Alþýðublaðið - 09.07.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.07.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ í ALÞÝÐUBLAÐIB ( j kemur út á hverjurti virkum degi. j J Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við : Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 úrd. ; til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9',/2 —10V2 éti. og kl. 8-9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 • (skrifstofan). { Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ; mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). ; Heilræði handa bæjarstjórn Reykjavíkur. Nú er tækifærið, ef bæjarstjörn- in viJI í senn efla heill bæjar- búa og gæta hagsýni. Aljrýðu- blaðið gerir ráð fyrir, að allir bæjarstjórnarmenn hljóti að vita um húsnæðisvaridræðin, sem síð- ur en ekki dregur úr. Það vill ekki ætla neinum Jreirra Im glópsku eða skeytingarleysi, að pekkja ekki og hafa ekki kynt sér húsakynni fátæklinganna í þeim bæ, sem peim sjálfum hefir verið falið að stjórna. Þá ætti víst ekki fremur að þurfa að efa hití, að jreim sé öllum kunnugt um atvinnuleysið, sem nú jrjáir fjölda verkamanna í bænum, jrar sem togaraflotinn liggur í höfn og önnur vinna er mjög að skorn- um skamti. Nú er því tækifærið til a.ð slá þrjár flugur í einu höggi,1 auka húsnæðið í bænurn, draga úr at- vinnuleysinu og skapa framtíðar- tekjustofn handá bænum. Bæjar- félagið á að láta reisa mörg hús í sen.n og leigja þau sanngjarnt, en þó svo, að nokkur ágóði verði, sem vinst á ódýrari byggingum margra húsa í senn en eins og eins húss í einu. Nokkur minniugarorð um Bððvar heitinn Kristjánsson adjunkt. Er ég frétti lát Kristjáns háyfir- dómara Jönssonar, dalt mér í hug, að nú eru liðin rétt 6 ár síðan Böðvar h?i;inn soaur hans lézt. Ég var staddur í Kaupmannahöfn, er ég frétti lát hans, og setti mig þd hljóðan. Rúmum hálfutn mán- fibi áður kvpddi ég hann í Reykja- vík. Svo' hlýtt var inér alt <af til hans, að ég kvaddi hann, ef ég fór eitthvað burtu úr bænum. Böðvar heitinn kendi mér sam- tals 5 ár -ensku í skóla. Get ég því lýst honum og starfi hans. Engan eljumann hefi ég fyrir hitt slíkan í kennarastöðu; áhugi hans var einsdæmi. Ef ég man rétt, kom hann að skólanum 1911 og fékk lausn 1918. Hann kom ungur að embætti sínu, en ekki var hann lakari fyr’ir jrað. Enginn nemenda hans gat sloppið undan ólesinn. Böðvar hafði alt af lag á að kom- ast fyrir það. Mér er minnisstætt, þegar ég var í 2. bekk, að ég reyndi að laumast undan lestri nokkra tíma. Það var eins og að hann sæi það á mér, því að í öll skiftin komst það upp. Einn dag kemur hann svo tii mín og spyr mig, hvort ég geti ekki komið heim til sín þá eftir skólatíma í Bósthússtræti. — Ég kem á til- teknum tíma og Böðvar tekur vel á móti mér, vingjarnlegur og brosandi eins og alt af. — Ég vil ekki segja hér, hvað okkur fór á rnilli, en víst er um það, að ég hét sjálfum mér því, að ekki skyldi Böðvar þurfa að, kvarta undan leti hjá mér. Eitt skal þó sagt, að ekkert styggðaryrði sagði hann við mig — að eins vinátta og góðmenska. Fáir kennarar munu hafa fyrir- gefið piltum strákapör og gal- gopaskap, sem Böðvar heitinn. Það var stundum gaman að sjá svipbrigðin í andliti hans, þegar frarii úr öllu hófi keyrði. Þá gekk hann snúðugt að sökudólgunum (ég var t. d. oft í þeirra hóp), ygldi brýrnar og hvesti augun á þá og talaði hvellt, en þó ávalt með mestu kurteisi. En aldrei brást það, að áður en lauk, laumaðist gletnisbros fram í augu hans og að lokum brosti hann vingjarnlega. Tóku þá allir til að hlæja og Böðvar heitinn með, en hristi þó höfuðið um leið. Var það merki þess, að hann væri sáttur heilum sáttum. Sjaldan sat Böðvar heitinn í* sæti sinu. Hann gekk um gólf og haföi gát á, a’ð allir fylgdust með. Ef hann varð þess var, að einhver dottaði eða læsi reyfara, spurði hann viðkomandi syndara, hvað umrætt orð þýddi. Þá var bezt að segja stráx sannleikann. Hrein- skilni mat hann mest. Áldrei gleymi ég orðunum „sin“, ,,-gin“, ,,-chin“, — þeim fengum við að æfa okkur á svo um munaði. — Einhverju sinni, er hann hafði dvalið erlendis, byrjaði hang fyrsta tímann eftir heimkomu sína með þessum orðum: „Ég verð að biðja ykkur afsökunar á því, að ég hefi kent ykkur rangan fram- burð á orðinu indepedent. Ég heyrði próf. Jespersen bera það fram og áherzlan var önnur en ég hafði kent.“ Svo kom skýr- ingin. Samvizkusemin við kensl- una var takmarkalaus. Svo einlægur og góður drengnr var Böðvar heitinn, að hver mað- ur mátti til hans koma með vand- ræði sín. Var hann þá hinn bezti vinur. Munu margir hafa verið sem ég, að hafa hann að trúnaðar- manni. Hefi ég oft síðan, er ég hefi verið ánægður með eitthvað verk, saknað hans, — því lof hans mat ég inikils. Hefi ég þvi oft óskað, að ég gæti heimt hann úr helju, einkum nú, er bekkjar- bræður hans — 25 ára stúdentar — mætast hér. Böðvar heitinn dó ungur — í blóma lífsins. Stundum er sem ég trúi ekki, að hann sé dáinn. Líkamsþróltur hans var svo mikili, kraftur stafaði undan brúnum hans. En ekki mun stoða að óska mann úr helju. Enginn á aftur- kvæmt. — Böðvar er dáinn, en minning hans er mér hin bezta minning um sannctn aðalsmann og einlœgan vin. 1, júlí 1926. Hendrilt J. S. Ottósson. Hata þeir auka- rófuliði? „Vitringar“ „Morgunblaðsins" kann- ast ekki við, að beinin í þeim peim stáridi á stöku. Hvort er þá svo, að þeir viti ekki, hve margir eru í þeim hryggjarliðirnir, eða eru þeir e. t. v. fleiri í þeim sum- ■»m hverjum en alrnent gerist? Ef svo er, að einhver þeirra hafi fleiri rófuliði en annað fólk, þá fer am- böguhátturinn, sem einkennir „Morgunblaðið", að verða skiljan- legur. Þá er heldur ekki að undra, !>ó að þeir skilji ekki einföldustu skýringartákn á samsettum hlutum eða líffærum, þótt þau séu aug- Ijós hverju meðalgreindu barni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.