Alþýðublaðið - 17.08.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.08.1926, Blaðsíða 2
2 i ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÍITþýððblaðið I ! kemur út á hverjum virkum degi. f < ----jF—. , ' == :> J Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við J ; Hveriisgðtu 8 opin írá kl.9árd. ► til kl. 7 síðd. { Skrifstofa á sarna stað opin kl. ► ! 9V2—lO’/a árd. og kl. 8—9 síðd. J Simar: 98Ö (afgreiðslan) og 1294 ► ! (skrifstofan): í < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► 2 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 í j hver mni. eindálka. j < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan [ < (i sama húsi, símu símar). [ 4 ___ > ■r ▼ w t ▼ v«vrr r wt ▼ wirrw w vvtvv ▼ wr wt Sala Elliðavatnsins og Þórður Sveinsson. Þórður Sveinsson, bæjarfulltrúi og einh af eig'endum Elliðavatns, hefir um tveggja ára skeið þrá- sinnis um það talað, hve mikla nauðsyn bæri til þess, að Reykja- víkurbær keypti Elliðavatnið. Flestir bæjarfulltrúar eru og þeirraf skoðunar, að heppilegt væri fyrir bæinn að eignast þá jörð eða þann hlutann, sem nota þyrfti til vatnsmiðlunar vegna rafmagnsveiiunnar. En auðvitað höfum við, jafnaðarmennirnir i bæjarstjórninni að minsta kosti, ekki viljad kaupci iörcina fyrir meira en' sannvirdi og það því fremur, sem lagaheimild er til fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur til að taka þann hluta jarðarinn- ar eignarnámi gegn mati —, sem nota þyrfti vegna rafmagns- ins. Einstöku meðlimir bæjarstjórn- ar virðast hafa lagt undarlega mikið kapp á það, að „kötturinn yrði keyptur í sekknum“, Elliða- vatnið keypt ómetið fyrir svo að segja hvað sem það fengist fyrir, og þá sérstaklega þeir Þórður Sveinsson, þó að hann hafi litt haft sig í frammi á bæjarstjórnar- fundum, og borgarstjórinn, Knút- ur Zimsen. En þetta mikia kapp virðist haria grunsamlegt, þegar þess er gætt, að Þórður sjáifur er nú eigandi aó «,4 hluta jarðar- innar, er Kristinn Zimsen, bróðir borgarstjóra, er eigandi að Vs hluta. Sölutilboð eigendanna (Þórðar, Kr. Zimsen og Rokstads) um " s hiuta Elliðavatns og „Sund og Dælur“ er 135 þús. krónur. Þar við bæíist engjapartur Sig- ríðar Þorláksdóttur, 20 þús. kr., og áður keyptur ljs hluti jarðar- innar, þá keyptur á rúm 12 þús. kr. Jarðarverðið yrði því alls 167 piisund krónur eða 147 þús. kr. án þessa engjaparts, og er það svo fátítt jarðarverð hér á landi,. að ekki er að furða, þó að við viljum, rannsaka nákvæmiega, ■h\'ort Elliðavatnið sé virkilega þvílíkur herragarður. En við þetta bætist, að seljendur áskilja sér . og fyrri eiganda ýmis konar fríd- indi, sem eru mikilla peninga virði fyrir þá og til, mikilla ó- þæginda fyrir bæinn: ókeypis til- tekið land undir sumarbústaði og ókeypis veiðirétt, alt í næsta mannsaldur, og Rokstad Ieigurétt í næstu 15 ár á öllum þeim hiuta jarðarinnar, sern ekki skemmist af vatnsveitingum, fyrir að eins 1000. krónur á ári! Ef meta ætti tii peninga þessi fríðindi og bæta þeirn við jarðarverðiö, þá myndi það fara töluvert yfir 200 pús- und krónur. Engin líkindi hafa nokkurn tírna verið færð fyrir því, að jörðin gæfi af sér þær tekjur, er afsaki slíkt geypiverð. Fasteignamats- verðið er tæp 40 þúsund krónur með „Sundi og Dælum“ eða um 35 þús. kr. án þess. Útboðsverð eigendanna er þ*. í nálega ferfalt fasteignamatsverð og það í ári, er allar jaröir eru að falla í verðj. Er það eitt grunsamlegt, og verð- 'ur þó að taka tillit til allra þeirra fríðinda, sem eigendurnir vilja taka undan við söluna, svo að nær yrði að telja söluværðið ad minsta kosti fimmfalt fasteigna- matsverð. — Nýlega var !7Í hluti af jörðinni fyrir utan „Sund og Dælur“ keyptur fyrir um 12250 kr„ og þótti svo hátt verð fyrir þann hluta þá afsakandi með því einu, áð bærinn fengi með kaupunum í- hlutuuarrétt um jörðina. Eftir sama háa mælikvarða ætti þó öll jörðin að fást fyrir að minsta kosti 40 púsund krónum lægra verð en sölutilboð eigendanna nemur og þeir þó að hafa enn meiri hagnað, þar sem útboðs- verð þeirra er 78 púsund' krónum hœrra en kaupverðic 1913, en um- bælur á jörðinni segir Þórður að numii'ð, hafj síðah nokkr- um þúsundum króna. Er því ekki að furða, þótt okltur jafn- aðarmönnunum í bæjarstjórninni þætti nokkuð flanað að kaupum, er átti að berja þau rannsóknar- laust fram í bæjarstjórninni. Ég kom með þá tillögu, að mat óvilhallra manna væri látið fram fara á jörðinni, svo að séð yrði, hvernig það kæmi heint við tilboð eigenda, og hafði Þóröur Sveins- son látið svo við mig, sem eig- endurnir myndu sízt hafa á móti mati, þar sent það myndi verða miklu hærra en tilboð þeirra. Og ekki hafði hann á móti mati eftir kröfu Landsbankans, er þeir fé- lagar keyptii jörðina 1913. En hvað skeður? Þegar bæjarstjórn samþykkir þessa sjálfsögðu til- lögu þrátt fyrir mótspyrnu Knúts Zimsens, segir Þþrður nú í „Vísi“, að eigendurnir .ýilji ekki lengur standa 'við tilboðin, og jörðin standi því ekki lengur til boða. Eru þeir nú svona hræddir við mat óvilhallra manna? Hvers vegna má bœjarstjórn ekki vita um sdnnvirði jarðarinnar, sem henni er -boðin til haups? Ef það væri rétt, sem Þórður hefir lát- ið í veðri vaka, að eigendurnir, þeir Þórður, Kristinn Zimsen og Rokstad, hafi af duldri ást á bæj- arfélagi Reykjavíkur ætiað að selja^ því Elliðavatnið langt undir sannvirði, hvers vegna standa þeir ekki við tilboðin, er óvilhalt mat gæti sýnt kjarakaupin og þessa bæjarfélagselskendur í aílri sinni dýrð? Nei, alt bendir á það, að átt hafi að berja fram í einni svipan kaup bæjarins á Elliðavatninu fyrir miklu hærra. verð heldur en jörðin hefði gengið á í venju- legum viðskiftum og hinir óeig- ingjörnu eigendur hefðu haft tugi þúsunda gróða úr bæjarsjóði. Þess vegna komi hræðslan við ó- vilhalt mat og tilboðin séu tekin aftur, er Víst er, að jörðin verði ekki keypt fyrir meira en sann- virði. Enn greinilegri leiðbeining í málinu eru aðfarir Þórðar nú upp á síðkastið. Hann rýkur bæði í „Morgunblaðið" og„Vísi“ og fær þau blöð til að birta margra dálka greinar um það, hversu óheppi- legt sé fyrir bæjarfélagið að fá mat óvilhallra manna á Elliða- vatninu, og hvernig sú samþykt bæjarstjórnar hafi neytt eigend- urna' til að ganga frá sölutilboð- inu, og -þá auðvitað hnútur til mín fyrir að hafa borið fram matstillöguna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.