Alþýðublaðið - 19.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.07.1926, Blaðsíða 3
3 sagði sögu þeirra. Var þetta 16. Islandsglíman, en Sig. Greipsson hefir nú unnið beltið fimm sinn- um. „Stefnu“-hornið hlaut Jörg-, en Porbergsson og telst glíma bezt á íslandi, unz annar kemur honum snjallari. Kappsundið, sem frestað var fyrra sunnudag, var háð í gær, og fóru leikar, sem hér segir: 400 stiknci suncJ (frjáls aðferð): Fljótastur varð Jóhann Porláks- son á 7 mín. 52 sek., næstur Jón D. Jónsson 8 mín. 8 sek. og þriðji Ingólfur Guðmundsson 8 mín. 17 sek. 300 stikna úrengjasnnd (frjáls aðferð): Fljótastur varð Ágúst Brynjólfsson 6 mín. 48,8 sek., næstur Björn Halldórsson 6 mín. 51 sek. og þriðji Magnús Ingi- mundarson 6 mín. 53,2 sek. Kuennasund 50 stikna (frjáls að- ferð): Fljótust varð Heiðbjört Pét- ursdóttir 59 sek., næst Sabína Jó- hannsdóttir 64 sek. og þriðja Fanney Jónsdóttir 68,6 sek. Kvennasund 200 stikna (frjáls aðferð): Fljótust varð Regína Magnúsdóttir 4 mín. 10 sek., næst Anna Gunnarsdóttir 4 mín. 28 sek. og þriðja Heiðbjört Péturs- dóttir 4 mín. 53 sek. 100 stiku stakkasund (frjáls aðferð): Fljótastur varð Jóhann Þorláksson 3 mín. 4,8 sek., næstur Pétur Árnason 3 mín. 6,3 sek. ALÞÝÐUBLAÐIÐ og þriðji Ingólfur Guðmundsson 3 mín. 28,5 sek. Forseti f. S. í., Ben. G. Waage, aihenti sigurvegurum verðlaun, bikara og verðlaunapeninga-, að kappsundinu loknu. Mintist hann á gildi sundíþróttarinnar, „íþrótt- ar íþróttanna" og þakkaði Sjó- mannafélagi Reykjavíkur stuðning þess við sundíþróttina með því að gefa bikar til verðlauna fyrir stakkasund, er nú var kept um fyrsta sinni. Að lokum óskaði hann sundíþróttinni vaxandi gengis meðal þjóðarinnar. Allmargt af því fólki, er upp- haflega hafði ætlað að taka þátt í kappsundinu, var gengið úr skaftinu sakir frestunarinnar, var horfið til sumarvinnu sinnar úti um land o. s. frv. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt M. Júl. Magnús, Hverf- Isgötu 30, sími 410. Sambandsstjórnarfundur verður í kvöld kl. 8V2. Veðrið. Hiti 15—9 stig. Átt víðast suð- læg, hæg. Regn á Suðvesturlandi. Loi'tvægislægð fyrir vestan land. Útlit: Sunnanátt, allhvöss sums stað- ar á Suðvesturiandi, regn á Suð- urlandi, skúrir víða annars staðar. Húsbruni varð í s. 1. viku suður á Miðnesi. Brann íbúðarhús úr timbri í Litla- Bárugerði við Býjarsker, ásamt næstum öllu því, er bóndinn þar átti. Enginn maður var þar heiina þegar húsið brann. i j Togarinn „Ása“ liðaðist sundur í brimi á strand- staðnum í Grindavík, og var brak- ið úr honum selt þar á uppboði núna fyrir helgina. Bráðkvaddur varð i gær Sigurður Magnússon, Ránargötu 9, fulloröinn maður. Var hann staddur hjá lyfjabúð Reykja- vikur. Þórstína Jackson endurtekur fyrirlestur sinn ann- að kvöld í „Nýja Bíó“. Sýnir hún 80 skuggamyndir af háttum og lífi Vestur-Islendinga. Þar að auki sýn- ir hún stutta kvilunynd af afhjúp- un minnisvarða Þorfinns Karlsefn- is. Frú Stefanía heitin Guðmunds- dóttir afhjúpaði hann. Skipafréttir. „Gullfoss" fór vestur í gærkvöldi. „Bisp“ fór héðan í gær. „lsland“ kom að norðan og vestan í nótt, en „Lagarfoss" í mo/rgun frá útlönd- um. Á laugardaginn kom fisktöku- skip, „Skulda“, til „Kveldúlfs", „Al- batros", mótorskip frá Esbjerg, kom hingað í gær og mun fara aftur í dag. • Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,77 100 kr. sænskar .... — 122,16 100 kr. norskar .... — 100,06 Dollar....................— 4,50V2 100 frankar franskir. . . — 11,47 100 gyllini hollenzk . . — 183,46 100 gullmörk þýzk... — 108,58 Einarskálaglam:! Húsið við Norðurá. „Voru föggur þeirra ekki rannsakaðar?“ spurði Goodmann Johnson. „Jú, en það fanst ekkert í þeim nema þetta, sem allir ferðalangar hafa meðferðis, hvort sem þeir eru húsbændur eða þjónar." „Hvar er dótið þeirra geyrnt?" „Ef ékki er búið að afhenda það brezka konsúlnum, býzt ég við, að það sé enn í vörzlum sýslumannsins í Borgarnesi.“ „Búist þér við, að yfirvöldin hér muni vilja leyfa mér að rannsaka málið frá grunni?" „Ekki skil ég annað, ef þér hafið skilríki með yður fyrir starfi yðar vestra.“ Johnson lagði nokkur plögg á borðið og þar með löggildingu frá lögreglustjóranum í New York. Steingrímur bauð Johnson að fylgja honum til lögreglustjórans í Reykjavík. Sesselíus Hattbarð tók þeim með kostum óg kynjum, hringdi til dómsmálaráðuneytis- ins Jtg útvegaði að vörmu spori Goodmann Johnson heimild til að rannsaka málið eftir vild. II. KAFLI. Það, sem í handraðanum var. Goodmann Johnson hafði eiginlega eklu litist á blikuna i Reykjavík. Hann var van- ur því að vestan að flýta sér.og hafa augu á hverjum fingri þrátt fyrir aðganginn. En hér íundust honum allir læðast, eins og líf- ið væri eilífð, en eilífðin sjálf ekki neitt. Og honum virtist menn helzt ekki veita neinu í kringum sig eftirtekt', eins og ekkert myndi geta vakið menn í þeim efnum nema helzt, ef t. d. lítið alþingishús hryndi ofan í koll- inn á þeim, 'éða þá, að menn til að mynda álpuðust til að misstíga sig og detta út af hnettinum. Pegar hann hafði talað við Por- stein í hegningarhúsinu, hafði hann að eins orðið var við ólseigan þolinmæðisþráa aö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.