Alþýðublaðið - 18.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.02.1920, Blaðsíða 2
a alÞýðublaðið laust. Þeir góðu herrar, er samið hafa lög og reglur fyrir íslenzkan háskóla, eða eftirmenn þeirra, verða að gæta þess, að ekki er hægt að ala upp dugandi vísinda- menn og embættismenn með tóm- um lögum. Fyrst stofnsettur var háskóli, er það sjálfsögð skylda þingsins að sjá honum þegar í stað fyrir sæmilegu húsnæði, og láta þá jafnframt reisa stúdentabústað; því fyrsta skilyrði þess, að hægt sé að nema, er það, að vel fari um menn. Pegar aukaþing hefir ekki nægi- legt húsrúm, má nærri geta hvort reglulegt þing hefir það; og verði haldið áfram að halda vetrarþing, sem nú er lögboðið, er ekki annað fyrirsjáanlegt en að háskólinn verði að hætta störfum um lengri eða skemri tíma, á meðan þing situr, og má nærri geta hvað slíkt er kostnaðarsamt. Þetta ástand getur og má ekki lengur vibgangast. Það aukaþing sem nú situr á rök- stólum verður að taka ákvörðun um málið. í sambandi við þetta skal þess getið, að verið er nú að selja lóðir í Landakotstúni, en sá staður mun mjög ákjósanlegur fyrir há- skóla og þau hús er honum fylgja. Hvað sem gert verður í þessu máli, ætti landið í tíma að tryggja sér lóðir þarna, því það sannast, að þær verða ekki gefnar, þegar þær eru búnar að ganga gegnum greypar margra lóðaprangara. /. J. Fyrir 21/* mánuði var almenn- ingseldhúsunum í Khöfn breytt í ódýr veitingahús, rekin af bænum. Áður var þar seldur -tvíréttaður miðdegisverður allan daginn, mjög svo ódýrt, en nú hefir öllu fyrir- komulaginu verið gerbreytt. í stab þess að haía sama mat allan dag- inn, geta menn valið um eftir matseðli. Áður kostaði máltíðin 85 aura, en nú koatar hún 1 kr. Auk þess er hægt að fá smurt brauð, kaffi, te, öl og vindla, alt með mismunandi verði, eftir gæð- um. Verðið er mun lægra en hjá veitingahúsum þeim, sem rekin eru af einstöku mönnum, einkum á vindlum, sem kosta ekki nema 22 aura. Eins og gefur að skilja, hljóta þessar stofnanir að vera einkar- hentugar almenningi, og reynsla sú, sem fengin er í stríðinu, hefir sýnt hve nauðsynlegar þær eru. Samt virðist Dönum vera ijóst, að þær séu það ekki síður á frið- artímum. -}- Ritstjóri auglýsingablaðsins Vísis, fyrv. 2. þm. ítvíkur Jakob Möller, er með nokkrum vel völdum orð- um að ráðast á stefnu jafnaðar- manna og gera grein fyrir póli- tiskum skoðunum sínum í Vísi á mánudaginn var. Með því að J. Möiler segist muni fara á þing aftur, hvað sem tautar, og með því að þeir munu nokkrir, sem álíta hann stjórnmálamann, verður eigi með öllu skelt skolleyrum við skrifum hans, sem maklegast væri þó. Jakob Möller segir að hann sé hvorki jafnaðarmaður né auðvalds- sinni. Hann er á móti báðum. Hann kallar stjórnmálaskoðanir jafnaðarmanna „kreddur" ogkveðst vera algerlega óháður „kreddum" jafnaðarmanna og auðvaldssinna. Auðvitað er það gott og blessað, að vera laus við „kreddur". En hverjar eru „kreddur" jafn- aðarmanna? Þeir berjast fyrir vel- ferð þjóðfélagsheildarinnar, meta meira hag heildarinnar en ein- lingsins, sökum þess að það er nauðsynlegt til að öllum einstak- liugunum geti liðið vel. Eru þetta þær „kreddur “, sem J. Möller vill ekki binda sig við? Til hvers bauð hann sig fram til þings? Var það til að vernda hagsmuni fárra einstaklinga gegn hagsmunum heildarinnar, eins og auðvaldssinnar gera? Nei, hann kveður sig ekki heldur vera bund- inn „kreddum" þeirra. Með öðrum orðum: hann berst hvorki fyrir hagsmunum allra einstaklinganna (þ. e. heildarinnar) né fyrir hags- munum fárra einstaklinga. En sem stjórnmálamaður hlýtur hann að berjast fyrir hagsmunum einhverra eða einhvers. Rökrétt ályktun af orðum hans hlýtur þvi að vera, að hann berj- ist fyrir sínum eigin hagsmunum. En því er hann þá ekki svo brein- skilinn, að játa það? Hann segir, að „frjálslynd al- þýða“ hafi kosið sig á þing. Þar hitti hann vissulega naglann ú höfuðið. Það eru sannarlega „frjáls- lyndir“ kjósendur, sem láta sér á sama standa, þó fulltrúi þeirra í þingi þjóðarinnar hafi engar „póli- tiskar* skoðanir. Látum nú vera, þótt hann sæti á þingi skoöanalaus, of hann gerði engum mein. En skrif hans í Vísi síðustu árin bera annað með sér. Þar hefir hann, eins og kunnugt er, hafið hverja árásina annari svæsnari á landsverzlunina, ekki eingöngu á rekstur hennar, heldur einnig á ríkisverzlun í sjálfu sér. Þar var hann ekki meinlaus, þvi hann hefir talið fjölda af fáráð- lingum trú um að ríkisverzlun gæti ekki blessast. En ekki verður séð að aðrir hafi haft hag af þeim skrifum hane en kaupmennirnir, sem hann seg- ist þó ekki vera bundinn. Hann hefir einnig farið mörgum ómak- legum orðum um kaupfélagsskap bænda. Hverjir hafa hag af því? Svarið verður hið sama: Kaup- mennirnir. En nú er öllum sem til þekkja Ijóst, að dýrtíðið hér stafar að' miklu leyti af okri kaupmannanna. Á það hefir Vísir aldrei minst einu orði. Hverjir hafa hag af að sé þagað yfir því? Kaupmennirnir. Staðhæfing hans um að hann berj- ist á móti auðvaldinu sr því fallin um sjálfa sig. Kaupmannaokrið er alvarlegra þjóðarböl efl svo, að það megi vera óátalið. Hverjum stendur nær að átelja það og reyna að fá úr því bætt, en fulltrúa alþýðunnar í; Reykjavík? Væri J. Möller fulltrúi alþýðunnar, mundi hann gera það. Hann ætlar, eftir eigin orðum sínum, að vera fulltrúi sjálfs sín á þingi; en hann verður ekki annað þar, en hann hefir verið með skrifunum í blaði sínu und- anfarið: dulbúinn fulltrúi auðvalds- ins, en notar aðeins atkvæði fá- fróðra kjósenda til að komast. á. þing. S.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.