Alþýðublaðið - 24.02.1920, Page 2

Alþýðublaðið - 24.02.1920, Page 2
2 ALf’ÝÐUBL AÐIÐ „Heimþráin“. Eg hefi hér fyrir framan mig nefndarálit um frumv. til laga um eftirlit með útlendingum frá svo- nefndri allsherjarnefnd1) á Alþingi. Yegna þess hve ljóslega „álit“ þetta sýnir fljótfærni, og mér ligg- ur við að segja trassaskap þing- manna, set eg hér orðrétt upphaf þess: „Nefndin hefir ekki haft tök á að ræða frv. þetta svo vel, sem hún hefði óskað, og getur því vel verið, að henni hafi sést yfir galla, sem kunna að vera á því“. Engum, sem les þetta upphaf, getur dulist, að einmitt þarna liggur hulin ástæða til þess, að svo mörg lagafrumvörp verða að lögum, án þess að sjálfum þing- mönnunum, hvað þá öðrum, sé fyllilega ljóst, hvað þau í raun og veru fjalla um; og einmitt vegna þess, að þingmehn hafa „ekki haft tök á að ræða“ frumvörpin, sem oft í flýti eru hripuð upp, og vegna þess að þeim hefir af sömu á- stæðu „sést yfir galla, sem kunna að vera á“ þeim, er þingið sífelt að breyta ngsettum lögum. Einmitt þetta „álits“-upphaf sýnir hugsanagang þessara manna, sem þjóðin hefir valið til þess að ráða í fullri alvöru og einlægni fram úr málum hennar: Við skul- um bara hrúga lögum á þjóðina; gerir ekkert til þó þau séu gölluð, það tekur enginn mark á þeim, við getum breytt þeim næst. Það verður að sjást eitthvað eftir okk- ur á pappírnum, en við þurfum að komast heim sem fyrst, og þess vegna erum við löglega af- sakaðir!! En þetta má ekki svo til ganga lengur. Þingmennirnir verða að skilja það, að þeir era á þingi algerlega sem þjónar þjóðarinnar. Og þeir eiga að vera þar, unz þeir hafa athugað mál þau, sem fyrir þingið koma, til fullnustu. Þeir eiga aldrei að láta hálfköruð mál komast í gegnum þingið, hversu mjög sem þeim liggur á að komast heim. Geti þeir ekki 1) Svo menn haldi ekki að tóm- ir amlóðar séu í nefndinni, set eg hér nöfn þeirra: Sveinn Björnsson form, Björn IlaJlsson skrifari, Pét- ur Ottesen, Þorsteinn Jónsson, Sig. Stefánsson. Höf. kynst málunum nægilega á einu þingi, verða þeir heldur að láta þau bíða næsta þings, en að hrapa að því, að samþykkja einhver meingölluð frumvörp, sem þeir á næsta þingi verða að breyta. Lög, sem eru þakin mótsögnum og full af allskonar villum, auk þess sem í þau vantar, eru eitthvert bezta meðal til þess, að kenna þjóðinni ólöghlýðni, af þeirri einföldu á- stæðu, að þeirn er ekki nema að litlu leyti framfylgt. Þessi eilífu hálfköruðu lög ganga því í öfuga átt við það, sem til er ætlast; þau beinlínis ala upp ólöghlýðni. En þingmennirnir eru vafalaust ekki sendir á þing til þess að spilla (demoralisera) þjóðinni með starfi sínu þar. En með því fram- ferði, sem undanfarin ár hefir átt sér stað í þinginu, verður ekki betur séð, en svo sé og muni verða framvegis, breyti þingmenn ekki hið bráðasta til um framferði sitt. Því hver getur borið virðingu fyrir samkundu, sem þeir, er hana sitja, bera enga virðingu fyrir? Fyrsta skilyrðið til þess að þingið komist út úr þeim ógöngum, sem það nú er í, er það, að þingmenn beri sjálfir virðingu fyrir þingstörf- um og séu ekki með allskonar óþarfahjal og fíflskaparmál í þing- salnum, meðan þingfundir standa. Og þeir ættu sem fyrst að hætta því, að láta „álit“, eins og það, sem eg hér að ofan hefi minst á, frá sér fara. Það sýnir alt of vel hve hrapallega þessir menn, sem eiga að vera, fyrirmynd þjóðarinn- ar, kasta höndunum að þeim mál- um, sem þeir fjalla um. En livað veldur þessum óþarfa hraða á þingmönnum? Er það „heimþráin" eða „strokið“, sem sumir vilja kalla? Ef svo er, þá væri heppilegast, allra hluta vegna, að þeir flýttu sér nú einu sinni heim og létu aldrei framar sjá sig á Alþingi íslendinga. Og sé það fákunnátta, óvandvirkni, skeyting- arleysi, lítilmenska eða hrein og bein heimska, sem þessum mönn- um er ofvaxið að kippa í lag, þá ættu þeir því fremur a,ð flýta sér heim. Heim til kussu, bola, fola og fjára, Heim á rúmstokkinn, í rökkrið og rakann. Heim til konu og barna, sem bíða heima, eftir því að húsbóndinn færi þeim giftu og gengi og gull úr Reykjavík. Séu einhverjar aðrar ástæður til „heimþrár" þingmannanna, eQ þær, sem hér eru taldar, sem eg vona að sé, skora eg á þingmenn að ryðja þeim hið bráðasta úr vegi, svo þeir geti óhindraðir gegnt þeim störfum, sem þjóðin krefst að þeir samvizkusamlegá leysi af hendi. Kvásir. Alþingi. Neðri deild. x. mál. Frv. til laga um þing* mannafjölgun í Rvík, Sv. Björns- son bar fram breytingartillögu þess efnis að 28 yrðu þm. í Nd. Sveinn Ólafsson kom með brt. um það, að lögin vm fjölgunina kæmu fyrst til framkvæmda, er kosið væri um alia þm. Rvíkur. Til máls tókn Þór. Jónsson (tvisvar), Sveinn Ólafsson (tvisvar), Bjarni frá Vogi (tvisvar), Gunnar frá Selalæk (þrisvar), Jakob Möll- er (tvisvar), Eiríkur Einarssoö (tvisvar), Sveinn Björnsson, Magn. Kristjánsson og Þorl. Guðm. Brt. Sveins var þvínæst samþ. án at- kvgr, en Sv. Ól. feld að við- höfðu nafnakalli með 20 atkv. gegn 4. Var frumvarpið svo afgr. til Ed. 2. mál var frv. til íaga um eft- irlit með útlendingum (3. umr.) samþ. til Ed. 3. mál. Frv. til laga um gjöld til holræsa og gangstétta á ísa- firði. (3. umr.) Afgr. til Ed. 4. mál. Löggilding verzlst. f Valþjófsdal í V. ís. (3. umr. Afgr. til Ed. 5. mál. Frv. til laga um heim- ild fyrir landsstjórnina til að tak- marka eða banna innflutning á glysvarningi (2. umr.). Til máls tólcu M. Guðm., Eir.aEin., P. Ott., Ják. Möller, Sv. Ól. og Þorl. Guðm. Samþ. var brt. um að í I. gr. kærni „óþarfa varningi" i stað „glysvarningi". Vísað til 3. umr. 6. mál. Frv. til laga um ráð- stafanir á gullforða íslandsbanka og heimild fyrir landsstj. til að banna útflutning á gulfi (frh. I. r umr). Til máls tóku Jón A. Jóns- son, Sv. Bj. og Þorl. Guðm. Vís* að til 2. umr. 7. mál. Frv. til laga um sér-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.