Alþýðublaðið - 21.06.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.06.1926, Blaðsíða 2
Genglsmálið og kjðr alþýðustéttarinnar. Ræða Jóns Baldvinssonar al- þingismanns við 2. nmræðn „stýfingar“-frumvarps Tryggva Þórhallssonar á alpingi 1926. (Frh.) Hv. f»m. Stranda (Tr. Þ.) hefir bæði nú og við 1. umr. sagt margt um gengismálið, og yrði það að sjálfsögðu of langt mál, ef ætti að svara honum orði til orðs. Þess vegna ætla ég ekki að drepa á nema örfá atriði í sam- bandi við málið og út af orða- skiftum, sem urðu milli okkar, þegar mál þetta var til fyrstu umr. Svo var ýmislegt í ræðu hans þá, sem ekki var rétt. Hv. þm. (Tr. Þ.) tök svo til orða, að enginn útgerðarmaður vonaðist eftir þvi, að útgerðin myndi borga sig á þessu ári. Þetta kalla ég nokkuð freklega fullyrðingu, enda getur hver mað- ur skilið það, að ef útgerðar- menn hefðu sleppt allri von um hagnað á útgerðinni eða allri von um það, að hún myndi bera sig, þá myndu þeir alls ekki gera út, en það hafa þeir gert til þessa, hvað sem við tekur, þegar vertíð er búin, því að þótt illa kunni að líta út núna í bili, þá hafa slík tímabil oft komið, að verðfall hefir orðið á afurðum og menn ekki slept allri von fyrir það, að atvínnuvegurinn geti borið sig. Svipað sagðisí hv. þm. Stranda (Tr. Þ.) um iandbúnaðinn. Hann var að segja sögu af tveimur bændum, sem hefðu órðið að hætta búskap vegna lággengisins. Um þetta atriði verður að sjálf- sögðu að taka meira tillit til þess, er hv. þm. (Tr. Þ.) segir, heldur en þegar hann talar um sjávarút- veginn, því að bæði hefir hann mikinr. áhuga fyrir landbúnaði, og hefir sjálfsagt mikla þekkingu á svc-itabúskap. Og sé nú þetta rétt, að ungir, efnaðir og duglegir bændur séu að flosna upp af jörð- um sínum vegna lággengisms, þá hlýtur manni að koma sú spum- ing í hug hvort ekki sé eitthvað bogið við búskaparlagið hér hjá okkur, því sé sá atvinnuvegur svo illa staddur, sem hv. þm. (Tr. Þ.) segir, þá hlýfur haan að vera á heljarþröminni, e^ ungir, dug- Jegir og efnaðir bændur treysta ser ekki til þess að búa. En ég held, að þetta sé nú eins og hitt, að hv. þm. Stranda (Tr. Þ.) líti of svart á hlutina. Hv. þm. Stranda (Tr. Þ.) taldi það hin mestu bjargráð fyrir ver'kamenn, að peningar landsins hefðu fast og stöðugt gildi. Þessu vil ég alls ekki neita. -En ég er hræddur um, að hans aðferð til að festa peninga landsins sé ekki óyggjandi. Gæti ekki svo farið, ef nú verður farið að fella pen- inga í verði, en það er ljóst af öllu, að slíkt er ætlun hv. þm. (Tr. Þ.), að þá verði fallið meira en hann ætlar, og að við fáum nýtt lággengistímabil ? En það vil ég segja hv. þm. (Tr. Þ.), að mesta lággengistímabilið er eitt hið allra versta tímabil, sem kom- ið hefir yfir verkalýð þessa Iands. Nú, en hvað er svo þessi stýfing, sem hv. þm. Stranda (Tr. Þ.) krefst að fulltrúi verkamanna fylgi sérstaklega? Það’, sem ómót- mælanlega vakir fyrir hv. þm. (Tr. Þ.), er það að fella krónuna í verði. Síðan á að finna með ein- hverri rannsókn, sem enginn veit hvernig á að verða, kaupmátt krónunnar innanlands og stýfa hana þar eftir kannske svo og svo langan tima. En meðan á þessu öllu stendur, á aumingja krónan að vera á sálnaflakki milli þess- ara „póla“, sem um getur í 3. gr. frv. Og svo er engin vissa fyrir því, að þótt kxónan yrði nú feld í verði og reynt að halda henni þar, að ekki komi „sam- hljóða og sameiginlega“ krafa frá fulltrúum landbúnaðar og sjáv- arútvegs og heimti enn meiri lækkun, af því að útlitið sé svo vont og ískyggilegt um afkomu atvinnuveganna. Þetta er sú braut, sem mér finst að hv. þm. Stranda (Tr. Þ.) vilji fara út á, þótt mér detti ekki í hug að efa Jrað, að hans ætlun sé sú að halda verðgildinu föstu, þar sem krónan er stýfð. En hann verður að fyrirgefa þaö, sá góði maður, þótt fulltrúi verkamanna geti eigi fylgt honum út á Jressa braut, því að það er ekki að mínu áliti ráðið til J>ess, að verka- menn fái fasta peninga. Ég skyldi vera með því að sfýfa krónuna, ef ég hefði nokkra trú á því, að sú aðferð lukkaðist, en það eru þessi hundrað „ef“, sem eru milli þeas að tala um stýfinguna og koma henni fram í raun og veru, sem gera . J>að að verkum, að ég gel ekki verið með frv. hv. þm. Stranda (Tr. Þ.). Ég hefi aldrei dregið dul á það, að ég tel það rétt, að við ættum að hafa það markmið fyrir augum að koma krónunni okkar í hið gamla gullgildi. Og J>etta tel ég kleift. Hins vegar dettur mér ekki í hug að halda því fram, að það eigi víss vitandi að skapa óeðli- Iegar gengissveiflur upp á við. En að ég tel það kleift að koma krónunni aftur í gullgildi, er af þeim ástæðum, sem ég gat um við 1. umr. þessa máls, að góð- ærið 1924—1925 gerði bönkunum kleift að losna við talsvert af erlendum skuldum, og að hagm ríkissjóðs hefir batnað stórkost- lega. Þetta hvort tveggja á að mínu viti að gera það mögulegt, að halda áfram stefnu hins háa alþ. í þessu máli, að hindra verðfall krónunnar og jafnvel stuðla að varlegri hækkun hennar. Það má vel vera, að j>að sé rétt, sem hv. samþingismaður minn, 3. þingm. Reykv. (Jak. M.), sagði við 1. umr. málsins, að ráðstafanir, sem gerðar væru að eins til þess að hindra verðfall peninga, verkuðu þannig, að gengið hækkaði. En hvorí við eigum að halda þeirri skipun um gengisskráningu og gjaldeyrisverzlun, sem nú er, er annað mál. Verði gengisnefnd haldið áfram, þá ætti að minsta kosti að bæta í hana mönnum frá Alþýðusambandi fslands og sambandi starfsmanna ríkisins, svo sem farið var fram á í fyrra. En mér finst, að komið gæti líka til mála að fela Landsbankanum málið á þeim grundvelli, að hana sæi um, að ekki yrði verðfall á islenzkum peningum. Þetta er frá mínu sjónarmiði því eðlilegra, sem Landsbankinn var á stríðs- tímunum og síðar bjargvættui landsins um peningaskifti út á við, þótt öðrum stæði það jafnvel nær J>á, og enn fremur af þvir að af greinargerð frv. hv. þm. Stranda (Tr. Þ.) er J>að ljóst, áð Landsbankinn hefir haft alla for- göngw gengrsmólsins á síðast liðnu ári, og að mínu áliti á hann þökk skilið fyrir J>að, aið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.