Alþýðublaðið - 31.05.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.05.1926, Blaðsíða 3
öll, fyrir vegagerðina er fram- kvæmd í „Hamri“. Peir eru hlyntir „Hamri“, þessir tveir embættismenn ríkisins, og saman spyrtir yrðu þeir líka ef- laust dýrasla spyrðubandið á ís- landi. Jón Þorláksson var einu sinni landsverkfræðingur. Á þinginu i vetur þótti honum, sem einn þing- maðurinn gæfi í skyn, að hann hefði notað stöðu sína sem emb- ættismaður ríkisins til að verzla við sjálfan sig. Þótti honum sem slikt væri aðdróttun til' sín um glæpsamlegt athæfi, og vildi fá þingmanninn fratn seldan til að bera ábyrgð ummælanna fyrir dómi. B. B. J. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Ólafur Jónssón, Vonar- stræti 12, simi 959. Mjölkurverð • lækkar hér í bænum um 10 aura lítrinn nú frá mánaðamótunum. 51 ár er í dag frá dánardegi Jóns Guð- mundssonar ritstjóra „Þjóðólfs“. Togararnir. Njörður skrapp hér út í flóann og kom aftur í morgun með talsvert af 'soðfiski og 15 eða 16 tunnur lifrar. Hættir veiðuin eru í viðbót við þá, sem áður eru taldir, „Alliance“-togararnir Jón forseti, Skúli fógeti og Tryggvi gamli, og auk þess hefir Egill Skallagrimsson hætt sökmn vélbil- unar. . Þarna er lifandi mynd af stjórn burgeisanna á framleiðslu- tækjunum og umhyggju þeirra fyrir hag heildarinnar. Dýrasýningarnar í Bárubúð. Þar glímir björn við sýningarmann og fellur alt af á bakið, skriður upp og ofan stiga og stendur á afturfótunum og sýpur úr flösku, api hendir sig gegn um gjörð, sem sýningarmaður heldur hátt á lofti, sýningarkonan og dóttir hennar láta slöngur hringast utan um sig o. s. frv. Annars er fróð- legast að athuga dýrin sjálf utan sýningar. Við sýninguna spilar dóttir sýningarhjónanna nokkur lög. Skipafréttir. Villemoes kom á laugardaginn frá útlöndum. Gat hann ekki annast af- greiðslu í Vestmannaeyjum vegna ALSÝÐUBLAÖÍÐ bilunar. „Lyra“ kemur á morgun og landlæknir með henni. Goðafoss fer annað kvöld austur og norður um land. Franskur iögari kdm hing- að í morgun. Veðrið. Hiti mestur 8 stig, minstur 1 st. (á Seyðisfirði). Víðast. norðan- og norðaustan-átt, hæg. Útlit: I dag breytileg vindstaða, hægur og ef til vill skúrir seinni partinn sums stað- ar á Suðvesturlandi, á landnorðan og austan annars staðar, dálítil úr- koma sums staðar á Norðaustur- landi, 1 nótt sennilega fremur hægur á austan. Vegna hreingerningar á Goodtemplarahúsinu falla síúku- fundir niður þessa viku. „Trúrra þjóna verðlaun“ liefir Sigurjón(sson) Jónsson feng- ið hjá íhaldsstjórninni. Hann hefir verið skipaður útibússtjóri Lands- bankans á ísafirði. Viðvarpsnotendafélagið. Fundur í kvöld kl. 81/2 í Bárunni. uppi. Dagheimili „Su nargjafarir.nar" byrjar 1. júní. Þá skoðar læknir börnin, og fer skoðunin fram í barnaskólanum. Enn þá geta fáein bbrn fengið vist á heimiiinu. fe* Heli fi > w*. nýlega fengið fjölbreytt úrval af vönduðum Höfnðfðtum svo sem: Hatfta, harða og lina. Enskai* húfur, Stráhatta. Barnahúf ur. Enn fremu/mikið af fallegum Hálsbindum. í-f i-Gt&Qfi Kaupið eingöngu íslenzka kaffibætinn „Sóley“. Þeir, sem nota hann, álíta hann eins góðan og jafnvel betri en hinn útíenda. Látið ekki hleypidóma aftra ykkur frá að reyna og nota Birni Bl. Jönssyni hefir verið sagt upp bifreiðar- j stjórastarfi s:nu við Landsverzlun. islenzka kaffibætinn. Hæsta boð í „Siegfried", pý. ka áfeigistogar- abn, varð 33 pús. kr. Óvíst er enn, hvort liann verður látinn fyrir það. Hjönaefni. Trúlofun sína hafa opinberað 26. þ.m. Guðrún-Guðmundsdóttir verzl- unarmær, Framnessvegi 47, og Anni- líus B. Jónsson sjómaður frá Vatns- nesi við Keflavík. Hitaflöskur. Nestiskassar. i WilTi'ií Bollapðr. KSkudiskar. | Nýkomið. MJog ödýrt. Gunnar Jénsson, Simi 15SO. Vðggur. Sáttasemjari rikisins, Georg Ólafsson bankastjóri,. hefir að sögn sagt af sér sáttasemjara- starfinu frá 30. sept. næst komandi. Qengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 119,73 100 kr. sænskar 122,18 100 kr. norskar .... — 99,38 Dollar..................— 4,568/j 100 frankar franskir. . . — 14,79 100 gyllini hollenzk . . — 183,67 100 gullmörk pýzk... — 108,48 Fundurinn við Þjörsárbru var ársfundur Búnaðarsambands Suðurlands, og fóru þar fyrst fram venjuleg ársfundarstörf. Síðar á fundinum hófust umræöur um Suð- urlandsskólann, og var Eiríkur Ein- arsson bankastjóri. enn að tala í því niáli, er tíðindamaður Alpýðulilaðs- ins fór af fundinum. Búist hafði vcr- ið við, að almenn þjóðmál kæmu ef til vildi til umræðu, og voru pví þarna staddir ýmsir forystumenn stjórnmálaflokkanna, svo sem Jón Baldvinsson, Jón Þorlákss., Tryggvi og Jónas, Sig. Eggerz, pinginenn Árnesinga, en ekki Rangæinga, s'ra Ingimar Jónsson 0. fl. „Esja“ fór héðan í gær kl. 6 vestur uiu land í hringferð, troðfull farpega. Meðal þeirra voru Björn Bl. Jónsson á leið vestur á Snæfellsnes og til Vestfjarða, Stefán skáld frá Hvita- dal, Ásgeir Bjarnpórsson málari pg Reinbard Prinz.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.