Alþýðublaðið - 17.02.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.02.1920, Blaðsíða 1
'jÞriðjudaginn 17. febrúar 36. tölubl. Inflúenzan. Er sóttkvsunin húmbúk? Óskemtileg hugsun er það, að ’fiflúenzan skuli vera komin til ^estmannaeyja, bví enginn skal vera svo fávís að ætla, að hún frefði ekki alveg eins getað veriö komin á land hér í Reykjavík, ef sv0 hefði borið undir, þrátt fyrir iJað þó hér sitji allsherjar-sótt- varnarnefnd og stjórn landsins. Það verður ekki séð að sótt- varnir þær, sem gerðar hafa verið, séu gerðar i fullri alvöru. Miklu fremur lítur svo út, sem þær séu Serðar til þess að friða fólkið. Almenningur krefst þess að fá &ð vita nú þegar, hver ber ábyrgð á sóttvömunum. Er það lands- stjórnin, eða er það sóttvarnar- hefndin? Það þarf að vera annað- ðvort, og eðlilegast væri að það vaari sóttvarnarnefndin. En þá þarf hún líka að fá alrœðisvald 2 sóttvarnarmálnnum. Það er ekki hægt að heimta af henni, að hún standi fullkomlega vel í stöðu sinni, ef hún á að þurfa að bera ákvarðanir sínar undir stjórnina, enda er hún þá 1 raun og veru ®kki annað en einskonar hlífðar- 3kjöldur, sem stjórnin heflr að kaki sér. Það, sem hingað til heflr verið gert í sóttvarnarmálunum, bendir á að fyrirkomulagið sé eins og Það á ekki að vera; að ráÖin séu alstaðar og hvergi. Að þau séu að nafninu til hjá sóttvarnar- befnd, en 1 raun veru hjá stjórn- tbni. Það hefir verið gefln út reglu- Serð um sóttvarnir, en hún hefir aÖeins verið birt í Lögbirtjngabl., sem tiltölulega fáir sjá, í stað bess að hún hefði átt að birtast 1 hverju einasta blaði, og sérprent- ast og verða send út um alt land, eftir því sem ferðir falla til, auk fr®ss sem að átti að síma hana út um alt land og hengja hana ux>p á hverja símastöð og hvert pósthús í landinu, og í hverja ein- ustu sölubúð í öllum sjávarþorp- um á landinu. Enn fremur átti að senda út áskorun til almenn- ings um það, að vera nú samtaka í því að útiloka þennan vágest, með því að hlýða gaumgæfilega reglunum, sem settar voru, og stofna ekki lifi margra íslenzkra karla og kvenna í tvísýni, fyrir stundar hagnað eöa þægindi. Og áskorun þessa hefði átt að birta á sama hátt og reglugerðiga. Því aðeins með því að skapa sterkt almenningsálit með því að við eigum að verjast þessari veiki, getum við gert okkur von um að reglugerðinni verði hlýtt. Alt þetta hefði átt að vera búið að gera. En það er ekki of seint að gera það ennþá. En fyrst og fremst: Almenn- ingur heimtar að fá að vita hver ber ábyrgðina á sóttvörnunum: fiefndin eða stjórnin? 1; lll^ . Khöfn 15. febr. Frá Berlín er simað, að frétta- stofan Agence Havas [frönsk] til- kynni fyrir hönd hins opinbera, að ráðstefna Bandamanna í Lon- don hafi samþykt að ríkisrétturinn í Leipzig skuli dæma „stríðsaf- brotamennina" undir eftirliti Banda- manna, samkvæmt (breyttu) til- boði Þjóðverja, dags 25 jan. Frá Haag er símað, að mælt sé Bandamenn fari á ný fram á að Yilhjálmur fyrv, keisari sé fram- seldur, eða hafður í haldi í ný- lendum Hollendinga í Austur- indíum. Bolsivíkar íæra útkvíarnar. Khöfn 15. febr. Frá Amsterdam er símað, að þar hafi staðið (eða standi?) leyni- legt kommúnistaþing, sem setji á stofn framkvæmdaskrifstofu, er undirbúi „3. Internationale" og að Sovjet-Rússland leggi til kostnað- arins 20 milj. rúbla í gulli. (Það er um 42 milj. kr.). [„Internationale" er nefnt al~ þjóða-verkamannasamband það, er bolsivíkar hafa stofnað]. Fundir Þjdðabandalagsms. Khöfn 15. febr. Fundir Þjóðabandalagsins verða haldnir í heyranda hljóði. Fifiðupims mílli Eisía og So’vjet-R-úisslandLs. Khöfn 15. febr. Friðurinn milli Sovjet-Rússlands (bolsivíka) og Eista er nú geng- inn í gildi. ViJi?k8menn og atvinnui*ekendiuF. Khöfn 15. febr. Verkamenn og atvinnurekendur [í Danmörku] eru aftur farnir að semja um kaupgjald. Atvinnu- rekendur halda fram, að verka- menn hafi fengið 249°/o hækkun, en að varningur hafi aðeins stigið um 142°/o. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.