Alþýðublaðið - 06.07.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.07.1926, Blaðsíða 4
• n ; "■* r ’*■? Tf r'-sinf Um daginn og veginn. Nœturlæknir er í nótt Ólafur Jónsson, Vonar- stræti 12, símí 959. Sambandsstjórnarfundur í Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 8l/3. Veðrið. Hiti 15—9 stig. Víðast logn. Annars staðar hæg suðaustlæg átt. Loftvægis- lægð vestur af Bretlandseyjum. Útlit lyrir svipað veðar. Sennilega úrkomu- laust. Listasýningin er opin fram til kl. 10 á hverju kveldi, svo að fófk, sem vinnur dag- lengis, geti sótt hana og séð. Enn fremur er börnum gefinn kostur á að sjá sýninguna, ef þau koma þang- að meö fylgd fullorðfnna, og fá þau ókeypis aðgang. Ætti fóik að hjálpa börnum til að neyta þessa tækifæris. Hjúskapur. Siðastliðinn föstudag voru gefin saman á Þingvöllum ungfrú Sigríður Eiikss hjúkrunarkona og Finnbogi R. Þorvaldsson verkfræðingur. Undir áhrifum Spánarvina. Á sunnudagsnóttina var það undir moigun, að bifreið kom frá Baldurs- haga og var i henni einn farþegj auk bifreiðarstjórans. Voru þéir báðir mjög drukknir af Spánarvinum. Varð þeim sundurorða þegar þeir voru komnir á Vesturgötuna. Flug- ust þeir á þar á götunni og veitti ýmsum ver. Loks dró bifreiðarstjór- inn upp hníf og stakk hinn sína stunguna aftan við hvort eyra, að því er virtist inn að beini. Hefði það hæglega getað orðið banasár, ef neðar hefði komið. Skildi þann- ig með þeim. Komst farþeginn að húsi þar við götuaa og vakti upp fólkið. Var hann þá blóðugur mjög. Var þegar kallað á næturlækni og var maðurinn nærri meðvitundar- laus þegar læknirinn kom. Eftir að- gerðir læknisins var maðurinn flutt- ur heim til sín. Líður honum nú allvel að því, er frézt hefir. Ekki þekti hann bifreiðarstjórann og gat næstum engar upplýsingar gefið um hann. Lögreglan hafði þó bráðlega hendur í hári hans. Tók hún af honum bæði hnlfinn og ökuskírtein- ið, því að samkvæmt bifreiðalögun- um nýju skal svifta bifreiðarstjóra því, ef hann ekur ölvaður. Er hann nú í varðhaldi. — Að gefnu til- efni skal það tekið fram, að bif- reiðarstjóri þéssi er ékki frá Vöru- bílastöð Reykjavíkur. Verkfræðiprófi hafa nýlega lokið í Noregi Jó- hannes Kjartansson (prófasts í Hruna, Heigasonar) og Sigurður Jónsson úr Þingeyjarsýslu. Voru þeir fjögur ár við nám og komu hingað með Botaiu síðast. ALPÍÐUBLAÐIÐ Alls konar sjó-ogbruna- vátryggingar. Simar 542, 309 (framkvæmdarstjórn) og 254 (brunatryggingar). — Simnefni: Insurance. Vátryggið hjá þessu alinnlenda félagi! Þá fer vel um hag yðar. Pianókensla. Undirritaður veitir tilsögn í píanóspili. Jón Ásgelrsson, Sfml 1218. Grettlsgtttu 2A. Sfmi 1218. Hjálparstöð hjúkrunarfélagsins „Liknaru er opin: Mánudaga..........kl. 11 — 12 f. h Þriðjudaga........— 5— 6 e. - Miðvikudaga.......— 3— 4 - - Föstudaga ....... — 5-6-- Laugardaga........— 3-4-- Á sildveiðar er línuveiðarinn „Þorsteinn" að búa sig og mun fara bráðlega. Bú- ist er við, að fleiri línuskip fari á eftir. Togarinn Júpíter kom hingað í morgun um kl. 10. Átti bráðlega að láta kol í hann og mun hann ætla á ísfisks- veiðar. Oengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund.... . kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . - 120,77 100 kr. sænskar . . . . - 122,22 100 kr. norskar . . . . - 100,18 Dollar . ~ 4,56Va 100 irankar franskir. . . - 12,56 100 gyllini hollenzk . . - 183,40 100 gulhnörk þýzk . . . - 108,52 Sigurður Nordal prófessor er farinn austur í Vest- ur-Skaftafellssýslu í fyrirlestraferð að ösk sýslunefndarinnar þar. Knattspyrnumótið. K. R. vann Fram í gærkveldi með 8:2. K. R. fékk verðlaunabikarinn. Hlaut það 9 stig. Næst var Fram með 7 stig. Járnbrautarslys i Bandarikjunum. Við járnbrautirnar i Bandaríkj- unum áttu sér stað 22 368 slys árið 1924, 27 497 árið 1923, 21 592 árið 1922 og 21251 árið 1921, 1924 særðust 150 356 menn, en 6 617 dóu; árið 1923 særðust 179097, árið 1922 141 196, og árið 1921 særðust 126681. Alpýðuflokksfólk! Athugið, aö auglýsingar eru fréttir! Auglýsið þvi í Alþýðublaðinu. Veggmyndir, fallegar og ódýrar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. Sykurkassar 18 kr. Strausykur, Kandis, Kafíi, Kartöflúr, Kex, Ostur, Rúgmjöi, Hveiti, Haframjöl, Hrísgrjón, Sagógrjón, Kartöflumjöl, Rúsínur, Sveskjur, Qráfíkjur, Döðlur. Ódýrt. Hannes Jónsson, Laugavegi 28. Kaupakona óskast austur í Gnúp- verjahrépp. Uppl. Miðstr. 8A uppi sími 1685. Egg, ódýr. Harðfiskur, Riklingur. Kartöflur, nýjar og garnlar. Appel- sfnur, Epli, Laukur. Hannes Jónsson, Laugavegi 28. Agætt saltkjöt af sauðum og veturgömlu fé úr Dalasýslu, '/2 kg. að eins ú 75 aura, ódýrara i heilum tunnum. Káupfélagið, símar 1026 og 1298. Rabarbari, Laukur, nýjar kartöflur. Hannes Jónsson, Laugavegi 28. 1. fl. saumastofa fyrir kven- og karl-menn. Hreinsa og pressa föt. Vönduð vinna, fljót afgreiðsla. P. Ammendrup, Laugavegi 19. Simar 1805 og 821 heima. Skorna neftóbakið frá verzlun Kristínar J. Hagbarð mælir með sér sjálft. Frá Alþýðubrauðgerðinni. Vinar- brauð fást strax kl. 8 á morgnana. Mjólk og rjómi fæst í Alpýðubrauð- gerðinni á Laugavegi 61. Verzlið við Vikar! Það verður notadrýgst. Rltstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Haltdórsson. UþýðapruitimiðjlaR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.