Alþýðublaðið - 06.07.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.07.1926, Blaðsíða 1
Alpýðúblaðið Gefið út af AlþýOuflokkoam 1926. Þriðjudaginn 6. júlí. 154. tölublað. Erlend slmskeyti. Khöfn, FB., 5. júlí. Fjárhagsmál Frakka. Frá París er símað, að sérfræð- inganefndin í fjárhagsmálunum leggi til, að lagðir verði á nýir, óbeinir skattar, er nemi Um 5 mill- jörðum árlega. Enn fremur kveða jþeir hina mestu sparsemi lífsnauð- (pyn 1 öllum ríkisrekstri. Þá leggja þeir til, að embættum verði fækk- að, að verðfestingarlán verði tek- ið og skuldasamningarnir |við Bandarikin samþyktir. Vatnavextir'í Mið-Evrópu. Frá Berlín er símað, að vatna- vextir hafi komið á ný víðs vegar um Miðevrópu og valdið milljóna- jónatjóni. Frá Risafjöllum er símað, að þar á slóðum hafi margir menn drukknað og búfénaður farist. I Dónárlöndum hefir fólk drukknað í hundraðatali. Khöfn, FB., 6. júlí. Járnbrautarslys. Frá París er símað, að- hrað- lestin frá Havre hafi hlaupið af teinunum nálægt París. 17 dóu, 97 særðust. Slys af eldingum. Frá Berlín er símað, að miklar eldingar og regn hafi komijð í gær og valdið miklum skaða í ná- grenni bæjarins. 1 gistihúsi einu biðu 13 bana, en 50 særðust. Áhrif ósanngirni burgeisanna ensku við kolanámumenn. Frá Lundúnum er símað, að baðmullariðnaðarframleiðslan hafi minkað um helming vegna kola- verkfalísins. Sklpafréttlr. Fisktökuskip kom hingað í gær. — Von er á ainerisku skemtiskipi hing- að annað kvöld. Innlend tfiðindi. Akureyri, FB., 5. júlí. Rannsókn á vinsmyglunarmál- inu nyrðra lokið. Rannsókn í vínsmyglunarmáTinu er lokið og hinir ákærðu látnir lausir gegn tryggingu. Hafa þeir játað að hafa fengið vínið úr þýzkum togara undir Jökli, alls um 1900 lítra í 10 lítra dunkum, og var það falið á þremur stöð- um, en lítið eða ekkert mun hafa verið selt af því, en talsvert drukkið af skipshöfninni á ferða- laginu fram og aftur. Um • 800 lítrar fundust. Enginn hinna á- kærðu þykist vera eigandi áfeng- isins. Einn hinna ákærðu heitir Bjarni Finnbogason, en ekki Jó- hannesson, eins og stóð í skeyt- inu um daginn. Kveður hann Jón eiganda áfengisins, en Jón aftur Bjarna. Kvennaverkfallið. Verkfall fiskverkunarkvenna stendur enn yfir. Sáttatilraunir hafa orðið árangurslausar. Fisk- verkun byrjuð lítillega í dag af utanfélagsstúlkum. Á tveimur verkunarstöðvum hefir ekkert verkfall orðið. „Verkamaðurinn“ segir á mið- vikudaginn var: „Svo eru samtök- in góð í þessu verkfalli, að að eins ein koiía vann að fiskþvotti í fyrra dag, en engin nú.“ Um kaupdeiluna á Siglufirði segir „Verkamaðurinn“ sama dag: „Nú eru nokkrir útgerðarmenn farnir að ráða stúlkur fyrir það kaup, sem [verkakvennajfélagið [þar] ákvað.“ Nýjustu fréttir (eftir símtali i dag). Sumir atvinnurekendur borga nú þegar kauptaxta verkakvenna. Ýmsir þeirra vilja ganga að hon- um, en þó feldi meiri hluti þeirra að ganga að honum óbreyttum. Búist er við, að saman muni ganga á næstu dögum. Félögin á Akureyri samþyktu á sunnudaginn var kauptaxta Sjó- mannafélags Reykjavíkur við síld- veiðar, þann, sem birtur hefir ver- ið hér í blaðiuu. Heimsframleiðsla stein- olíu árið 1925. Steinolíuframleiðslan árið- 1925 varð 1 058 679 000 tunnur í öllum steinoliulöndum heimsins. 1924 varð framleiðslan 1012 927 000 tunnur, en árið 1923: 1 018 000 000 I tn. Framleiðslan síðast liðið ár skiftist þannig: Bandaríkin .... 70,4 % Mexíkó 10,6 % Rússland 5,2 % Persía 3,3 % Nýlendur Hollendinga 2,1 % Venezúela .... 1,8 % Rúmenía 1,4% Perú 1,0 % Nokkur ríki eru ótalin með minna en 1 %. Steinolíuframleiðslan hefir aukist tiltölulega mest í Venezúela (frá 4 millj. 1923 til 19 millj. tn. 1925), þar næst í Perú; eykst olíuframleiðslan þar hröðum skref- um, var 5,6 millj. tn 1923, en 11 millj. 1925. Aftur á móti hefir fram- leiðslunni hnignað í Mexíkó iftn 36 % millj. tn. siðan 1923, en í Bandaríkjunum hefir hún aukist um 12,6 millj. tn. á sarna tírna. Bifreiðanotkun í Bandarílíi- unum. í lok ársins 1925 voru 10 843 936 bifreiðar í notkun í Bandaríkjunuin. Þar af voru 2 529 22S vörubifreiðar. Á allri jörðinni reiknast mönnum að séu i notkun 25 milljónir bif- reiða. Eftir því ættu 4 af hverjum 5 að vera í Bandaríkjunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.