Alþýðublaðið - 13.07.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.07.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ ; i kemur út á hverjum virkum degi. » ! Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við í ; Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► : tii kl. 7 síðd. I ; Skrifstofa á sama stað opin ki. [ ; 9s/s—10>/g árd. og kl. 8-9 síðd. 1 I’ Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). i Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á * mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 i hver mm. eindálka. | Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan i (í sama húsi, söinu símar). ► Kaupdeilan á Siglufirði. Deilan á Siglufirði um síldar- verkitnarkaupið er ekki útkljáð enn. Allflestir útgerðarmenn vilja lækka kaupið, en verkakonur standa fast á móti og vonast eftir, að aðkomustúlkur ráði sig ekki fyr- ir lægra kaup en [rær hafa ákveð- ið, 90 aura fyrir tunnuna. Kaup- taxti verkamanna [rar er 265 kr. á mánuði fyrir 10 stunda vinnu á dag, en útgerðarmenn vilja að eins greiða 200 kr. Samtök verka- manna eru gdð. Verkamenn! Var- ist að ráða ykitur fyrir lægra kaup en taxta verkamannanna! Leynivínsalar dæmdir. Fyrir nokk un dögum var kveð- inn upp undirréttardómur hér í Reykjavík yfir ölafi Lárussyni Fjeldsted og Sæmundu Jóns- dóttur, konu hans, fyrir leynilega víusölu. Var Ólafur dæmdur í 45 jaga fangelsisvist við venjulegt fangaviðurværi og 3 [júsunda króna sekt til ríkissjóðs, og skal sektin greidd innan 30 daga frá birtingu dómsins, ella sæti hann 80 daga fangelsisvist að auki. Sæ- munda var dæmd í 30 daga ein- falda fangelsisvist og 600 króna sekt, en sé sektin ekki greidd á réttum tíma, skal hún sæta fang- elsisvist í aðra 30 daga i við- bót. Einnig er jreim hjónunum gert aö greiða allan málskostrrað- inn. — Þar eö þau Ólafur voru farin í annað lögsagnarumdæmi, svo sem áður hefir verið skýrt frá hér í iblaðinu, varð lögum samkvæmt að senda dóminn til sýslumanns- ins í Kjósar- og Gullbringu-sýslu, svo að hann yrði birtur söku- nautunum á löglegan hátt. Þess vegna frestaði Alþbl. að skýra frá dóminum, þar til birting hans væri um garð gengin, svo sem vera bar. „Mgbl.“ hljóp á sig að venju og birti hrafl úr dóminum, áður en sökunautunum var birtur hann. Landskprið. Greidd atkvæði í Norður-Múia; ;ý lu \oru á efr» huai hins íjó.ða hundraðs. Um dayiim oy veyinn. Næturlæknir er í nótt Friðrik Björnsson, Thor- valdsensstræli 4, símar 1786 og 553. Hundadagar byrja í dag samkvæmt göndu ís- lenzku tali. Lengi voru þeir taldir í almanökunum að eins mánuður og byrjuðu j)á talsvert seinna en ella og enduðu degi fyrr. Var Jj.að tek- ið eftir þýzku og dönsku tali, en íslenzka talið hefir aftur verið tek- ið upp í íslenzka aimanakið síðustu árin samkvæmt því, sem fræðimað- urinn Jón Árnason taldi jrað rétt vera, Skipafréttir. Goðafoss kom hihgað í gærkveldi. Var hann dreginn upp í fjöru til að athuga skemdir á honum sökum árekstursins um daginn. Esja fór í gærkveidi austur um land í hring- ferð. Lyra kom í morgun og með lienni knattspyrnumenn frá Noregi, sem ætla að þreyta hér kapp við íslenzka knattspyrnumemi. Island fer í kvöld vestur um land til Ak- ureyrar. Gullfoss er væntanlegur í kvöld frá útlöndum. — Fisktöku- skip kom hingað í gærkveldi. Til sildveiða íór norður í gær vélarbáturinn „Höskuldur". 1 dag er búist við, að „Anders", „Gola“ og „Clfur" fari einnig norður. Síidarkaupið. Stúlkur, sem ráða sig til síldar- kverkunar hér, ættu ekki að ráða sig fyrir minna kaup en stúlkur á Siglufirði hafa ákveðið og nú ráðið sig eflir jjar, en það er 90 aurar á tunnuna. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali við landlækninn í dag.) Taksóttin heldur áfram hér i bænum án rénunar. Annars engar aðrar farsóttir hér. Heilsufar yfir- leitt gott um alt land. Athngið! Þeir kaupendur Al- pýðublaðsins, sem fara norðiar í sumar, geta fengið blaðið á Siglufirði hjá Sigurði Fanndal kaupmanni og á Akureyri hjá Erlingi Friðjonssyni i Kaupfélagi verka- manna. Taugaveikin á ísafirði er um garð gengin, en nú þarf að reyna að sporna við, að hún geti brotist jjar út síðar. Samkvæmt ósk héraös- læknisins j>ar fer landlæknir þang- að með „tslandi" í kvöld, og kem- -ur hann aftur með þvi, Iiegar það kemur frá Akureyri. Veðrið. Hiti 16—8 stig. Átt suðvestlæg s’unnanlands og austan, en ýmis- leg annars staðar, víðast hæg. Loft- vægislægð fyrir norðaustan land. Útlit: Hægviðri. Þoka sums staðar við Suðurland. Dálítil úrkoma á Norðvesturlandi í dag, en á Suð- vesturlandi í nótt. Eftirlit gegn ofhleðslu fiskiskipa af fólki. Eftir að Alþbl. birti frásögnina um ofhieöslu af fólki á skipinu „Nonna“ liefir komið skriður á frá stjórnarvaldanna hólfu, að nánara eftirlit verði haft með fólksflutn- ingi með ströndum fram á fiski- skipum. I skipaskoðunarlögunum er ákveðið bann við ofhleðslu þeirra af fólki, svo að skýrt lagabrot er, þegar út af því er brugðið. Qengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,77 100 kr. sænskar .... — 122,22 100 kr. norskar .... — 100,06 Dollar................- 4.561/;, 100 frankar franskir. . . — 12,08 100 gyllini hollenzk . . — 183,40 100 gullmörk þýzk... — 108,58 Strandakirkja vislteruð. Jón biskup Helgason vísiteraði Strandakirkju í Selvogi fyrra sunnu- dag og messaði þar. Þangað kvað biskup næst áður hafa koinið árið 1830. Knattspyrnukappleikur norsku knattspyrnusveitarinnar og úrvalsliðs íslenzkra knattspyrnu- manna er í kvöld kl. 9 á Íþróttavell- inum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.