upppboði hálfa jörðina Bænda- gerði — helminginn átti bærinn fyrir — fyrir 11 þús. og 100 kr., sömuleiðis halfa jörðina Mýrarlón á 8 þús. kr. Eru kaup þessi hyggi- leg og lýsa framsýni bæjarins. Fyrir BeykjaTÍk má telja auglýsingu, sem birt er í Lb. 4. des. f. á. Er hún um það, að umsókn um hlutdeild I styrk til skálda og listamanna árið 1920, verði að sendast Stjórnarráðinu fyrir 10. þ. m. (jan.). Blaðið er sent út um land með póstinum nú, og verðui ekki komið í hend- ur margra kaupenda fyr en í mánaðarlok, eða þrem vikum eftir að umsóknirnar urðu að vera komnar suður í Stjórnarráð. Það er eins og Stjr. hafi haft það á meðvitundinni, að Reykjavík myndi hirða bitann ein. (Verkam.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.