Alþýðublaðið - 06.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.07.1926, Blaðsíða 3
 3 Þrælmenska Pálma Pálmasonar, verkstjóra og pakkliúsmann hjá Bergenska fé- laginu. Hann útilokar gamlan verkamann félagsins. Það hefir farið orð af, að sumir verkstjórar hér í bænum beiti stund- um valdi sinu gagnvart verkamönn- um hálf-harðhnjóskulega; mun eitt- hvað vera hæft í þessu, þó nokkuð kunni að vera ýkt, en hvað sem um það er, þá hefi ég eina slíka sögu að segja um framkomu Páima Pálmasonar, verkstjóra Bergenska félagsins, gagnvart mér. — Er þá sögu þann veg að hefja, að ég hefi allmörg misseri undan farin verið fastur verkamaður hjá Ber- genska félaginu, þegar skip hafa komið og eitthvað hefir verið að gera, og var orðinn áður en Páimi Pálmason tók þar við forróðum í pakkhúsinu og á verkstjórninni. I fyrra vetur (1924—1925) kom „Lyra“, sem ofiar, frá útlöndum og meðal annara farþega á henni þeir Einar skáld Öenediktsson og Gísli Johnsen konsúll. Var ég staddur niðri við höfn, er skipið lagðist. Hitti mig þar Nikolai Bjarnason, af- greiðslumaður Bergenska félagsins, og spurði mig, hvort ég vilcii ekki fara heim með Gísla Johnsen og flytja töskur hans. Játti ég því. Konsúllinn var þá ekki alveg til- búinn h'eim að ganga, en Einar Benediktsson var konrinn upp af skipi og sneri sér til margra manna, sem þar voru, þeirra erinda að fá einhvern til að bera heim töskur sínar, en ailir synjuðu; sneri hann sér þá að mér, og varð það úr, að ég fór með honum og með farangur Beint frá Paris. Nýkomið ódýrt: Matardiskar á 0.50, mjölkurkönnur (grænar, rauðar, bláar, hvítar), ostakúpur, vasar, vín- glös alls konar. Bollapör og diskar, japanskt. Ilmvatnssprautur o. fl. K. Einarsson & Bjðrnsson. hans, þar eð Gísli Johnsen var ekki tilbúinn. Þótti mér ekki vansalaust að slíkur inaður sem Einar skáld 'væri í vandræðum með að fá komið heim farangri sinum, en þá var ekki enn tekið til vinnu og ekki íheldur, þegar ég kom aftur, eftir svo sem stundarfjórðung; hitti ég Páima þeg- ar, og sagðist hann hafa orðið að senda annan mann heim með far- angur Gísla Johnsens og þar með, að ég fái þar enga vinnu meir. Or því varð þó ekki að sinni nema í það skifti, því að eftir þetta fékk ég vinnu þar eins og áður, óg vann f»ar í alt fyrra sumar, og var vinna mín þá þakksamlega þegin, því að þá var stundum fátt um fóik, enda lofaði þá Pálmi okkur, sem unnum par alt sumarid, að uið skyldunr öðrum fremur ganga fyrir vinnu næst komandi (þ. e. síðast liðinn) vetur, en út af þessu brá heldur illilega að því, er inig snerti, — Bar svo til á öndverðum síðast liðn- um vetri, að okkur Pálina varð dá- lítið sundurorða út af smámunum, sem ekki eru í frásögur færandi; varð sú senna þó ekki hörð; bar ég hann engum brigzlum, sönnum né ósönnum, en dramb hans og mikillæti hefir þó ekki þolað orð mín, því að síðan á nýári hefir hann ávalt neitað mér um vinnu, Dösamjólk, ágætlega góð tegund, stórar dósir á 65 aura. Jóh. ðgm. Oddsson, Luuyavegi 68. þó.tt ég hafi ávalt komið þangað niður eftir, er Pálmi ríkir, í hvert skifti og skips hefir verið von, og hýmt þar eins og ávalt áður tit þess, er skipin hafa koinist að bakk- anum og vinna verið byrjuð. Ég skal geta þess, að mér og Nikolai Bjarnason hefir aldrei borið ueitt á inilli, og hann mintist ekki einu orði á það, að ég flutti farangur Einars Benediktssonar, enda gerði ég það fullviss þess, að N. Bjarnas. hefði látið flytja farangur Einars engu siður en konsúlsins, ef tit hans kasta hefði koinið, og skifti þá engu rnáli, hver maður Jlutti hv.orn far- angurinn um sig. Ég hefi ritað þessar línur mönnum þeim til viðvörunar, sem eitthvað þurfa að eiga undir náð Pálma Pálmasonar, svo að þeir megi við hann „fagurt mæla“, þó þeir „flátt hyggi'S því að það er áreiðanlegt, að sanna bersögli þolir hann ekki, né að honum sé til sanns sagt, ef um slíkt gæti verið að ræða. Með þessum linum er og hr. Páltna ger lcosiur þess að bera blak af sér, ef hann má, svo og verja þær gerðir sínar að svifta mig atvinnu þeirri, er hann hafði lofað mér, og gera þannig sjálfan sig að orðrofa og af- 'glapa í augum almennings. Júlíus Guðbrandsson. Einar skálaglam: Húsiö viö Norðurá. eftir allan þennan formála, því að inni í herberginu er —- ehgin sála. Inni í herberginu er alt kyrt og hljótt eftir því, sem verið getur í New York jafnvel uppi á 13. lofti. Ameríkumaður myndi segja, að þar væri dauðakyrð. En hið stygga eyra, sem ekki hefir vanist öðru en hinum sætu, borgnessku yfirvaldstónvim, myndi segja, að upp frá strætinu bærist vagnaskrölt og alls kyns óp og óhljóð. Og ef svo er litið út um gluggann og niður á götuna, myndi margan snarsundla og hann ríghalda sér, því að það væri engu likara heldur • en að hann stæði uppi á kletti og horfði ofan i kolmórautt fljót, sem rynni í gljúfrum, hringiðandi og á flúðum, svo að alls staðar í sortanum sæjust hvítir toppar, þar sem bryti. En þegar hann hefði starað og haldið sér um stund, rnyndi hann fara að greina, að fljótið væru menn, sem nú sæust í eðlilegrj smæð, og vagnar, hvað inna.n um annað þjótandi sitt i hvora áttina, alt á harða spretti. En hvítu öldurnar, sem hoppuðu til, mýndi hann sjá, þegar hann áttaði sig, að væru bjart- og létt-klæddar stúlkur, sem bærust með straumnum með sama hraða og aðrir, og þá myndi hann gruna, að kletturinn, sem honum virtist skaga upp úr fljótinu á gatnamótunum miðjum, væri risavaxinn, írskur lögregluþjónn, sem beindi straumköstunum veg, svo að ekki yrðu fleiri siys en þyrfti, án þess þó ab hindra æði rastarinnar með of mikilii gætni. I herberginu stóð skrifborð á miðju góifi, eitt af þessum amerísku borðum með renni- loki, sem eru jafn-hentug eins og þau eru listar- og fegurðar-snauð. En úti við vegginn stóð spegilborð, eins og kvenmenn nota, þeg- ar þeir eru að búa sig upp, og á því lá alis konar andlitsfarði i öilum regnbogans litum. Var þetta herbergi kvenmanns ? Líkast til, En hvernig stóð þá á skrifborðinu V Eða var

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.