Alþýðublaðið - 19.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.02.1920, Blaðsíða 2
a ALÞf'ÐUBLAÐIÐ ®r að verjast veikinni, skal hér sagt írá því, að þegar hún gekk «m Austurland árið 1893, drap Mn 7, hvern mann í einu héraði «g kom á hvert einasta heimili, nema eitt, og var það — þótt undarlegt megi virðast — prests- setrið. En þangað komu menn þó iðulega, en aldrei inn, og prestur- inn jarðsöng þá, sem dóu. Enginn maður veiktist, og var það þakk- að því, að heimamenn komu aldrei nálægt aðkomumönnum, frekar en nauðsyn krafði, og prest- urinn varaðist alla snertingu. Eins víst og sóttvarnarreglur eru gagnslausar án vilja almenn- ings, eins víst er hitt, að viiji al- mennings og varkárni er aðalráðið til þess, að verjast bæði inflúenzu og öðrum næmum sjúkdómum. Reykvíkingar ættu nú einu sinni að taka rögg á sig, og hlýða ná- kvæmlega öllum sóttvarnarreglum, og meira en það, þangað til íull- ▼íst er að hér sé inflúenzan ekki komin enn, og auðvitað gæta þess síðan, að ekki komi það sama fyrir og nú hefir hent Reykjavík. OpiO toréi (aðsent) til iþingmanna Rvikur (o. fl.). Með því eg þykist vita, að hið xnikla kapp, sem þið lögðuð á að komast á þing, hefir eigi verið gert’í eiginhagsmunaskyni, heldur til að efla og bæta fjárhag þjóðar- innar og þá einkum verkafóllrs og alþýðu, sem er lífæð hennar, þá leyfi eg mér, í tilefni af því, sem einn af kjósendum okkar, að mæl- ast til að þið, göfugu herrar, gefið svar upp á eftirfarandi spurningar: 1. Yiljið þið gæta þesæ vand- lega, að þið eruð ekki einungis þingmenn ykkar kjördæmis, heldur og allrar þjóðarinnar? 2. Viljið þið stuðla að því, að þingið beri virðingu fyrir sjálfu sér, svo sem með því, að þing- menn sitji hljóðir í sætum sínum, er einhver talar, en séu ekki á fleygiferð um salina, svo og að engum þingmanni leyfist að vera fjærstöddum meðan á atkvæða- greiðslu stendur? 3. Að þingmönnum leyfist alls ekki að vanhelga þinghús með því, að mæta víndrukknum? 4. Viljið þið af alefli styðja að skynsamlegum og sanngjörnum kröfum verkamanna og sjómanna, eins og t. d. hvíldartíma háseta á togurum ? 5. Viljið þið styðja að því, að ekki sé með óþarfa masi tafið fyrir framkvæmdum, t. d. notkun fossa o. íl. (og láta ykkur víti þeirra, sem börðust á móti járnbraut og síma, að varnaði verða)? 6. Viljið þið sjá um að þingið komi því í lag, að hin svívirðilega og hneykslanlega notkun sunnu- og helgidaga sé afnumin, og frum- varp til laga, bygt á sama grund- velli og frumvarp það, er síðasta alþing stakk undir stól, sé sam- þykt? 7. Vilja þingmenn styðja að því, að þingið vandi svo lög sín, að unt sé að halda þau, og að mönn- um sé ekki beinlínis kent — eins og nú á sér stað — að brjóta lögin með sektarákvæðum frá einni upphæð til annarar? Pyrsta sekt á að vera nógu há og margfaldast svo við ítrekað brot. 8. Vilja þingmenn sjá um, að sektir í brotum við veiði í land- helgi séu afnumdar, og í þeirra stað komi: Hvert skip, sem er með botnvörpu á veiðum í land- helgi, skal upptækt með öllu nema mönnum? 9. Vilja þingmenn sjá um, að hið hneykslanlega ákvæði fátækra- laga, er snertir sviftun kosningar- réttar þess, sem þyggur eða hefir þegið af sveit, sé tafarlaust úr lögum numið? 10. Vilja þingmenn koma því í framkvæmd, að allir þeir menn, sem á unga aldri hafa sagt sig úr þjónustu ríkisins, og fengið góða stöðu, séu sviftir eftirlaunum? 11. Vilja þingmenn sjá um það, að ráðh. sé gert að strangri skyldu að víkja taíarlaust þeim lögreglu- stjórum úr embætti, sem ekki kunna eða geta látið hlýða lands- Iögum? Þetta er það fyrsta sem þingið þarf að framkvæma. Borgari. ÞmgmenQimir og inMenzan Eins og menn vita, var þing- maður Vestm.eyinga settur í sótt- kví, eftir að það kvisaðist hér í bæ, að infiúenzan værí komin til Vestmannaeyja. Þingmaður þessi var þá búinn að sitja á þingi og fara um bæinn eitthvað. Húsið, sem hann hélt til í, hefir verið sett í sóttkví, eins og vera bar. En þinghúsið er, eins og menn vita, notað til þingsetu eftir sena áður, sem eg býst við að ekkert sé við að athuga. En hitt virðist mér skrítið, og það er, að þing- mennirnir — sem sátu á þingi með Karli — eru látnir leika laus- um hala. Þeir fara allra sinna ferða, og meira en það, því þeir sitja veizlur hjá kunningjum, víðs- vegar um bæinn. Ekki er nú til mikils mælst, þó þess sé farið á leit við þá háu þingmenn, að þeir haldi sér sem mest innan veggja þinghússins og þeirra staða, sem þeir halda til á, eða borða á, meðsn ekki er víst hvort inflúenzan er komin hingað. fetta væri bæði þeim og öðrum happadrýgst. Þeim vegna heim- ferðar þeirra, og öðrum vegna sýk- ingarhættu, sem af þeim kynni að stafa. Ignis. Qerkoshulir frakka. Ný ríkisskuldabréf. Frskkar gefa út ný 5°/o ríkis- skuldabréf sem á að borga aftur á 6o árum með jöfnum afborgun- um, og ræður hlutkesti hvaða skuldabréf eru borguð. Endurborg- unin byrjar þegar á þessu ári, og eru skuldabréfm innleyst aftur með 150°/o, það er, fyrir hvert 100 fránka skuldabréf eru borg- aðir 150 fránkar. Skuldabréf þessi eru ekki skattskyld á neinn hátt, hvorki til sveitasjóðs eða ríkis. Jafnaðarmenn greiddu atkvæði móti því að þau væru skattfrf. Herkostnaðnrinn 220 miljarðar. Herkostnaður Frakka hefir orð- ið samtals 220 miljónir fránka eða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.